Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði í framlínu Elfsborgar en Hákon Rafn Valdimarsson stóð á milli stanganna.
Hákon kom engum vörnum við þegar Mjallby komst yfir eftir aðeins fimm mínútna leik. Þar var að verki Nígeríumaðurinn Silas Nwankwo. 1-0 stóð í hléi en Sveini var skipt af velli á 77. mínútu.
Komið var þá langt fram í uppbótartíma þegar jöfnunarmarkið kom. Þar var að verki miðjumaðurinn Michael Badoo sem tryggði Elfsborg stig.
Elfsborg er í 10. sæti deildarinnar með 22 stig en Mjallby er tveimur sætum ofar með 27 stig.