Félagið greinir sjálft frá tíðindunum á heimasíðu sinni í dag. Alexandra var hjá Frankfurt í um eitt og hálft ár, en náði ekki að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.
Í tilkynningu félagsins kemur fram að Alexandra sé að ganga í raðir félags utan Þýskalands og hefur hún verið orðuð við félög á Ítalíu.
Alexandra lék fyrri hluta tímabils með Breiðablik í Bestu-deild kvenna þar sem hún var á láni frá Frankfurt til að halda sér í formi fyrir EM. Hún kom svo við sögu í tveimur leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu.
Vielen Dank für deinen Einsatz mit dem Adler auf der Brust und alles Gute für deinen weiteren Weg, @alexandrajoh18! 🙏#SGE #EintrachtFrauenhttps://t.co/5XiSIByOZA
— Eintracht Frankfurt Frauen (@EintrachtFrauen) August 12, 2022