Vill gera rekstur Samtakanna '78 fyrirsjáanlegri Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. ágúst 2022 07:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra hyggst beita sér fyrir því að stærri hluti framlaga ríkisins til Samtakanna '78 verði gerður varanlegur - til þess að tryggja fyrirsjáanleika í rekstrinum. Vinna þurfi gegn mismunun með aukinni fræðslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag var rætt við framkvæmdastjóra Samtakanna '78 og fjárframlög ríkisins til samtakanna borin saman við nágrannalönd Íslands. Samtökin fá 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög, nokkuð minna en sambærileg samtök á Norðurlöndunum. Forsætisráðherra segir heildarframlög til samtakanna þó töluvert hærri. „Frá því að ég tók við hér í forsætisráðuneytinu hafa þessi framlög aukist jafnt og þétt. Þau voru ekki nema ríflega sex milljónir þegar núverandi ríkisstjórn tók við 2017. tóðu í fyrra í ríflega 40 milljónum, að vísu er bara hluti af þeim framlögum svokölluð varanleg framlög, og það eru þessar 15 milljónir sem rætt var um í fréttum í gær,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þannig hafi Alþingi veitt 24 milljónum til samtakanna á síðasta ári. Í samtali við fréttastofu sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, að ákallið um meira fjármagn væri til komið svo samtökin gætu þróað rekstur sinn áfram og útvegað þjónustu sem hvergi annars staðar væri að fá. Katrín segir skiljanlegt að Samtökin vilji hafa aukinn fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. „Og það sem ég hyggst núna beita mér fyrir, og hef verið að beita mér fyrir, er að stærri hluti þessara framlaga verði gerður varanlegur.“ Mikilvægt sé að Samtökin '78 standi styrkum fótum, sér í lagi vegna þess bakslags sem orðið hefur í viðhorfi samfélagsins til hinsegin fólks. Mikil framþróun hafi orðið í löggjöf þar að lútandi, en vígðstöðvarnar séu fleiri. „Því við sjáum það að mismununin, hún finnur sér oft leiðir þrátt fyrir að löggjöfin hafi tekið miklum jákvæðum breytingum. Þannig að nú finnst mér verkefnið dálítið snúast um það hvernig við getum breytt menningunni og viðhorfunum. Þar er fræðsla auðvitað eitt af lykilatriðunum.“ Hinsegin Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í fyrradag var rætt við framkvæmdastjóra Samtakanna '78 og fjárframlög ríkisins til samtakanna borin saman við nágrannalönd Íslands. Samtökin fá 15 milljónir á ári í svokölluð varanleg framlög, nokkuð minna en sambærileg samtök á Norðurlöndunum. Forsætisráðherra segir heildarframlög til samtakanna þó töluvert hærri. „Frá því að ég tók við hér í forsætisráðuneytinu hafa þessi framlög aukist jafnt og þétt. Þau voru ekki nema ríflega sex milljónir þegar núverandi ríkisstjórn tók við 2017. tóðu í fyrra í ríflega 40 milljónum, að vísu er bara hluti af þeim framlögum svokölluð varanleg framlög, og það eru þessar 15 milljónir sem rætt var um í fréttum í gær,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þannig hafi Alþingi veitt 24 milljónum til samtakanna á síðasta ári. Í samtali við fréttastofu sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, að ákallið um meira fjármagn væri til komið svo samtökin gætu þróað rekstur sinn áfram og útvegað þjónustu sem hvergi annars staðar væri að fá. Katrín segir skiljanlegt að Samtökin vilji hafa aukinn fyrirsjáanleika í sínum fjármálum. „Og það sem ég hyggst núna beita mér fyrir, og hef verið að beita mér fyrir, er að stærri hluti þessara framlaga verði gerður varanlegur.“ Mikilvægt sé að Samtökin '78 standi styrkum fótum, sér í lagi vegna þess bakslags sem orðið hefur í viðhorfi samfélagsins til hinsegin fólks. Mikil framþróun hafi orðið í löggjöf þar að lútandi, en vígðstöðvarnar séu fleiri. „Því við sjáum það að mismununin, hún finnur sér oft leiðir þrátt fyrir að löggjöfin hafi tekið miklum jákvæðum breytingum. Þannig að nú finnst mér verkefnið dálítið snúast um það hvernig við getum breytt menningunni og viðhorfunum. Þar er fræðsla auðvitað eitt af lykilatriðunum.“
Hinsegin Mannréttindi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira