Þetta kemur fram í textaspá Veðurstofunnar.
Þá verður suðlæg eða breytileg átt 5-13 og allvíða talsverð rigning í fyrramálið, en væta með köflum eftir hádegi á morgun. Þurrt að kalla á Austurlandi seinnipartinn og gengur í suðvestan 10-18 við suðausturströndina.
Veðurhorfur næstu daga
Á þriðjudag:
Suðlæg átt 5-13 m/s og allvíða talsverð rigning um morguninn, en væta með köflum eftir hádegi. Úrkomulítið á Austurlandi seinnipartinn og gengur í suðvestan 10-18 við suðausturströndina. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast austantil.
Á miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt 5-13 og skúrir, en rigning norðvestanlands fram eftir morgni. Suðvestan 8-15 og bjartviðri á suðaustanverðu landinu. Hiti 7 til 16 stig, mildast austanlands. Lægir um kvöldið.
Á fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt 3-10 og skúrir. Hiti 8 til 14 stig.
Á föstudag:
Breytileg átt og rigning, en dregur úr vætu eftir hádegi. Hiti breytist lítið.
Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg eða breytileg átt og væta með köflum, en lengst af þurrt austanlands. Hiti áfram svipaður.