Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. ágúst 2022 18:42 Hinn 42 ára Bassam al-Sheikh Hussein tók bankastarfsmenn í gíslingu til að geta tekið út sparifé af reikningi sínum. AP/Hussein Malla Maður tók banka í gíslingu í Beirút í dag til að krefjast þess að bankinn leyfði honum að taka út sparifé af læstum reikningi svo hann gæti borgað sjúkrareikninga föður síns. Mótmælendur hópuðust fyrir framan bankann til að krefjast þess að bankinn léti undan kröfum mannsins. Yfirvöld segja að Bassam al-Sheikh Hussein, 42 ára sendibílstjóri, hafi farið inn í bankann vopnaður haglabyssu og með bensínbrúsa. Hann hafi skotið þremur varúðarskotum út í loftið áður en hann læsti sig inn í hvelfingu bankans með tíu gíslum. Þar hótaði hann að kveikja í sér ef hann fengi ekki að taka út pening af læstum bankareikningi sínum sem hann ætlaði að nota til að greiða sjúkrareikninga föður síns. Mótmælandi krefst þess að bankinn verði við kröfum Hussein.AP/Hussein Malla Eftir margra klukkustunda samningaviðræður við bankann samþykkti Hussein tilboð frá bankanum sem fólst í því að hann fengi að taka út hluta af sparifé sínu ef hann sleppti gíslunum frjálsum. Gíslarnir fengu frelsi sitt og lögreglan handtók Hussein um leið og hann gekk út úr bankanum. Þá sakaði engan við gíslatökuna. Hins vegar fékk Hussein ekki peningana sem hann samdi um við bankann, að sögn lögmanns hans. Sparifé fólks fast inni í bönkum Líbanon Gíslatakan er nýjasti kaflinn í áframhaldandi efnahagskreppu Líbanon sem hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár og rýrt gildi gjaldmiðils landsins um 90 prósent. Vegna þessa hafa févana bankar landsins sett ströng takmörk á úttektir fólks á reiðufé sem hefur valdið því að sparifé milljóna manna situr fast. Mótmælendur eiga í stimpingum við lögreglumenn fyrir utan bankann sem Hussein tók í gíslingu.AP/Hussein Malla Tugir mótmælenda söfnuðust saman fyrir bankann til að kyrja slagorð gegn bönkum landsins og líbönsku ríkisstjórninni í von um að Hussein fengi að taka út sparifé sitt. Það sem er líka merkilegt er að gíslatakan er ekki einsdæmi í Líbanon. Í janúar tók kaffihúsaeigandi líbanskan banka í gíslingu sem varð til þess að hann gat tekið út 50 þúsund dollara. Líbanon Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira
Yfirvöld segja að Bassam al-Sheikh Hussein, 42 ára sendibílstjóri, hafi farið inn í bankann vopnaður haglabyssu og með bensínbrúsa. Hann hafi skotið þremur varúðarskotum út í loftið áður en hann læsti sig inn í hvelfingu bankans með tíu gíslum. Þar hótaði hann að kveikja í sér ef hann fengi ekki að taka út pening af læstum bankareikningi sínum sem hann ætlaði að nota til að greiða sjúkrareikninga föður síns. Mótmælandi krefst þess að bankinn verði við kröfum Hussein.AP/Hussein Malla Eftir margra klukkustunda samningaviðræður við bankann samþykkti Hussein tilboð frá bankanum sem fólst í því að hann fengi að taka út hluta af sparifé sínu ef hann sleppti gíslunum frjálsum. Gíslarnir fengu frelsi sitt og lögreglan handtók Hussein um leið og hann gekk út úr bankanum. Þá sakaði engan við gíslatökuna. Hins vegar fékk Hussein ekki peningana sem hann samdi um við bankann, að sögn lögmanns hans. Sparifé fólks fast inni í bönkum Líbanon Gíslatakan er nýjasti kaflinn í áframhaldandi efnahagskreppu Líbanon sem hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár og rýrt gildi gjaldmiðils landsins um 90 prósent. Vegna þessa hafa févana bankar landsins sett ströng takmörk á úttektir fólks á reiðufé sem hefur valdið því að sparifé milljóna manna situr fast. Mótmælendur eiga í stimpingum við lögreglumenn fyrir utan bankann sem Hussein tók í gíslingu.AP/Hussein Malla Tugir mótmælenda söfnuðust saman fyrir bankann til að kyrja slagorð gegn bönkum landsins og líbönsku ríkisstjórninni í von um að Hussein fengi að taka út sparifé sitt. Það sem er líka merkilegt er að gíslatakan er ekki einsdæmi í Líbanon. Í janúar tók kaffihúsaeigandi líbanskan banka í gíslingu sem varð til þess að hann gat tekið út 50 þúsund dollara.
Líbanon Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Sjá meira