Segist hafa orðið fyrir rasisma á Selfossi: „Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2022 12:01 Chris Jastrzembski fer ekki fögrum orðum um dvöl sína á Selfossi. selfoss Pólski fótboltamaðurinn Chris Jastrzembski segist hafa yfirgefið Selfoss vegna kynþáttafordóma. Hann ræður öðrum pólskum leikmönnum frá því að spila á Íslandi. Jastrzembski gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið og lék þrettán leiki í deild og bikar með liðinu áður en hann skipti yfir til Prey Veng í Kambódíu í síðasta mánuði. Í viðtali við Gazeta í heimalandinu fer hann ekki fögrum orðum um dvölina á Selfossi og segir að sér hafi verið mismunað vegna kynþáttar. „Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævinni. Ég fer aldrei þangað aftur. Margir Pólverjar búa þarna og hafa það fínt en reynsla mín af Íslendingum er hræðileg. Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir neinn. Fólk er dregið í dilka þarna,“ sagði Jastrzembski. „Félagið kom verr fram við mig því ég er með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi bar þetta fólk enga virðingu fyrir mér.“ Í viðtalinu rifjaði Jastrzembski upp atvik sem situr greinilega mikið í honum. Hann var þá að setja saman vinnupall á íþróttasvæðinu á Selfossi og var uppi í stiga sem íslensk kona hélt við. „Þá kom yfirmaðurinn og sagði henni að hætta að hjálpa mér því vindurinn væri ekki það sterkur og það yrði í góðu lagi með mig. Konan fór í burtu og ég datt,“ sagði Jastrzembski og bætti við að konan hefði verið afar leið yfir þessu. Hann sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Yfirmaðurinn ræddi í kjölfarið við hana á íslensku og hún þýddi það sem hann sagði fyrir Jastrzembski. „Til fjandans með hann. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann.“ Jastrzembski, sem er 25 ára, var um tíma á mála hjá Hamburg í Þýskalandi og á leiki fyrir yngri landslið Póllands á ferilskránni. Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Jastrzembski gekk í raðir Selfoss fyrir tímabilið og lék þrettán leiki í deild og bikar með liðinu áður en hann skipti yfir til Prey Veng í Kambódíu í síðasta mánuði. Í viðtali við Gazeta í heimalandinu fer hann ekki fögrum orðum um dvölina á Selfossi og segir að sér hafi verið mismunað vegna kynþáttar. „Þetta er versta land sem ég hef komið til á ævinni. Ég fer aldrei þangað aftur. Margir Pólverjar búa þarna og hafa það fínt en reynsla mín af Íslendingum er hræðileg. Ég myndi ekki mæla með þessu fyrir neinn. Fólk er dregið í dilka þarna,“ sagði Jastrzembski. „Félagið kom verr fram við mig því ég er með pólskt vegabréf. Frá fyrsta degi bar þetta fólk enga virðingu fyrir mér.“ Í viðtalinu rifjaði Jastrzembski upp atvik sem situr greinilega mikið í honum. Hann var þá að setja saman vinnupall á íþróttasvæðinu á Selfossi og var uppi í stiga sem íslensk kona hélt við. „Þá kom yfirmaðurinn og sagði henni að hætta að hjálpa mér því vindurinn væri ekki það sterkur og það yrði í góðu lagi með mig. Konan fór í burtu og ég datt,“ sagði Jastrzembski og bætti við að konan hefði verið afar leið yfir þessu. Hann sagði henni að hafa ekki áhyggjur. Yfirmaðurinn ræddi í kjölfarið við hana á íslensku og hún þýddi það sem hann sagði fyrir Jastrzembski. „Til fjandans með hann. Hann er bara Pólverji. Ef hann drepst er fullt af Pólverjum sem geta komið í staðinn fyrir hann.“ Jastrzembski, sem er 25 ára, var um tíma á mála hjá Hamburg í Þýskalandi og á leiki fyrir yngri landslið Póllands á ferilskránni.
Lengjudeild karla UMF Selfoss Kynþáttafordómar Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira