Hugrakkur Evrópumeistari söng „Sweet Caroline“ hátt og skýrt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 12:00 Georgia Stanway fagnar sigurmarki sínu á móti Spáni í átta liða úrslitum EM í Englandi. EPA-EFE/Vince Mignott Íslendingarnir í Bayern München þekkja vel vígsluathöfnina sem allir leikmenn liðsins þurfa að ganga í gegnum. Þær hafa þó sjaldan séð aðra eins kyndingu eins og hjá hinni ensku Georgiu Stanway á dögunum. Georgia Stanway gekk til liðs við Bayern í sumar frá Manchester City þar sem hún hafði spilað undanfarin sjö ár. Hún er 23 ára miðjumaður sem spilaði mjög vel með enska landsliðinu á EM í sumar og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Spán í framlengdum leik í átta liða úrslitum. Stanway og félagar hennar í enska landsliðinu fóru síðan alla leið í keppninni og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Í þýska silfurliðinu í þessum úrslitaleik voru sjö verðandi liðsfélagar Georgiu í Bayern eða þær Lina Magull, Klara Bühl, Giulia Gwinn, Linda Dallmann, Marina Hegering, Lea Schüller og Sydney Lohmann. Eftir hvern sigurleik enska liðsins þá ómaði „Sweet Caroline“ lagið í hátalarakerfinu og flestir áhorfendurnir tóku vel undir. Það varð engin breyting á því eftir úrslitaleikinn á Wembley,. Þegar kom að því að skemmta nýju liðsfélögunum sínum í Bayern á vígsluathöfninni þá sýndi Georgia mikið hugrekki með því að syngja „Sweet Caroline“ hátt og skýrt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Georgia Stanway fái eitthvað boltann á næstunni eftir að hafa hellt úr saltbauknum í sárið. Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir höfðu mjög gaman af skemmtun nýju liðsfélaga sína en það var ekki bara Georgia sem steig upp á „svið“ og söng. Bayern München setti vígsluhátíðina á samfélagsmiðla sína og má sjá stelpurnar skemmta liðsfélögum sínum hér fyrir neðan en hápunkturinn er auðvitað kynding Georgiu Stanway. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira
Georgia Stanway gekk til liðs við Bayern í sumar frá Manchester City þar sem hún hafði spilað undanfarin sjö ár. Hún er 23 ára miðjumaður sem spilaði mjög vel með enska landsliðinu á EM í sumar og skoraði meðal annars sigurmarkið á móti Spán í framlengdum leik í átta liða úrslitum. Stanway og félagar hennar í enska landsliðinu fóru síðan alla leið í keppninni og tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn með því að vinna 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengdum úrslitaleik. Í þýska silfurliðinu í þessum úrslitaleik voru sjö verðandi liðsfélagar Georgiu í Bayern eða þær Lina Magull, Klara Bühl, Giulia Gwinn, Linda Dallmann, Marina Hegering, Lea Schüller og Sydney Lohmann. Eftir hvern sigurleik enska liðsins þá ómaði „Sweet Caroline“ lagið í hátalarakerfinu og flestir áhorfendurnir tóku vel undir. Það varð engin breyting á því eftir úrslitaleikinn á Wembley,. Þegar kom að því að skemmta nýju liðsfélögunum sínum í Bayern á vígsluathöfninni þá sýndi Georgia mikið hugrekki með því að syngja „Sweet Caroline“ hátt og skýrt. Það á síðan eftir að koma í ljós hvort Georgia Stanway fái eitthvað boltann á næstunni eftir að hafa hellt úr saltbauknum í sárið. Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir höfðu mjög gaman af skemmtun nýju liðsfélaga sína en það var ekki bara Georgia sem steig upp á „svið“ og söng. Bayern München setti vígsluhátíðina á samfélagsmiðla sína og má sjá stelpurnar skemmta liðsfélögum sínum hér fyrir neðan en hápunkturinn er auðvitað kynding Georgiu Stanway. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen)
Þýski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Sjá meira