Þetta er fyrsti deildarleikur Erik ten Hag við stjórnvölinn hjá Manchester United en hollenski knattspyrnustjórinn skammaði Ronaldo fyrir að yfirgefa Old Trafford snemma þegar hann spilaði sinn eina æfingaleik á undirbúningstímabilinu gegn Rayo Vallacano um síðustu helgi.
Cristiano Ronaldo arrives at Old Trafford ahead of Manchester United's clash with Brighton
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 7, 2022
Will he be in the starting line-up? pic.twitter.com/LuuJwxxwtX
Erik ten Hag hefur einnig sagt að Ronaldo sé á eftir öðrum leikmönnum hvað líkamlegt atgervi varðar en svo gæti verið að hann muni samt sem áður stilla portúgalska framherjanum upp í fremstu víglínu þar sem Anthonu Martial er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.