Perla og Kristján standa uppi sem sigurvegarar Hjörvar Ólafsson skrifar 7. ágúst 2022 16:30 Kristján Þór og Perla Sól með sigurlaunin í Vestmannaeyjum. Mynd/golfsamband Íslands Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi hefur ákveðið að fella niður lokaumferð mótsins en ekki er hægt að keppa í Vestmannaeyjum vegna veðurs. Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM eru þar af leiðandi Íslandsmeistarar í golfi. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Íslandsmótsins sem Íslandsmeistarar eru krýndir án þess að allir hringir mótsins séu spilaðir. Perla Sól og Kristján Þór voru efst fyrir lokaumferðina en ekki tókst að gera Vestmannaeyjavöll leikfæran eins og vonast var til. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. Öflugir félagsmenn úr Golfklúbbi Vestmannaeyja hafa lagt sig alla fram við að ýta aðkomuvatni af flötum Vestmannaeyjavallar. pic.twitter.com/OXwuTdmdVE— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi 2022 tilkynnti rétt í þessu að lokaumferð mótsins yrði felld niður þar sem að Vestmannaeyjavöllur er óleikfær. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Til hamingju.— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Ólafía Þórunn Kristinsdóttur, úr GR, hafnar í öðru sæti en hún var einu höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól fyrir lokahringinn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, varð svo í þriðja sæti.. Kristján Þór fór fyrstu þrjá hringina á sex höggum undir pari vallarins en Sigurður Bjarki Blumstein og Orri Þórðarson eru jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir pari. Kristófer Karl Karlsson, Böðvar Bragi Pálsson og Birgir Guðjónsson deila svo þriðja sætinu en þeir léku allir á þremur höggum undir pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022 Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. https://t.co/IcTt2GAX9P pic.twitter.com/MM34r8vOPq— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM eru þar af leiðandi Íslandsmeistarar í golfi. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Íslandsmótsins sem Íslandsmeistarar eru krýndir án þess að allir hringir mótsins séu spilaðir. Perla Sól og Kristján Þór voru efst fyrir lokaumferðina en ekki tókst að gera Vestmannaeyjavöll leikfæran eins og vonast var til. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. Öflugir félagsmenn úr Golfklúbbi Vestmannaeyja hafa lagt sig alla fram við að ýta aðkomuvatni af flötum Vestmannaeyjavallar. pic.twitter.com/OXwuTdmdVE— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Mótsstjórn Íslandsmótsins í golfi 2022 tilkynnti rétt í þessu að lokaumferð mótsins yrði felld niður þar sem að Vestmannaeyjavöllur er óleikfær. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Til hamingju.— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022 Ólafía Þórunn Kristinsdóttur, úr GR, hafnar í öðru sæti en hún var einu höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól fyrir lokahringinn. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Golfklúbbnum Keili, varð svo í þriðja sæti.. Kristján Þór fór fyrstu þrjá hringina á sex höggum undir pari vallarins en Sigurður Bjarki Blumstein og Orri Þórðarson eru jafnir í öðru sæti á fjórum höggum undir pari. Kristófer Karl Karlsson, Böðvar Bragi Pálsson og Birgir Guðjónsson deila svo þriðja sætinu en þeir léku allir á þremur höggum undir pari. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022 Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og annar titill Kristjáns Þórs en hann sigraði árið 2008 í Eyjum. https://t.co/IcTt2GAX9P pic.twitter.com/MM34r8vOPq— Golfsamband Íslands (@gsigolf) August 7, 2022
Golf Íslandsmótið í golfi Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira