Gary Neville: „Aldrei liðið jafn illa á 42 ára ferli mínum sem United-maður Hjörvar Ólafsson skrifar 13. ágúst 2022 23:13 Gary Neville var ómyrkur í máli eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, fór ekki fögrum orðum um sitt fyrrum félag þegar hann ræddi háðulegt tap liðsins gegn Brentford í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla í dag. „Ég hef fylgst með gangi mála hjá Manchester United í 42 ár og ég man ekki eftir því að hafa liðið jafn illa sem United-maður. Þetta var eins og að horfa á karlmenn spila við krakkalið," sagði Neville í umfjöllun Sky Sports um leikinn. „Það er algerlega ófyrirgefanlegt að stjórn félagsins hafi ekki gert betur í því að fá þá leikmenn í hópinn sem Erik ten Hag hefur áhuga á,” sagði sparkspekingurinn en Erik ten Hag hefur þurft að horfa upp á lærisveina sína láta í minni pokann í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni með markatölunni 6-1. „Ég er að reyna að hugsa um eitt atriði sem leikmenn Manchester United gerðu vel í fyrri hálfleik en ég finn ekkert,” sagði Neville en Manchester United var 4-0 undir í hálfleik. „Stuðningmsenn Manchester United héldu að spilamennska liðsins í fyrstu umferðinni gæti ekki orðið verri. Þessi frammistaða var aftur á móti algjör lágpunktur. Þetta einfaldlega getur ekki versnað,” sagði varnarmaðurinn fyrrverandi. Neville beindi svo sjónum sínum að amerískum eigendum félagsins en Richarld Arnold, stjórnarformaður félagsins, var viðstaddur niðurlæginguna á Gtech Community-leikvangnum í dag. Hluti stuðningsmanna Manchester United mættu á leikinn í dag með borða þar sem Glazer-fjölskyldan var beðin um að selja meirihluta sinn í félaginu. „Eigendurnir hafa setið hjá á meðan skipið sekkur fyrir framan nefið á þeim. Það hefur verið vitað í átta til mánuði að það þurfi að endurnýja leikmannahóp liðsins en þeir sem stýra félaginu ranka við sér undir lok félagaskiptagluggans og ætla að redda sér á síðustu stundu. Það er ótrúlegt og í raun ófyrirgefanlegt að Erik ten Hag hafi ekki fengið fleiri hágæða leikmenn síðan hann tók við,” sagði hann. Christian Eriksen kom til Manchester United á frjálsri sölu í sumar og Lisandro Martinez og Tyrell Malacia komu úr hollensku efstu deildinni. Aftur á móti hafa sjö leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá aðalliði félagsins horfið á braut. „Það vinnulag sem stjórn Manchester United viðhefur á félagaskiptamarkaðnum viðgekkst fyrir 15 árum síðan. Nú til dags eru félög mun skipulagðari en gengur og gerist hjá Manchester United og eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn þeirra leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Sú staðreynd að félagið hafi eitt milljarði punda í þennan leikmannahóp og að vera á svona vondum stað er magnað,” sagði Neville. Félagið hætt að laða að leikmenn í efstu hillu „Miklum tíma hefur verið eytt í að sannfæra Frenkie de Jong og þrátt fyrir að hann sé í góðu sambandi við Erik ten Hag þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé að koma á Old Trafford. Manchester United er stórt, sögufrægt og sigursælt félag. Hér áður gerðust töfrandi hlutir hjá félaginu en þessa stundina horfa leikmenn á frammistöðu eins og þessa í dag og það laðar ekki að leikmenn,” sagði enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi rjúkandi af reiði. „Það er hætt að koma mér á óvart að leikmenn Manchester United séu undir í samanburði við andstæðingar þegar kemur að hlaupatölum og að það vanti ákefð í leik liðsins. Þetta höfum við rætt vikulega síðasta árið eða svo,” sagði Neville sem benti þó að gefa verið nýjum leikmönnum liðsins meiri tíma áður en þeir verði dæmdir af verkum sínum. Enski boltinn Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
„Ég hef fylgst með gangi mála hjá Manchester United í 42 ár og ég man ekki eftir því að hafa liðið jafn illa sem United-maður. Þetta var eins og að horfa á karlmenn spila við krakkalið," sagði Neville í umfjöllun Sky Sports um leikinn. „Það er algerlega ófyrirgefanlegt að stjórn félagsins hafi ekki gert betur í því að fá þá leikmenn í hópinn sem Erik ten Hag hefur áhuga á,” sagði sparkspekingurinn en Erik ten Hag hefur þurft að horfa upp á lærisveina sína láta í minni pokann í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni með markatölunni 6-1. „Ég er að reyna að hugsa um eitt atriði sem leikmenn Manchester United gerðu vel í fyrri hálfleik en ég finn ekkert,” sagði Neville en Manchester United var 4-0 undir í hálfleik. „Stuðningmsenn Manchester United héldu að spilamennska liðsins í fyrstu umferðinni gæti ekki orðið verri. Þessi frammistaða var aftur á móti algjör lágpunktur. Þetta einfaldlega getur ekki versnað,” sagði varnarmaðurinn fyrrverandi. Neville beindi svo sjónum sínum að amerískum eigendum félagsins en Richarld Arnold, stjórnarformaður félagsins, var viðstaddur niðurlæginguna á Gtech Community-leikvangnum í dag. Hluti stuðningsmanna Manchester United mættu á leikinn í dag með borða þar sem Glazer-fjölskyldan var beðin um að selja meirihluta sinn í félaginu. „Eigendurnir hafa setið hjá á meðan skipið sekkur fyrir framan nefið á þeim. Það hefur verið vitað í átta til mánuði að það þurfi að endurnýja leikmannahóp liðsins en þeir sem stýra félaginu ranka við sér undir lok félagaskiptagluggans og ætla að redda sér á síðustu stundu. Það er ótrúlegt og í raun ófyrirgefanlegt að Erik ten Hag hafi ekki fengið fleiri hágæða leikmenn síðan hann tók við,” sagði hann. Christian Eriksen kom til Manchester United á frjálsri sölu í sumar og Lisandro Martinez og Tyrell Malacia komu úr hollensku efstu deildinni. Aftur á móti hafa sjö leikmenn sem hafa verið í hlutverki hjá aðalliði félagsins horfið á braut. „Það vinnulag sem stjórn Manchester United viðhefur á félagaskiptamarkaðnum viðgekkst fyrir 15 árum síðan. Nú til dags eru félög mun skipulagðari en gengur og gerist hjá Manchester United og eru í stöðugu sambandi við umboðsmenn þeirra leikmanna sem þeir hafa áhuga á. Sú staðreynd að félagið hafi eitt milljarði punda í þennan leikmannahóp og að vera á svona vondum stað er magnað,” sagði Neville. Félagið hætt að laða að leikmenn í efstu hillu „Miklum tíma hefur verið eytt í að sannfæra Frenkie de Jong og þrátt fyrir að hann sé í góðu sambandi við Erik ten Hag þá er ekkert sem bendir til þess að hann sé að koma á Old Trafford. Manchester United er stórt, sögufrægt og sigursælt félag. Hér áður gerðust töfrandi hlutir hjá félaginu en þessa stundina horfa leikmenn á frammistöðu eins og þessa í dag og það laðar ekki að leikmenn,” sagði enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi rjúkandi af reiði. „Það er hætt að koma mér á óvart að leikmenn Manchester United séu undir í samanburði við andstæðingar þegar kemur að hlaupatölum og að það vanti ákefð í leik liðsins. Þetta höfum við rætt vikulega síðasta árið eða svo,” sagði Neville sem benti þó að gefa verið nýjum leikmönnum liðsins meiri tíma áður en þeir verði dæmdir af verkum sínum.
Enski boltinn Mest lesið Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira