Kristófer sat á varamannabekk SønderjyskE í leik kvöldsin og kom ekki við sögu, en liðið tók forystuna strax á sjöttu mínútu leiksins.
Gestirnir bættu svo öðru marki við stuttu fyrir hálfleik og gulltryggðu öruggan 0-3 sigur með marki í upphafi síðari hálfleiks.
Liðið er nú með 12 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Kristófer og félagar deilda toppsætinu með Vejle, en eftir úrslit kvöldsins er SønderjyskE með betri markatölu og trónir því á toppi deildarinnar.