Sjáðu öll mörkin úr 12. umferðinni | Dramatískt jöfnunarmark í Garðabæ, mikilvægur botnsigur og fimm mörk Valsara Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2022 14:01 Stjörnukonur náðu í stig gegn Blikum undir lokin. Vísir/Hulda Margrét Tólfta umferð Bestu deildar kvenna fór fram í heild sinni í gærkvöld. Þar urðu óvænt úrslit sem voru mikilvæg bæði á toppi og botni. Afturelding vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni með marki Ísafoldar Þórhallsdóttur á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs gegn Þór/KA en Afturelding fór með sigrinum af botni deildarinnar og er aðeins stigi frá Norðankonum. Klippa: Markið úr sigri Aftureldingar á Þór/KA KR fór á móti niður í botnsætið en liðið tapaði 3-1 fyrir Eyjakonum í Vestmannaeyjum. Marcella Barberic kom KR yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Mörk frá Hönnu Kallmaier, Ameeru Hussen og Þórhildi Ólafsdóttur á síðasta korteri leiksins tryggðu ÍBV sigurinn. ÍBV með 21 stig í fimmta sæti. Klippa: Mörkin úr sigri ÍBV á KR Það gengur hvorki né rekur hjá Selfossi sem hefur spilað fimm leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Þrótti í Laugardal í gærkvöld en þar skoraði Danielle Marcano fyrstu tvö mörk Þróttar áður en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir gerði út um leikinn á 80. mínútu. Klippa: Mörkin úr sigri Þróttar á Selfossi Breiðablik missteig sig í toppbaráttunni en Stjarnan heldur á móti í við Kópavogsliðið. Markalaust var í fyrri hálfleik en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Blikakonur sneru taflinu við þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði áður Chante Sandiford skoraði sjálfsmark til að koma Blikum yfir. Aníta Ýr Þorvalsdóttir var hins vegar hetja Stjörnunnar er hún jafnaði undir lok leiks. Breiðablik er eftir leikinn með 28 stig í öðru sæti en Stjarnan er með 24 í því þriðja. Klippa: Mörkin úr jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks Valur nýtti sér misstig Blikakvenna og breikkaði bilið milli liðanna í fjögur stig með öruggum 5-0 sigri á Keflavík. Valur komst yfir með sjálfsmarki Snædísar Maríu Jörundsdóttur áður en Cyera Makenzie Hintzen, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pétursdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu eitt mark hver fyrir Val sem er með 32 stig í toppsætinu. Keflavík er aftur á móti aðeins með tíu stig í sjöunda sæti og er því, rétt eins og Þór/KA, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á Keflavík Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Afturelding vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni með marki Ísafoldar Þórhallsdóttur á fyrstu mínútu leiksins. Það dugði til sigurs gegn Þór/KA en Afturelding fór með sigrinum af botni deildarinnar og er aðeins stigi frá Norðankonum. Klippa: Markið úr sigri Aftureldingar á Þór/KA KR fór á móti niður í botnsætið en liðið tapaði 3-1 fyrir Eyjakonum í Vestmannaeyjum. Marcella Barberic kom KR yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Mörk frá Hönnu Kallmaier, Ameeru Hussen og Þórhildi Ólafsdóttur á síðasta korteri leiksins tryggðu ÍBV sigurinn. ÍBV með 21 stig í fimmta sæti. Klippa: Mörkin úr sigri ÍBV á KR Það gengur hvorki né rekur hjá Selfossi sem hefur spilað fimm leiki í röð án þess að fagna sigri. Liðið þurfti að þola 3-0 tap fyrir Þrótti í Laugardal í gærkvöld en þar skoraði Danielle Marcano fyrstu tvö mörk Þróttar áður en Álfhildur Rósa Kjartansdóttir gerði út um leikinn á 80. mínútu. Klippa: Mörkin úr sigri Þróttar á Selfossi Breiðablik missteig sig í toppbaráttunni en Stjarnan heldur á móti í við Kópavogsliðið. Markalaust var í fyrri hálfleik en Gyða Kristín Gunnarsdóttir kom Stjörnunni yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í þeim síðari. Blikakonur sneru taflinu við þar sem Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði áður Chante Sandiford skoraði sjálfsmark til að koma Blikum yfir. Aníta Ýr Þorvalsdóttir var hins vegar hetja Stjörnunnar er hún jafnaði undir lok leiks. Breiðablik er eftir leikinn með 28 stig í öðru sæti en Stjarnan er með 24 í því þriðja. Klippa: Mörkin úr jafntefli Stjörnunnar og Breiðabliks Valur nýtti sér misstig Blikakvenna og breikkaði bilið milli liðanna í fjögur stig með öruggum 5-0 sigri á Keflavík. Valur komst yfir með sjálfsmarki Snædísar Maríu Jörundsdóttur áður en Cyera Makenzie Hintzen, Elín Metta Jensen, Anna Rakel Pétursdóttir og Bryndís Arna Níelsdóttir gerðu eitt mark hver fyrir Val sem er með 32 stig í toppsætinu. Keflavík er aftur á móti aðeins með tíu stig í sjöunda sæti og er því, rétt eins og Þór/KA, aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Klippa: Mörkin úr sigri Vals á Keflavík
Besta deild kvenna Bestu mörkin Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira