Þétt dagskrá á langþráðri Menningarnótt í Reykjavík Elísabet Hanna skrifar 16. ágúst 2022 13:10 Flugeldasýningin stendur ávallt upp úr á Menningarnótt. Vísir/Vilhelm Menningarnótt verður loksins haldin á ný þann 20. ágúst næstkomandi. Blaðamannafundur fór fram í dag þar sem dagskráin var kynnt ásamt ýmsum skemmtiatriðum. Vísir sýndi frá fundinum í beinni útsendingu. Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgur mættu á fundinn með skildi sína og sverð. Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður og Kristjana Stefáns söngkona fluttu einnig nokkur lög. Fulltrúar Support for Ukraine Iceland mættu á staðinn en samtökin eru heiðursgestur Menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðslu dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á hátíðinni sjálfri. Hér að neðan má sjá þegar dagskráin var kynnt: Klippa: Dagskrá Menningarnætur kynnt Frítt í strætó Hátíðin er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar og fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn en mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan njóti samveru. Frítt er í strætó fyrir alla og mælt er með því að fólk hjóli eða gangi í bæinn. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti. Setning hátíðarinnar á Hörputorgi Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13.00 á laugardaginn þar sem loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður gleðja meðal annars gesti. Dagskráin í ár er fjölbreytt en spannar hún allt frá stórtónleikum á Arnarhóli til opins húss í Hússtjórnarskólanum og jafnframt má finna úrval af listsýningum. Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin spilar stórt hlutverk Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni líkt og fyrri ár en tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo verður tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér um að halda uppi stuðinu við Klapparstíg að venju. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Matarvagnar með fjölbreytt úrval Á miðbakkanum verður Götubitinn þar sem tuttugu matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika og veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu í tilefni dagsins. Flugeldasýningin á sínum stað Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu sem hægt er að fylgjast með frá Arnarhóli og víðar í borginni líkt og venjan hefur verið síðustu ár. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Hægt er að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér. Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Víkingar í víkingahópnum Rimmugýgur mættu á fundinn með skildi sína og sverð. Þorgrímur Jónsson tónlistarmaður og Kristjana Stefáns söngkona fluttu einnig nokkur lög. Fulltrúar Support for Ukraine Iceland mættu á staðinn en samtökin eru heiðursgestur Menningarnætur í ár og hafa þau skipulagt fjölbreytta menningar- og fræðslu dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur á hátíðinni sjálfri. Hér að neðan má sjá þegar dagskráin var kynnt: Klippa: Dagskrá Menningarnætur kynnt Frítt í strætó Hátíðin er ein vinsælasta hátíð Reykjavíkurborgar og fer nú fram í tuttugasta og fimmta sinn en mikil áhersla er lögð á að fjölskyldan njóti samveru. Frítt er í strætó fyrir alla og mælt er með því að fólk hjóli eða gangi í bæinn. Af öryggisástæðum verður miðborgin lokuð fyrir akandi umferð frá kl. 07:00 um morguninn og fram yfir miðnætti. Setning hátíðarinnar á Hörputorgi Menningarnótt verður sett við hátíðlega athöfn á Hörputorgi kl. 13.00 á laugardaginn þar sem loftfimleikar og Jón Jónsson tónlistarmaður gleðja meðal annars gesti. Dagskráin í ár er fjölbreytt en spannar hún allt frá stórtónleikum á Arnarhóli til opins húss í Hússtjórnarskólanum og jafnframt má finna úrval af listsýningum. Allar menningarstofnanir Reykjavíkurborgar verða með opið allann daginn og langt fram á kvöld og er ókeypis aðgangur. Tónlistin spilar stórt hlutverk Tónlistin skipar stóran sess á hátíðinni líkt og fyrri ár en tónaflóð Rásar 2 verður á Arnarhóli og svo verður tónlistarveisla Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum. Karnivalið hans DJ Margeirs sér um að halda uppi stuðinu við Klapparstíg að venju. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Matarvagnar með fjölbreytt úrval Á miðbakkanum verður Götubitinn þar sem tuttugu matarvagnar verða á staðnum og bjóða fjölbreytt úrval af gómsætum réttum. Til viðbótar verða tónleikastaðir með tónleika og veitingastaðir, kirkjur og verslanir hafa farið sparifötin og bjóða til veislu í tilefni dagsins. Flugeldasýningin á sínum stað Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu sem hægt er að fylgjast með frá Arnarhóli og víðar í borginni líkt og venjan hefur verið síðustu ár. View this post on Instagram A post shared by Menningarno tt | Culture Night (@menningarnott) Hægt er að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar hér.
Menningarnótt Reykjavík Tengdar fréttir Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51 Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13 „Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36 Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Menningarnótt aflýst Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík, sem fram átti að fara 21. ágúst næstkomandi, hefur verið aflýst. 4. ágúst 2021 12:51
Mikilvægt að halda lífi í menningunni í faraldrinum Formaður Bandalags íslenskra listamanna segir mikilvægt að halda lífi í menningunni í kórónuveirufaraldrinum og vill opna samfélagið eins mikið og hægt er. Stjórnvöld funda nú stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum áður en ákvörðun verður tekin um næstu sóttvarnaaðgerðir. 4. ágúst 2021 22:13
„Menningarnótt er ekki þannig að hægt sé að hólfa hana niður“ Öllum viðburðum Menningarnætur í Reykjavík hefur verið aflýst. Dagskráin átti að fara fram 21. ágúst og þá hefur Reykjavíkurmaraþoninu, sem jafnan fer fram á Menningarnótt, verið frestað til 18. september. 5. ágúst 2021 07:36