FÍB telur að olíufélög skuldi verðlækkun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. ágúst 2022 07:01 Runólfur Ólafsson Formaður FÍB Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB telur að íslensku olíufélögin séu ekki að fylgja lækkuðu heimsmarkaðsverði á hráolíu á sama hátt og hækkunum á sömu hráolíu er gjarnan fylgt. Eins bendir FÍB á þá staðreynd á heimasíðu sinni að síðan hráolíuverð hefur lækkað um tæp 30% hefur eldsneytisverð lækkaðum 4,2% fyrir bensín og 4,7% fyrir dísel. Dönsk olíufélög hafa hins vegar lækkað bensín um 18,4% og dísel um 16,8% á sama tíma. „Bensínverð á Íslandi og í Danmörku var svipað í báðum löndum snemma í júní. Núna er verðmunurinn á milli landanna yfir 55 krónur á hvern lítra af bensíni,“ segir á heimasíðu FÍB. Rit sem sýnir þróun eldsneytisverðisían Þá segir enn frekar að forstjóri Skeljungs, hafi sagt í fréttum RÚV þann 8. ágúst að olíufélögin hérlendis hafi tekið á sig mikið af þeim hækkunum sem urðu í kjölfar innrásar rússa í Úkraínu. Hann bendir einnig á að framlegðin á hverjum lítra sé sambærileg því sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn. „Eldsneytisverð vigtar þungt í vísitölu neysluverðs og þar með á verðbólgu. Olíufélögin hafa mikil áhrif á afkomu heimila og fyrirtækja langt umfram lítraverðið. Lækkun olíuverðs temprar verðbólgu en hátt verð kyndir verðbólgubálið,“ segir enn frekar í frétt á vef FÍB. „Er komið að því að setja álagningarþak á eldsneytisverð hér á landi þar sem markaðnum er ekki treystandi til að skila verðlækkunum til neytenda,“ spyr greinarhöfundur á heimasíðu FÍB ennremur á heimasíðu FÍB. Bensín og olía Neytendur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent
„Bensínverð á Íslandi og í Danmörku var svipað í báðum löndum snemma í júní. Núna er verðmunurinn á milli landanna yfir 55 krónur á hvern lítra af bensíni,“ segir á heimasíðu FÍB. Rit sem sýnir þróun eldsneytisverðisían Þá segir enn frekar að forstjóri Skeljungs, hafi sagt í fréttum RÚV þann 8. ágúst að olíufélögin hérlendis hafi tekið á sig mikið af þeim hækkunum sem urðu í kjölfar innrásar rússa í Úkraínu. Hann bendir einnig á að framlegðin á hverjum lítra sé sambærileg því sem var fyrir kórónaveirufaraldurinn. „Eldsneytisverð vigtar þungt í vísitölu neysluverðs og þar með á verðbólgu. Olíufélögin hafa mikil áhrif á afkomu heimila og fyrirtækja langt umfram lítraverðið. Lækkun olíuverðs temprar verðbólgu en hátt verð kyndir verðbólgubálið,“ segir enn frekar í frétt á vef FÍB. „Er komið að því að setja álagningarþak á eldsneytisverð hér á landi þar sem markaðnum er ekki treystandi til að skila verðlækkunum til neytenda,“ spyr greinarhöfundur á heimasíðu FÍB ennremur á heimasíðu FÍB.
Bensín og olía Neytendur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent