„Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2022 23:16 Carragher segir afar slæmt fyrir Liverpool að vera strax komið svo langt á eftir Manchester City á stigatöflunni. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu. Carragher var að venju sérfræðingur í þættinum Monday Night Football, ásamt Gary Neville, í kringum leik Liverpool og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk 1-1 þar sem Kólumbíumaðurinn Luis Díaz bjargaði stigi með laglegu marki skömmu eftir að Darwin Núñez hafði verið vísað af velli. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í fyrsta leik og er því aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Aðspurður af þáttastjórnandanum David Jones um hversu dýrt þetta gæti reynst fyrir Liverpool sagði Carragher: „Gríðarlega. Þetta hefur verið hræðileg byrjun hjá Liverpool, sérstaklega hvað stig varðar, en einnig hvað frammistöðu varðar í fyrsta leiknum,“ „En mér fannst þeir spila frábærlega í kvöld, sérstaklega hvernig þeir spiluðu fyrir mark Palace og hvernig þeir brugðust við eftir að þeir urðu 10 gegn 11,“ sagði Carragher, en Liverpool hafði stýrt leiknum frá A til Ö fram að marki Palace sem kom úr fyrsta skoti gestanna í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik. "Draws are defeats now, we know the bar has been set so high by Manchester City" Jamie Carragher gives his thoughts on Liverpool's 1-1 draw with Crystal Palace pic.twitter.com/NyMHmnpvGQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2022 Carragher segir hins vegar að jafntefli sem þessi geri verið gríðarlega dýr. Sérstaklega í ljósi þess hve stórkostlegt lið Manchester City hefur verið í deildinni undanfarin ár. „En stigalega séð eru jafntefli sama og töp núna. Við vitum hversu hátt Manchester City hefur reist ránna hvað stigafjölda varðar, ásamt Liverpool síðustu ár, svo að gefa City fjögurra stiga forskot strax frá byrjun er strembið að eiga við,“ „Þetta er mjög slök byrjun á tímabilinu fyrir Liverpool hvaða stigasöfnun varðar,“ segir Carragher. Ummæli Carraghers má heyra í spilaranum að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Carragher var að venju sérfræðingur í þættinum Monday Night Football, ásamt Gary Neville, í kringum leik Liverpool og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk 1-1 þar sem Kólumbíumaðurinn Luis Díaz bjargaði stigi með laglegu marki skömmu eftir að Darwin Núñez hafði verið vísað af velli. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í fyrsta leik og er því aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Aðspurður af þáttastjórnandanum David Jones um hversu dýrt þetta gæti reynst fyrir Liverpool sagði Carragher: „Gríðarlega. Þetta hefur verið hræðileg byrjun hjá Liverpool, sérstaklega hvað stig varðar, en einnig hvað frammistöðu varðar í fyrsta leiknum,“ „En mér fannst þeir spila frábærlega í kvöld, sérstaklega hvernig þeir spiluðu fyrir mark Palace og hvernig þeir brugðust við eftir að þeir urðu 10 gegn 11,“ sagði Carragher, en Liverpool hafði stýrt leiknum frá A til Ö fram að marki Palace sem kom úr fyrsta skoti gestanna í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik. "Draws are defeats now, we know the bar has been set so high by Manchester City" Jamie Carragher gives his thoughts on Liverpool's 1-1 draw with Crystal Palace pic.twitter.com/NyMHmnpvGQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2022 Carragher segir hins vegar að jafntefli sem þessi geri verið gríðarlega dýr. Sérstaklega í ljósi þess hve stórkostlegt lið Manchester City hefur verið í deildinni undanfarin ár. „En stigalega séð eru jafntefli sama og töp núna. Við vitum hversu hátt Manchester City hefur reist ránna hvað stigafjölda varðar, ásamt Liverpool síðustu ár, svo að gefa City fjögurra stiga forskot strax frá byrjun er strembið að eiga við,“ „Þetta er mjög slök byrjun á tímabilinu fyrir Liverpool hvaða stigasöfnun varðar,“ segir Carragher. Ummæli Carraghers má heyra í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31