Anníe Mist viðurkennir að hún eigi mikið ólært í því að vera betri liðsfélagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2022 08:16 Anníe Mist Þórisdóttir með þeim Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir og félagar hennar í liði CrossFit Reykjavíkur komust næst verðlaunapallinum á nýloknum heimsleikum í CrossFit í Madison. Á endanum voru þau aðeins fjórtán stigum frá verðlaunasæti en urðu að sætta sig við fjórða sætið. Erfið byrjun hafði þar mikið um að segja en góður endasprettur var ekki nóg til að koma þeim á pall. Anníe Mist gerði upp leikana í stuttum pistil og það er ekki hægt að lesa annað úr honum en að hún horfi mjög spennt á næsta tímabil. „Ég trúi því statt og stöðugt að þú eigir aldrei að hætta ögra sjálfum þér. Um leið og þú hættir því, í mínum huga, þá tapar þú því hvað er að vera manneskja,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir sem lítur á CrossFit árið 2022 sem mikinn lærdóm fyrir sig. „Þetta árið hef ég lært meira um sjálfa mig og um fólk heldur en á nokkru öðru ári,“ skrifaði Anníe Mist. Þetta var fyrsta árið sem hún keppir í liði eftir að hafa keppt sem einstaklingur á ellefu heimsleikum frá 2009 til 2021. „Síðustu sjö mánuðir hafa verið gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið hafa þeir gefið mér mikið til baka. Að deila hæðum og lægðum með þremur nánum vinum gerði þessa upplifun mína bara enn meiri. Ég hef alltaf verið með teymi í kringum mig en ég hef alltaf verið ein á gólfinu. Að fá að gera það sem ég elska með þremur stórkostlegum manneskjum hefur verið sannkallaður heiður,“ skrifaði Anníe. „Öll eru þau einstök og stórkostleg á sinn hátt en liðsheildin og samheldnin skein í gegn þessa helgi,“ skrifaði Anníe. „Ég á enn þá mikið ólært og mikla vinnu fyrir höndum til að verða betri liðsfélagi og einstaklingur. En vitið hvað? Það gerir mig meira en nokkuð annað bara spenntari,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
Á endanum voru þau aðeins fjórtán stigum frá verðlaunasæti en urðu að sætta sig við fjórða sætið. Erfið byrjun hafði þar mikið um að segja en góður endasprettur var ekki nóg til að koma þeim á pall. Anníe Mist gerði upp leikana í stuttum pistil og það er ekki hægt að lesa annað úr honum en að hún horfi mjög spennt á næsta tímabil. „Ég trúi því statt og stöðugt að þú eigir aldrei að hætta ögra sjálfum þér. Um leið og þú hættir því, í mínum huga, þá tapar þú því hvað er að vera manneskja,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir sem lítur á CrossFit árið 2022 sem mikinn lærdóm fyrir sig. „Þetta árið hef ég lært meira um sjálfa mig og um fólk heldur en á nokkru öðru ári,“ skrifaði Anníe Mist. Þetta var fyrsta árið sem hún keppir í liði eftir að hafa keppt sem einstaklingur á ellefu heimsleikum frá 2009 til 2021. „Síðustu sjö mánuðir hafa verið gríðarleg áskorun fyrir mig en um leið hafa þeir gefið mér mikið til baka. Að deila hæðum og lægðum með þremur nánum vinum gerði þessa upplifun mína bara enn meiri. Ég hef alltaf verið með teymi í kringum mig en ég hef alltaf verið ein á gólfinu. Að fá að gera það sem ég elska með þremur stórkostlegum manneskjum hefur verið sannkallaður heiður,“ skrifaði Anníe. „Öll eru þau einstök og stórkostleg á sinn hátt en liðsheildin og samheldnin skein í gegn þessa helgi,“ skrifaði Anníe. „Ég á enn þá mikið ólært og mikla vinnu fyrir höndum til að verða betri liðsfélagi og einstaklingur. En vitið hvað? Það gerir mig meira en nokkuð annað bara spenntari,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira