Skordilis er engin smásmíði því hann er 208 cm á hæð og 125 kíló á þyngd. Hann er orðinn 34 ára gamall og hefur leikið stærstan hluta af sínum ferli í efstu deild í Grikklandi.
Skordilis er mjög öflugur miðherji sem hefur meðal annars orðið grískur meistari og einnig bikarmeistari.
Hann lék síðast með Montreal Alliance í Kanada og var með 4,7 stig og 2,1 frákast á 11,9 mínútum í leik þar.
Skordilis var leikmaður gríska stórliðinu Panathinaikos tímabilið 2012-2013. Skordilis var einnig í yngri landsliðum Grikklands á sínu tíma.
„Ég er mjög ánægður með að fá þennan reynslumikla leikmann til liðs við okkur. Hann hefur leikið í mjög sterkum deildum á ferli sínum og mun styrkja okkar lið umtalsvert fyrir komandi tímabil. Ég er mjög bjartsýnn á að þarna sé á ferðinni leikmaður sem muni hjálpa okkur í baráttunni við bestu lið landsins,“ segir Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, í viðtali á heimasíðu Grindavíkur.