Unglingar gerðu aðsúg að Gísla eftir upptökuleikinn en Óli Jó grínaðist í honum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 11:04 Leikmenn FH voru illir eftir að dæmd var vítaspyrna á þá sem reyndar fór svo forgörðum. Skjáskot Fjöldi þjóðþekktra knattspyrnumanna kemur við sögu í upptöku frá leik KR og FH frá árinu 1991, þar sem dómari leiksins var með hljóðnema. Börn og ungmenni gerðu aðsúg að dómara eftir leik og létu ljót orð falla. Nú hefur verið grafin upp úr gullkistu upptaka frá leiknum fræga sem var á milli KR og FH í Frostaskjóli sumarið 1991, í efstu deild karla í fótbolta. Upptakan birtist í þættinum VISA Sport. Þó að leiknum hafi lokið með 0-0 jafntefli var nóg að gera hjá dómaranum Gísla Guðmundssyni sem viðurkenndi eftir leik að hafa verið nokkuð meðvitaður um hljóðnemann í fyrri hálfleik en svo gleymt honum í þeim seinni. Upptökuna má sjá hér að neðan. Gísli lét leikmenn ekkert vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi ef þess þurfti. Á meðal leikmanna sem mest kvörtuðu í honum voru fyrirliðarnir, Pétur Pétursson hjá KR og Ólafur Kristjánsson hjá FH. Ólafur kvartaði meðal annars, ásamt Guðmundi Hilmarssyni, þegar dæmd var vítaspyrna á FH og kom þá Hörður Magnússon, liðsfélagi þeirra, aðvífandi og uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. „Nei, ekki fyrir orðbragð,“ reyndi Ólafur að malda í móinn en Gísli svaraði: „Jú, alveg hiklaust. Hörður, hagaðu þér eins og maður.“ „Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn“ KR-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu síðar í leiknum og Pétur vildi sjá rauða spjaldið fara á loft við sama tækifæri. „Eru ekki nýju reglurnar þær að það sé rautt spjald á mann sem er kominn inn fyrir? Ég spyr bara. Það er búið að tilkynna okkur það,“ sagði Pétur. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, fékk gult spjald fyrir mótmæli í leiknum en sló líka á létta strengi þegar Gísli spurði hann hvar börurnar væru, eftir að leikmaður meiddist. „Ég veit það ekki. Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn,“ sagði Ólafur. Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR-FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jói og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum. https://t.co/5oeBh8aMlC Góða skemmtun !— Gunnlaugur Jonsson (@gullijons) August 14, 2022 Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson áttu einnig í samskiptum við dómarann, og fleiri stjörnuleikmenn úr íslenskum fótbolta komu við sögu en leikskýrsluna má nálgast hérna. Eftir leik kom upp ljótt atvik þegar börn og ungmenni hópuðust að Gísla dómara þar sem hann gekk í átt til búningsklefa, og úthúðuðu honum. Gunnar Oddsson, leikmaður KR, kom og reyndi að vísa fólki í burtu en Gísla var skiljanlega ekki skemmt þegar hann ræddi við Heimi Karlsson um málið eftir leik: „Hér er verið að drekka áfengi uppi í stúkunni og hér koma unglingar og stökkva hér yfir, og eru að senda mér tóninn sem er svo sem allt í lagi meðan maður verður ekki fyrir meira, því maður er ýmsu vanur. En þetta á náttúrulega ekki að ske,“ sagði Gísli en upptökuna má sjá í heild hér að ofan. Besta deild karla KR FH Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
Nú hefur verið grafin upp úr gullkistu upptaka frá leiknum fræga sem var á milli KR og FH í Frostaskjóli sumarið 1991, í efstu deild karla í fótbolta. Upptakan birtist í þættinum VISA Sport. Þó að leiknum hafi lokið með 0-0 jafntefli var nóg að gera hjá dómaranum Gísla Guðmundssyni sem viðurkenndi eftir leik að hafa verið nokkuð meðvitaður um hljóðnemann í fyrri hálfleik en svo gleymt honum í þeim seinni. Upptökuna má sjá hér að neðan. Gísli lét leikmenn ekkert vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi ef þess þurfti. Á meðal leikmanna sem mest kvörtuðu í honum voru fyrirliðarnir, Pétur Pétursson hjá KR og Ólafur Kristjánsson hjá FH. Ólafur kvartaði meðal annars, ásamt Guðmundi Hilmarssyni, þegar dæmd var vítaspyrna á FH og kom þá Hörður Magnússon, liðsfélagi þeirra, aðvífandi og uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. „Nei, ekki fyrir orðbragð,“ reyndi Ólafur að malda í móinn en Gísli svaraði: „Jú, alveg hiklaust. Hörður, hagaðu þér eins og maður.“ „Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn“ KR-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu síðar í leiknum og Pétur vildi sjá rauða spjaldið fara á loft við sama tækifæri. „Eru ekki nýju reglurnar þær að það sé rautt spjald á mann sem er kominn inn fyrir? Ég spyr bara. Það er búið að tilkynna okkur það,“ sagði Pétur. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, fékk gult spjald fyrir mótmæli í leiknum en sló líka á létta strengi þegar Gísli spurði hann hvar börurnar væru, eftir að leikmaður meiddist. „Ég veit það ekki. Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn,“ sagði Ólafur. Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR-FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jói og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum. https://t.co/5oeBh8aMlC Góða skemmtun !— Gunnlaugur Jonsson (@gullijons) August 14, 2022 Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson áttu einnig í samskiptum við dómarann, og fleiri stjörnuleikmenn úr íslenskum fótbolta komu við sögu en leikskýrsluna má nálgast hérna. Eftir leik kom upp ljótt atvik þegar börn og ungmenni hópuðust að Gísla dómara þar sem hann gekk í átt til búningsklefa, og úthúðuðu honum. Gunnar Oddsson, leikmaður KR, kom og reyndi að vísa fólki í burtu en Gísla var skiljanlega ekki skemmt þegar hann ræddi við Heimi Karlsson um málið eftir leik: „Hér er verið að drekka áfengi uppi í stúkunni og hér koma unglingar og stökkva hér yfir, og eru að senda mér tóninn sem er svo sem allt í lagi meðan maður verður ekki fyrir meira, því maður er ýmsu vanur. En þetta á náttúrulega ekki að ske,“ sagði Gísli en upptökuna má sjá í heild hér að ofan.
Besta deild karla KR FH Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira