Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana Atli Arason skrifar 10. ágúst 2022 23:30 Mikll umræða skapaðist um skort á spjöldum í Bestu mörkunum. Stöð 2 Sport Mikill umræða skapaðist um dómgæslu, eða öllu heldur skort á dómgæslu, eftir 3-0 sigur Þróttar á Selfossi í Bestu-deild kvenna í gær. Í viðtali eftir leik kallaði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir því að leikmenn fái meiri vernd frá dómurunum. „Ég vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu því leikmenn hafa verið að meiðast því verndin á leikmönnum hefur verið hræðileg og hún var aftur hræðileg í kvöld. Það hefur verið allt of lítið spjaldað í allt sumar, dómarar eru einfaldlega ekki að passa upp á leikmenn,“ sagði Chamberlain. Harpa Þorsteinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu þetta svo enn frekar í uppgjörsþættinum Bestu mörkin og kölluðu þær eftir því að dómarar veifuðu spjöldum sínum oftar. Umræðuna úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Það er ótrúlegt hvað það er búið að gefa lítið af gulum spjöldum og lítið af rauðum spjöldum í efstu deild kvenna,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, áður en hún bætti við. „Mér finnst við þurfa að tala um þetta. Mér finnst dómarar vera alltof ragir að veita leikmönnum í kvennabolta gul spjöld.“ Bæði Helena Ólafsdóttir og Margrét Lára tóku undir orð Hörpu. Margrét telur að þjálfarar séu almennt hræddir að ræða þessi mál af ótta við að vera refsað fyrir að gagnrýna dómarana. „Alveg eins og leikmennirnir eru að verða betri og hraðinn er að verða meiri þá er allt í lagi að setja kröfu á dómarana. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir að taka gagnrýni og bæta sinn leik.“ „Við erum þakklátar fyrir þessa dómara okkar því án þeirra væri enginn leikur en auðvitað þarf líka að efla þá og þeir þurfa að læra af sínum mistökum. Ég er sammála þessu, það má stundum veifa spjöldunum í kvennafótboltanum því þetta hefur áhrif á leikinn og hvernig hann er spilaður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana Besta deild kvenna Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Í viðtali eftir leik kallaði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir því að leikmenn fái meiri vernd frá dómurunum. „Ég vona að dómararnir fari að vernda leikmenn betur í framhaldinu því leikmenn hafa verið að meiðast því verndin á leikmönnum hefur verið hræðileg og hún var aftur hræðileg í kvöld. Það hefur verið allt of lítið spjaldað í allt sumar, dómarar eru einfaldlega ekki að passa upp á leikmenn,“ sagði Chamberlain. Harpa Þorsteinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir ræddu þetta svo enn frekar í uppgjörsþættinum Bestu mörkin og kölluðu þær eftir því að dómarar veifuðu spjöldum sínum oftar. Umræðuna úr Bestu mörkunum má sjá í spilaranum hér neðst í fréttinni. „Það er ótrúlegt hvað það er búið að gefa lítið af gulum spjöldum og lítið af rauðum spjöldum í efstu deild kvenna,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, áður en hún bætti við. „Mér finnst við þurfa að tala um þetta. Mér finnst dómarar vera alltof ragir að veita leikmönnum í kvennabolta gul spjöld.“ Bæði Helena Ólafsdóttir og Margrét Lára tóku undir orð Hörpu. Margrét telur að þjálfarar séu almennt hræddir að ræða þessi mál af ótta við að vera refsað fyrir að gagnrýna dómarana. „Alveg eins og leikmennirnir eru að verða betri og hraðinn er að verða meiri þá er allt í lagi að setja kröfu á dómarana. Þeir þurfa líka að vera tilbúnir að taka gagnrýni og bæta sinn leik.“ „Við erum þakklátar fyrir þessa dómara okkar því án þeirra væri enginn leikur en auðvitað þarf líka að efla þá og þeir þurfa að læra af sínum mistökum. Ég er sammála þessu, það má stundum veifa spjöldunum í kvennafótboltanum því þetta hefur áhrif á leikinn og hvernig hann er spilaður,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir. Klippa: Bestu mörkin: Allt í lagi að setja kröfu á dómarana
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Þróttur Reykjavík UMF Selfoss Tengdar fréttir Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21 Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Sjá meira
Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. 9. ágúst 2022 23:21
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21