Þetta eru mest sjarmerandi Íslendingarnir Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. ágúst 2022 09:00 Lífið fékk til liðs við sig marga álitsgjafa til að tilnefna mestu sjarmatröll landsins. Samsett mynd Hvort sem það er fallegt bros, einlægni, sjálfsöryggi eða blik í auga þá er víst engin uppskrift af sjarma. Einnig er það misjafnt hvað fólki finnst vera sjarmerandi þó svo að oft séu það vissar manneskjur sem hafa eitthvað sérstakt við sig sem virðist heilla og ná til flestra. Lífið leitaði til fjölda álitsgjafa sem tilnefndu þekkta íslenska einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að búa yfir miklum sjarma og persónutöfrum. Listinn var langur og fjölbreyttur en hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir og ummæli um þá tuttugu einstaklinga sem fengu flestar tilnefningar. Fyrir neðan er svo hægt að sjá lista yfir einstaklinga sem einnig voru nefndir. Edda Andrésdóttir - fjölmiðlakona Hulda Margrét „Drottning ljósvakamiðlanna. Sjálfstraustið, reynslan og trúverðugleikinn leikur af henni og ég treysti hverju einasta orði sem hún segir. Svo er hún algjör straumbreytir þegar kemur að fata vali og tísku. Töffari fram í fingurgóma.“ „Edda hefur þann ótrúlega sjarma að nærvera hennar finnst áður en þú tekur eftir henni á svæðinu. Betri nærveru er erfitt að finna, hún er svo tignarleg og stórkostleg manneskja sem upphefur alla í kringum sig og gerir aðra betri.“ „Edda er ekki bara drottning hún er keisaraynja. Ber af hvar sem hún kemur, sjarmur fram í tær og fingurgóma.“ „Edda er mikil fyrirmynd sem hefur brotið nokkur glerþökin á löngum og farsælum ferli“ Ragnar Kjartansson - listamaður Getty „Það er eitthvað sjarmerandi við fólk sem fer ótroðnar slóðir og fylgir sannfæringu sinni og Ragnar gerir það svo sannarlega. Honum halda engin bönd og hann hefur með sjarmanum sínum náð að plata ótrúlegasta fólk til að gera hina ótrúlegustu hluti. Það er sennilega vegna þess að það er eitthvað svo hlýtt og gott við hann.“ „Það hreinlega sullast af manninum sjarminn. Hann virðist geta náð til flestra, meira segja fólks sem þolir ekki listaspírur. Hann er svo ekta eitthvað.“ „Fagurkeri listarinnar með mikinn húmor og sniðugheit að vopni, gerist varla meira sjarmerandi!“ Vigdís Finnbogadóttir - fyrrverandi forseti Íslands Getty „Vigdís á sérstakan stað í hjarta flestra Íslendinga og fyrirmynd margra. Einstaklega vönduð manneskja.“ „Það er eitthvað við brosið hennar og röddina sem fær mann til að trúa því að allt verði í lagi, sama hvað bjátar á.“ „Finnur varla meiri sjarmerandi konu enda mikill kvenskörungur og fyrirmynd!“ Ólafur Darri Ólafsson - leikari Getty „Í orðabókinni ætti í raun að vera mynd af Ólafi Darra þegar flett er upp orðinu Sjarmatröll“ „Það er eitthvað við þennan stóra mann með þessa stóru rödd. Ekki hægt annað en að heillast af honum.“ „Ólafur Darri gefur eitt besta faðmlag sem hægt er að fá. Hann er svo djúpgóð manneskja.“ Eva Laufey Kjaran - fjölmiðla- og markaðskona Getty „Hláturinn hennar einn og sér er nóg til þess að gera daginn betri“ „Löðrandi marglaga gleðisjarmasprengja í glasi á fæti.“ „Æj, bara þetta bros!“ Bogi Ágústsson - fjölmiðlamaður Bogi Ágústsson, fréttamaður.Rúv „Bogi er andstæðan við hroka - hann er auðmjúkur, vitur og með fallega rödd“ „Þjóðargersemi“ „Það hlýnar öllum í hjartanu þegar Bogi kemur á skjáinn. Hann er með svona „þetta verður allt í lagi - áru“ yfir sér. Guðrún Ýr Eyfjörð - GDRN - söngkona „Flauels mjúkur sjarmi eins og hann gerist bestur.“ „Það er einhver einlægni þarna sem er sjaldséð. Laus við alla tilgerð og bara falleg að innan sem utan.“ „Hún nær einhvern veginn að vera töffari og ljúf á sama tíma sem er sjaldséð blanda.“ Daníel Ágúst Haraldsson - tónlistarmaður Getty „Einfaldlega Maðurinn. Fótógenískasti maður landsins og svo er það þessi rödd.“ „Eldist eins og gott vín og er alltaf flottur til fara.“ „Þegar hann pírir augun og hallar höfðinu. Svo ótrúlega sjarmerandi og sexí á sama tíma.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir - framkvæmdarstjóri hjúkrunar Vísir/Vilhelm „Þetta bros og hlýja augnaráð þegar hún mætir í viðtal vegna bólusetninga - ég treysti held ég engri manneskju jafn mikið og Ragnheiði Ósk.“ „Bara ef fleiri væru eins og Ragnheiður væri lífið svo miklu betra.“ „Það hreinlega skín af henni góðmennskan og hún er með svo heiðarlegt og einlægt bros sem lætur fólki líða betur.“ Sigurður Þorri Gunnarsson - útvarpsmaður RÚV „Sjarmerandi gömul sál. Alltaf glaður og gefandi, enda Akureyringur.“ „Þrátt fyrir að hafa verið lengi í fjölmiðlum finnst mér Siggi Gunnars hafa sprungið út á allra síðustu árum. Hann ber lífsgleðina utan á sér og við erum eflaust ófá sem værum til í að fara í matarboð til hans.“ „Hann er með sjarma sem nær meira að segja að drösla fólki sem hefur ekki farið í spinning í tuttugu ár aftur á hjólið“ Systur - tónlistarkonur Getty „Þær eru allar svo rosalega geislandi. Það er einhver dulúð líka yfir þeim sem er rosalega heillandi.“ „Hrein unun að fylgjast með systrunum Siggu, Elínu og Betu. Þær eru stútfullar af gleði og sjarma eins og þær eiga vissulega ætt til.“ „Gæti reyndar tilnefnt alla fjölskylduna en Systur eru búnar að sýna það að sjarminn erfist greinilega í beinan legg.“ Einar Þorsteinsson - stjórnmálamaður Vísir/Vilhelm „Ég hugsa að hann hafi unnið kosningarnar með sjarmann einan að vopni.“ „Hann er svo sjarmerandi að ég dett yfirleitt út þegar hann byrjar að tala.“ „Mig langar ekki að líka vel við hann en ég get bara ekki annað.“ Sigríður Thorlacius - söngkona Vísir/Vilhelm „Mest sjarmerandi rödd landsins, ekki spurning. Það að hlusta á hana syngja er eins og að vera vafinn inn í teppi á köldum vetrardegi.“ „Hún er svo fögur. Það er eitthvað svona „extra“ við Siggu. Þegar hún syngur er eins og tíminn stoppi. Hún er manneskja sem ég hugsa að flesta langi til að hafa í lífinu sínu.“ „Hún ber sig svo vel, svo tignarleg og með fágaða og fallega framkomu og bros sem nær til augnanna.“ Jón og Friðrik Jónssynir - söngvarar Sylvía Hall „Malt og appelsín íslensks sjarma“ „Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra bræðra þegar kemur að sjarma. Helvíti góð gen hér á ferð!“ „HVAR fær Jón alla þessa jákvæðni og lífsgleði? Hann er orkubomba sem hrífur fólk með sér.“ „Frikki Dór mætti syngja mig í svefn á hverju kvöldi.“ Ásta S. Fjeldsted - framkvæmdarstjóri Krónunar Egill Aðalsteinsson „Ásta kemur einstaklega vel fyrir. Talar mannamál, er skýr og leggur sig fram við að skilja áhyggjur viðskiptavina sinna. Lætur aðra framkvæmdastjóra stórfyrirtækja líta illa út í samanburði.“ „Sterk og eldklár framakona sem er algjörlega laus við hroka eða yfirlæti. Skín af henni sjarminn.“ Páll Óskar Hjálmtýsson - tónlistarmaður Páll Óskar HjálmtýssonVísir/Vilhelm „Það þarf nú varla að taka það fram, Páll Óskar er bara sjarmi útí gegn.“ „Ekki bara diskó-kóngur heldur líka sjarma-kóngur. Hann heillar alla með þessari ofurútgeislun sinni sem væri líklega hægt að virkja á góðum degi.“ Sveindís Jane - landsliðskona í fótbolta Arnar Halldórsson „Fyrir utan það hvað hún er sterkur leikmaður er hún alltaf svo glöð og geislandi“ „Keflvíkingar geta verið stoltir af Sveindísi, hæfileikarík, klár og sjarmerandi“ Bergur Ebbi Benediktsson - rithöfundur og uppistandari Kristófer Helgason „Fyndnasti maður Íslands. Sjarmerandi hugsuður og frábær rithöfundur.“ „Það er eitthvað ótrúlega sjarmerandi við Berg Ebba. Hefur þetta allt. Klár, fyndinn, vinalegur, myndarlegur og nær meira að segja að vera kynþokkafullur með þessa prins Valíant klippingu sína.“ Steinunn Ása Þorvaldsdóttir - sjónvarpsstjarna Vísir/Vilhelm „Eldklár og hugrökk ung baráttukona, sönn fyrirmynd.“ „Steinunn er ein af þeim sem er eins og sólin. Vill öllum vel og alltaf stutt í brosið eða knúsið góða.“ „Það er eitthvað svo ótrúlega einlægt og fallegt við Steinunni. Hún er svo hrein og bein og óspör á hrósin. Það mættu fleiri taka sér Stásu til fyrirmyndar.“ Gísli Marteinn Baldursson - fjölmiðlamaður Vísir/Vilhelm „Maðurinn sem tíminn gleymdi. Hefur ekki elst um einn sólarhring síðustu áratugina sem skýrir kannski hvers vegna hann er svona orkumikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Einstaklega aðgengilegur og skemmtilegur fjölmiðlamaður, bæði í útvarpi og sjónvarpi og fyrir löngu orðin heimilsvinur landsmanna.“ „Gísli er svona sjarmi allra landsmanna. Einhverjir virðast þó geta pirrast á honum en ég hugsa að það fólk geti samt ekki neitað því hvað hann er sjarmerandi.“ „Ég dýrka Gísla og líka þessa pabbabrandara hans sem eru oft ekkert svo fyndnir. Hann nær samt yfirleitt að fá mig til að brosa. Það er líka sjarmerandi hvað hann liggur ekki á skoðunum sínum og brennur fyrir það sem hann trúir á.“ Aðrir sem voru nefndir: Saga Sig, ljósmyndari. Steindi Jr., fjölmiðlamaður. Ragnhildur Steinunn, fjölmiðlakona. Erla Þórarinsdóttir, listakona. Unnur Ösp, leikkona. Bubbi Morthens, tónlistarmaður. Nökkvi Fjalar, frumkvöðull. Kjartan Hreinsson, ljósmyndari. Dröfn Ösp Snorradóttir, leikmyndahönnuður. Tinna Björg Kristinsdóttir. Jón Ólafsson, tónlistarmaður. Emilíana Torrini, tónlistarkona. Hálfdán Steinþórsson, eigandi Kjarval. Ragna Lóa Stefánsdóttir, fyrrverandi fótboltakona. Vala Matt, fjölmiðlakona. Gummi Ben, fjölmiðlamaður. Sóli Hólm, grínisti. Edda Börgvinsdóttir, leikkona. Ingvar E. Sigurðsson, leikari. Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona. Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður. Kolfinna Nikulásdóttir. Svavar Örn, fjölmiðla- og hárgreiðslumaður. Katrín Tanja, íþróttakona. Salka Sól, söngkona. Flóni, söngvari. Inga Lind Karlsdóttir. Elín Metta, fótboltakona. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra. María Ellingssen, leikkona. Íris Dögg Einarsdóttir, ljósmyndari. Rakel Sif Sigurðardóttir, næringarráðgjafi. Aron Mola, leikari. Anna Fríða Gísladóttir, markaðskona. Egill Ploder, fjölmiðlamaður. Nína Dögg, leikkona. Ninna Pálmadóttir, leikstjóri. Sólborg Guðbrandsdóttir, söngkona. Mars Proppé, fræðari Samtakanna '78. Már Gunnarsson, sundkappi. Emilíana Torrini, tónlistarkona. Birta Abiba. Júlía Grønvaldt, listakona. Gunni Hilmarsson, fatahönnuður og tónlistarmaður. Gugusar, tónlistarkona. Katrín Alda, fatahönnnuður. Halla Tómasdóttir, athafnakona. Ágúst Einþórsson (Gústi Bakari). Hildur Björnsdóttir, stjórnmálakona. Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari. Bjarni Snæbjörnsson, leikari. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra. Diddú, söngkona. Elli Egils, myndlistarmaður. Björn Stefánsson, leikari. Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðlakona. Tinna Aðalbjörns hjá Eskimó. Gísli Örn, leikari. Viktoría Hermannsdóttir, fjölmiðlakona. Bragi Valdimar. Benedikt Brynleifsson, trommari. Katrín Oddsdóttir. Bríet, söngkona. Sveinn Rúnar Einarsson, veitingamaður. Álitsgjafar: Adda Soffía Ingvarsdóttir, Rósa María Árnadóttir, Þorsteinn J, Stefán Óli Jónsson, Elías Guðmundsson, Ingibjörg Finnbogadóttir, Hákon Sverrisson, Stefán Melsteð, Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, Bjartur Guðmundsson, Elfa Arnardóttir, Örn Johannsson, Dilja Ámundadóttir, Bergþór Másson, Salóme Þorkellsdóttir, Sigtryggur Magnason, Ásgrímur Geir Logason , Margrét Helga Erlingsdóttir, Egill Ástraðsson, Jakob E. Jakobsson, Helena Jónsdóttir, Egill Ástráðsson, Birgir Örn Stefánsson, Harpa Káradóttir, Jón Ingvi Ingimundarson, Samúel Karl Ólason, Erna Bergmann, Linda Björg Árnadóttir, Elísabet Hanna og Anika Laufey Baldursdóttir. Ástin og lífið Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Lífið leitaði til fjölda álitsgjafa sem tilnefndu þekkta íslenska einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að búa yfir miklum sjarma og persónutöfrum. Listinn var langur og fjölbreyttur en hér fyrir neðan er hægt að sjá myndir og ummæli um þá tuttugu einstaklinga sem fengu flestar tilnefningar. Fyrir neðan er svo hægt að sjá lista yfir einstaklinga sem einnig voru nefndir. Edda Andrésdóttir - fjölmiðlakona Hulda Margrét „Drottning ljósvakamiðlanna. Sjálfstraustið, reynslan og trúverðugleikinn leikur af henni og ég treysti hverju einasta orði sem hún segir. Svo er hún algjör straumbreytir þegar kemur að fata vali og tísku. Töffari fram í fingurgóma.“ „Edda hefur þann ótrúlega sjarma að nærvera hennar finnst áður en þú tekur eftir henni á svæðinu. Betri nærveru er erfitt að finna, hún er svo tignarleg og stórkostleg manneskja sem upphefur alla í kringum sig og gerir aðra betri.“ „Edda er ekki bara drottning hún er keisaraynja. Ber af hvar sem hún kemur, sjarmur fram í tær og fingurgóma.“ „Edda er mikil fyrirmynd sem hefur brotið nokkur glerþökin á löngum og farsælum ferli“ Ragnar Kjartansson - listamaður Getty „Það er eitthvað sjarmerandi við fólk sem fer ótroðnar slóðir og fylgir sannfæringu sinni og Ragnar gerir það svo sannarlega. Honum halda engin bönd og hann hefur með sjarmanum sínum náð að plata ótrúlegasta fólk til að gera hina ótrúlegustu hluti. Það er sennilega vegna þess að það er eitthvað svo hlýtt og gott við hann.“ „Það hreinlega sullast af manninum sjarminn. Hann virðist geta náð til flestra, meira segja fólks sem þolir ekki listaspírur. Hann er svo ekta eitthvað.“ „Fagurkeri listarinnar með mikinn húmor og sniðugheit að vopni, gerist varla meira sjarmerandi!“ Vigdís Finnbogadóttir - fyrrverandi forseti Íslands Getty „Vigdís á sérstakan stað í hjarta flestra Íslendinga og fyrirmynd margra. Einstaklega vönduð manneskja.“ „Það er eitthvað við brosið hennar og röddina sem fær mann til að trúa því að allt verði í lagi, sama hvað bjátar á.“ „Finnur varla meiri sjarmerandi konu enda mikill kvenskörungur og fyrirmynd!“ Ólafur Darri Ólafsson - leikari Getty „Í orðabókinni ætti í raun að vera mynd af Ólafi Darra þegar flett er upp orðinu Sjarmatröll“ „Það er eitthvað við þennan stóra mann með þessa stóru rödd. Ekki hægt annað en að heillast af honum.“ „Ólafur Darri gefur eitt besta faðmlag sem hægt er að fá. Hann er svo djúpgóð manneskja.“ Eva Laufey Kjaran - fjölmiðla- og markaðskona Getty „Hláturinn hennar einn og sér er nóg til þess að gera daginn betri“ „Löðrandi marglaga gleðisjarmasprengja í glasi á fæti.“ „Æj, bara þetta bros!“ Bogi Ágústsson - fjölmiðlamaður Bogi Ágústsson, fréttamaður.Rúv „Bogi er andstæðan við hroka - hann er auðmjúkur, vitur og með fallega rödd“ „Þjóðargersemi“ „Það hlýnar öllum í hjartanu þegar Bogi kemur á skjáinn. Hann er með svona „þetta verður allt í lagi - áru“ yfir sér. Guðrún Ýr Eyfjörð - GDRN - söngkona „Flauels mjúkur sjarmi eins og hann gerist bestur.“ „Það er einhver einlægni þarna sem er sjaldséð. Laus við alla tilgerð og bara falleg að innan sem utan.“ „Hún nær einhvern veginn að vera töffari og ljúf á sama tíma sem er sjaldséð blanda.“ Daníel Ágúst Haraldsson - tónlistarmaður Getty „Einfaldlega Maðurinn. Fótógenískasti maður landsins og svo er það þessi rödd.“ „Eldist eins og gott vín og er alltaf flottur til fara.“ „Þegar hann pírir augun og hallar höfðinu. Svo ótrúlega sjarmerandi og sexí á sama tíma.“ Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir - framkvæmdarstjóri hjúkrunar Vísir/Vilhelm „Þetta bros og hlýja augnaráð þegar hún mætir í viðtal vegna bólusetninga - ég treysti held ég engri manneskju jafn mikið og Ragnheiði Ósk.“ „Bara ef fleiri væru eins og Ragnheiður væri lífið svo miklu betra.“ „Það hreinlega skín af henni góðmennskan og hún er með svo heiðarlegt og einlægt bros sem lætur fólki líða betur.“ Sigurður Þorri Gunnarsson - útvarpsmaður RÚV „Sjarmerandi gömul sál. Alltaf glaður og gefandi, enda Akureyringur.“ „Þrátt fyrir að hafa verið lengi í fjölmiðlum finnst mér Siggi Gunnars hafa sprungið út á allra síðustu árum. Hann ber lífsgleðina utan á sér og við erum eflaust ófá sem værum til í að fara í matarboð til hans.“ „Hann er með sjarma sem nær meira að segja að drösla fólki sem hefur ekki farið í spinning í tuttugu ár aftur á hjólið“ Systur - tónlistarkonur Getty „Þær eru allar svo rosalega geislandi. Það er einhver dulúð líka yfir þeim sem er rosalega heillandi.“ „Hrein unun að fylgjast með systrunum Siggu, Elínu og Betu. Þær eru stútfullar af gleði og sjarma eins og þær eiga vissulega ætt til.“ „Gæti reyndar tilnefnt alla fjölskylduna en Systur eru búnar að sýna það að sjarminn erfist greinilega í beinan legg.“ Einar Þorsteinsson - stjórnmálamaður Vísir/Vilhelm „Ég hugsa að hann hafi unnið kosningarnar með sjarmann einan að vopni.“ „Hann er svo sjarmerandi að ég dett yfirleitt út þegar hann byrjar að tala.“ „Mig langar ekki að líka vel við hann en ég get bara ekki annað.“ Sigríður Thorlacius - söngkona Vísir/Vilhelm „Mest sjarmerandi rödd landsins, ekki spurning. Það að hlusta á hana syngja er eins og að vera vafinn inn í teppi á köldum vetrardegi.“ „Hún er svo fögur. Það er eitthvað svona „extra“ við Siggu. Þegar hún syngur er eins og tíminn stoppi. Hún er manneskja sem ég hugsa að flesta langi til að hafa í lífinu sínu.“ „Hún ber sig svo vel, svo tignarleg og með fágaða og fallega framkomu og bros sem nær til augnanna.“ Jón og Friðrik Jónssynir - söngvarar Sylvía Hall „Malt og appelsín íslensks sjarma“ „Það er ekki hægt að gera upp á milli þeirra bræðra þegar kemur að sjarma. Helvíti góð gen hér á ferð!“ „HVAR fær Jón alla þessa jákvæðni og lífsgleði? Hann er orkubomba sem hrífur fólk með sér.“ „Frikki Dór mætti syngja mig í svefn á hverju kvöldi.“ Ásta S. Fjeldsted - framkvæmdarstjóri Krónunar Egill Aðalsteinsson „Ásta kemur einstaklega vel fyrir. Talar mannamál, er skýr og leggur sig fram við að skilja áhyggjur viðskiptavina sinna. Lætur aðra framkvæmdastjóra stórfyrirtækja líta illa út í samanburði.“ „Sterk og eldklár framakona sem er algjörlega laus við hroka eða yfirlæti. Skín af henni sjarminn.“ Páll Óskar Hjálmtýsson - tónlistarmaður Páll Óskar HjálmtýssonVísir/Vilhelm „Það þarf nú varla að taka það fram, Páll Óskar er bara sjarmi útí gegn.“ „Ekki bara diskó-kóngur heldur líka sjarma-kóngur. Hann heillar alla með þessari ofurútgeislun sinni sem væri líklega hægt að virkja á góðum degi.“ Sveindís Jane - landsliðskona í fótbolta Arnar Halldórsson „Fyrir utan það hvað hún er sterkur leikmaður er hún alltaf svo glöð og geislandi“ „Keflvíkingar geta verið stoltir af Sveindísi, hæfileikarík, klár og sjarmerandi“ Bergur Ebbi Benediktsson - rithöfundur og uppistandari Kristófer Helgason „Fyndnasti maður Íslands. Sjarmerandi hugsuður og frábær rithöfundur.“ „Það er eitthvað ótrúlega sjarmerandi við Berg Ebba. Hefur þetta allt. Klár, fyndinn, vinalegur, myndarlegur og nær meira að segja að vera kynþokkafullur með þessa prins Valíant klippingu sína.“ Steinunn Ása Þorvaldsdóttir - sjónvarpsstjarna Vísir/Vilhelm „Eldklár og hugrökk ung baráttukona, sönn fyrirmynd.“ „Steinunn er ein af þeim sem er eins og sólin. Vill öllum vel og alltaf stutt í brosið eða knúsið góða.“ „Það er eitthvað svo ótrúlega einlægt og fallegt við Steinunni. Hún er svo hrein og bein og óspör á hrósin. Það mættu fleiri taka sér Stásu til fyrirmyndar.“ Gísli Marteinn Baldursson - fjölmiðlamaður Vísir/Vilhelm „Maðurinn sem tíminn gleymdi. Hefur ekki elst um einn sólarhring síðustu áratugina sem skýrir kannski hvers vegna hann er svona orkumikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Einstaklega aðgengilegur og skemmtilegur fjölmiðlamaður, bæði í útvarpi og sjónvarpi og fyrir löngu orðin heimilsvinur landsmanna.“ „Gísli er svona sjarmi allra landsmanna. Einhverjir virðast þó geta pirrast á honum en ég hugsa að það fólk geti samt ekki neitað því hvað hann er sjarmerandi.“ „Ég dýrka Gísla og líka þessa pabbabrandara hans sem eru oft ekkert svo fyndnir. Hann nær samt yfirleitt að fá mig til að brosa. Það er líka sjarmerandi hvað hann liggur ekki á skoðunum sínum og brennur fyrir það sem hann trúir á.“ Aðrir sem voru nefndir: Saga Sig, ljósmyndari. Steindi Jr., fjölmiðlamaður. Ragnhildur Steinunn, fjölmiðlakona. Erla Þórarinsdóttir, listakona. Unnur Ösp, leikkona. Bubbi Morthens, tónlistarmaður. Nökkvi Fjalar, frumkvöðull. Kjartan Hreinsson, ljósmyndari. Dröfn Ösp Snorradóttir, leikmyndahönnuður. Tinna Björg Kristinsdóttir. Jón Ólafsson, tónlistarmaður. Emilíana Torrini, tónlistarkona. Hálfdán Steinþórsson, eigandi Kjarval. Ragna Lóa Stefánsdóttir, fyrrverandi fótboltakona. Vala Matt, fjölmiðlakona. Gummi Ben, fjölmiðlamaður. Sóli Hólm, grínisti. Edda Börgvinsdóttir, leikkona. Ingvar E. Sigurðsson, leikari. Svandís Dóra Einarsdóttir, leikkona. Steinunn Sigurðardóttir, fatahönnuður. Kolfinna Nikulásdóttir. Svavar Örn, fjölmiðla- og hárgreiðslumaður. Katrín Tanja, íþróttakona. Salka Sól, söngkona. Flóni, söngvari. Inga Lind Karlsdóttir. Elín Metta, fótboltakona. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra. María Ellingssen, leikkona. Íris Dögg Einarsdóttir, ljósmyndari. Rakel Sif Sigurðardóttir, næringarráðgjafi. Aron Mola, leikari. Anna Fríða Gísladóttir, markaðskona. Egill Ploder, fjölmiðlamaður. Nína Dögg, leikkona. Ninna Pálmadóttir, leikstjóri. Sólborg Guðbrandsdóttir, söngkona. Mars Proppé, fræðari Samtakanna '78. Már Gunnarsson, sundkappi. Emilíana Torrini, tónlistarkona. Birta Abiba. Júlía Grønvaldt, listakona. Gunni Hilmarsson, fatahönnuður og tónlistarmaður. Gugusar, tónlistarkona. Katrín Alda, fatahönnnuður. Halla Tómasdóttir, athafnakona. Ágúst Einþórsson (Gústi Bakari). Hildur Björnsdóttir, stjórnmálakona. Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari. Bjarni Snæbjörnsson, leikari. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra. Diddú, söngkona. Elli Egils, myndlistarmaður. Björn Stefánsson, leikari. Ingileif Friðriksdóttir, fjölmiðlakona. Tinna Aðalbjörns hjá Eskimó. Gísli Örn, leikari. Viktoría Hermannsdóttir, fjölmiðlakona. Bragi Valdimar. Benedikt Brynleifsson, trommari. Katrín Oddsdóttir. Bríet, söngkona. Sveinn Rúnar Einarsson, veitingamaður. Álitsgjafar: Adda Soffía Ingvarsdóttir, Rósa María Árnadóttir, Þorsteinn J, Stefán Óli Jónsson, Elías Guðmundsson, Ingibjörg Finnbogadóttir, Hákon Sverrisson, Stefán Melsteð, Sigríður Þóra Ásgeirsdóttir, Bjartur Guðmundsson, Elfa Arnardóttir, Örn Johannsson, Dilja Ámundadóttir, Bergþór Másson, Salóme Þorkellsdóttir, Sigtryggur Magnason, Ásgrímur Geir Logason , Margrét Helga Erlingsdóttir, Egill Ástraðsson, Jakob E. Jakobsson, Helena Jónsdóttir, Egill Ástráðsson, Birgir Örn Stefánsson, Harpa Káradóttir, Jón Ingvi Ingimundarson, Samúel Karl Ólason, Erna Bergmann, Linda Björg Árnadóttir, Elísabet Hanna og Anika Laufey Baldursdóttir.
Ástin og lífið Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira