Ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik Jón Már Ferro skrifar 9. ágúst 2022 23:21 Sif Atladóttir var ósátt í leikslok. Vísir/Hulda Margrét Sif Atladóttir var að vonum svekkt eftir 3-0 tap á móti Þrótti. Hún telur að í fyrstu tveimur mörkum leiksins hafi gripið um sig einbeitingaleysi. „Við vitum að Þróttur refsar fyrir svona, þær eru búnar að fá Ollu til baka í línuna sem er öflug fyrir þær og Danielle. Þær eru heitar saman en þetta er bara einbeitingarleysi hjá okkur í þessum mómentum í byrjun. Svo þarf ég að sjá þriðja markið aftur, mér fannst hún vera rangstæð þegar boltinn kom en ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað þetta er. Við þurfum að fara leggja boltanum bara í hornin.“ Sif vildi meina að þær hefðu getað verið örlítið þolinmóðari sóknarlega. „Við erum svolítið heitar á boltanum, erum að sendan kannski aðeins of snemma frá okkur í staðin fyrir að drippla boltanum aðeins lengur í áttina að leikmanninum. Við erum svolítið í að senda boltann á leikmenn í staðin fyrir í svæði. Mér fannst við samt alveg eiga þokkalega góð færi. Við erum að hamra honum aðeins yfir markið. Það vantar smá sjálfstraust og smá heppni líka en mér fannst við eiga nokkra góða spil kafla í fyrri hálfleik og hefðum getað sett verulega pressu á Þróttarana. Það er ráðgátan sem við þurfum að taka inn og leysa fyrir næsta leik.“ Eins og bæði leikmenn og þjálfarar þá finnst Sif dómgæslan bæði í þessum leik og í deildinni heilt yfir vera léleg. „Þetta er bara hættulegt, ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik sem hefði bara sett línu. Ef þú skoðar tölfræðina yfir spjöld kvenna megin og spjöld karla megin, þá eru karlarnir að fá miklu fleiri spjöld. Það er samt ekkert minni harka, undir lokin á þessum leik, þetta er bara hættulegt fyrir bæði lið því það er engin lína og eitt spjald í svona leik. Það er eitthvað vafasamt við það. Hann flautar ekki í fyrri hálfleik þegar það er verið að taka lappirnar undan fólki. Svo allt í einu á síðustu 10 mínútunum þá ætlaru að fara dæma. Það er engin lína í leiknum og spjöldin eru þarna. Þú verður að flauta til að gefa aukaspyrnuna. Fyrir hvert flaut tikkar það inn í kladdann, eftir þrjú gróf brot eða þrjú brot þá er þetta spjald. Þetta bara setur ákveðna línu fyrir leikmenn. Það er verið að tala um að vernda leikmenn, bæði lið eru bara að spila langt yfir einhverri línu. Þetta er eitthvað sem dómararnir verða að fara taka inn okkar megin. Það er ekki bara hægt að sleppa einhverjum brotum bara afþví bara. Það verður að fara gera eitthvað í þessu, það er allt í lagi að spjalda í kvennaleik. Nenniði að kíkja á tölfræðina, þetta spjaldadæmi er bara eitthvað djók.“ Sjálf segist Sif ekki vera með svarið hvers vegna dómgæslan sé svona léleg. Hún segist hinsvegar vera til í að ræða málin við dómarana. „Ég væri alveg til í að setjast niður með dómurum og ræða þetta því ég er ekkert einhver ungur kjúklingur, ég er búin að spila ansi marga leiki og ég er alveg til í að ræða þetta við þá, en það er bara alltaf sama svarið. Ég sá þetta ekki, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit að þeir eru að gera sitt besta og allt það en það eru góðir dómarar hérna. Við þurfum kannski bara að fara hafa aðeins meira eftirlit. Línan verður að fara koma fyrr í leikjunum hjá okkur líka. Þetta er ekkert nýtt. Þetta er sami fótboltaleikur og hjá strákunum. Mér finnst leiðinlegt að taka þetta svona upp. Mér finnst þetta bara verða að koma upp því við erum að æfa hérna 10 sinnum í viku eða eitthvað og við erum að gera okkar allra besta en það er erfitt að fara draga línuna einhverstaðar þar sem það er engin lína dregin fyrir mann heldur.“ Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
„Við vitum að Þróttur refsar fyrir svona, þær eru búnar að fá Ollu til baka í línuna sem er öflug fyrir þær og Danielle. Þær eru heitar saman en þetta er bara einbeitingarleysi hjá okkur í þessum mómentum í byrjun. Svo þarf ég að sjá þriðja markið aftur, mér fannst hún vera rangstæð þegar boltinn kom en ég veit það ekki. Ég veit ekki hvað þetta er. Við þurfum að fara leggja boltanum bara í hornin.“ Sif vildi meina að þær hefðu getað verið örlítið þolinmóðari sóknarlega. „Við erum svolítið heitar á boltanum, erum að sendan kannski aðeins of snemma frá okkur í staðin fyrir að drippla boltanum aðeins lengur í áttina að leikmanninum. Við erum svolítið í að senda boltann á leikmenn í staðin fyrir í svæði. Mér fannst við samt alveg eiga þokkalega góð færi. Við erum að hamra honum aðeins yfir markið. Það vantar smá sjálfstraust og smá heppni líka en mér fannst við eiga nokkra góða spil kafla í fyrri hálfleik og hefðum getað sett verulega pressu á Þróttarana. Það er ráðgátan sem við þurfum að taka inn og leysa fyrir næsta leik.“ Eins og bæði leikmenn og þjálfarar þá finnst Sif dómgæslan bæði í þessum leik og í deildinni heilt yfir vera léleg. „Þetta er bara hættulegt, ef þetta væri karlaleikur þá hefði spjald komið upp snemma í fyrri hálfleik sem hefði bara sett línu. Ef þú skoðar tölfræðina yfir spjöld kvenna megin og spjöld karla megin, þá eru karlarnir að fá miklu fleiri spjöld. Það er samt ekkert minni harka, undir lokin á þessum leik, þetta er bara hættulegt fyrir bæði lið því það er engin lína og eitt spjald í svona leik. Það er eitthvað vafasamt við það. Hann flautar ekki í fyrri hálfleik þegar það er verið að taka lappirnar undan fólki. Svo allt í einu á síðustu 10 mínútunum þá ætlaru að fara dæma. Það er engin lína í leiknum og spjöldin eru þarna. Þú verður að flauta til að gefa aukaspyrnuna. Fyrir hvert flaut tikkar það inn í kladdann, eftir þrjú gróf brot eða þrjú brot þá er þetta spjald. Þetta bara setur ákveðna línu fyrir leikmenn. Það er verið að tala um að vernda leikmenn, bæði lið eru bara að spila langt yfir einhverri línu. Þetta er eitthvað sem dómararnir verða að fara taka inn okkar megin. Það er ekki bara hægt að sleppa einhverjum brotum bara afþví bara. Það verður að fara gera eitthvað í þessu, það er allt í lagi að spjalda í kvennaleik. Nenniði að kíkja á tölfræðina, þetta spjaldadæmi er bara eitthvað djók.“ Sjálf segist Sif ekki vera með svarið hvers vegna dómgæslan sé svona léleg. Hún segist hinsvegar vera til í að ræða málin við dómarana. „Ég væri alveg til í að setjast niður með dómurum og ræða þetta því ég er ekkert einhver ungur kjúklingur, ég er búin að spila ansi marga leiki og ég er alveg til í að ræða þetta við þá, en það er bara alltaf sama svarið. Ég sá þetta ekki, eða eitthvað svoleiðis. Ég veit að þeir eru að gera sitt besta og allt það en það eru góðir dómarar hérna. Við þurfum kannski bara að fara hafa aðeins meira eftirlit. Línan verður að fara koma fyrr í leikjunum hjá okkur líka. Þetta er ekkert nýtt. Þetta er sami fótboltaleikur og hjá strákunum. Mér finnst leiðinlegt að taka þetta svona upp. Mér finnst þetta bara verða að koma upp því við erum að æfa hérna 10 sinnum í viku eða eitthvað og við erum að gera okkar allra besta en það er erfitt að fara draga línuna einhverstaðar þar sem það er engin lína dregin fyrir mann heldur.“
Besta deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Leik lokið: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Leik lokið: Þróttur - Selfoss 3-0 | Markaþurrð Selfyssinga heldur áfram Þróttur vann 3-0 sigur á Selfossi í skrítnum leik á Avis vellinum í Laugardal. Strax á 4.mínútu leiksins skoraði Danielle Julia Marcano og bætti við öðru á 38.mínútu. Það var svo Álfhildur Rósa Kjartansdóttir sem rak smiðshöggið á 80.mínútu fyrir Þróttara og þar við sat. 10. ágúst 2022 00:21
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti