Björgvin Karl sjötti í annarri grein dagsins Valur Páll Eiríksson skrifar 5. ágúst 2022 19:30 Björgvin Karl Guðmundsson. Mynd af Instagram-síðu hans Björgvin Karl Guðmundsson var sjötti að klára aðra grein dagsins á heimsleikunum í CrossFit í Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann er í áttunda sæti í heildarkeppninni. Önnur grein dagsins bar heitið Upp og yfir (e. Up and Over) en í henni fólust þrjár umferðir af margvíslegum æfingum. Þar á meðal voru tólf upphífingar að mjöðm (e. muscle up), 25 stökk yfir kassa, 30 GHD magaæfingar, auk frekari lyftinga og stökkva. Hinn bandaríski Saxon Panchik var með algjöra yfirburði í greininni en hann kom í mark á tímanum tólf mínútum og 40 sekúndum. Landi hans Justin Medeiros var annar á 13 mínútum og níu sekúndum. Björgvin Karl var fyrst skráður fimmti í greininni en því var breytt í sjötta sæti, þar sem tími Noah Ohlsen var upprunalega rangt skráður. Björgvin Karl kom í mark á 13 mínútum og 39,71 sekúndu. Hann er áttundi í heildarkeppninni fyrir lokagrein dagsins. Björgvin er með 446 stig, þremur á undan Ohlsen og Lazar Dukic frá Serbíu. Panchik, sem vann greinina, er með 458 stig í sjötta sæti en Patrick Vellner frá Kanada er sjöundi 455 stig. Það er því ekki langt upp í næstu menn fyrir ofan Björgvin Karl. Ricky Garard frá Ástralíu var þriðji í greininni en hann er langefstur með 655 stig. Næstur er Justin Medeiros frá Bandaríkjunum með 568 stig. Toomey áfram efst - Þuríður fjórtánda Hin ástralska Tia Toomey var með mikla yfirburði í kvennaflokki en hún kláraði greinina á 11:58,92, mínútu á undan Mallory O'Brien frá Bandaríkjunum sem var á 12:58,91. Aðeins tveimur stigum munar á þeim á toppnum í heildarkeppninni. Þá varð Emma Lawson frá Kanada þriðja, Haley Adams frá Bandaríkjunum fjórða og landa hennar Kristi O'Connell varð fimmta, en þær voru allar í sama sæti í heildarkeppninni fyrir greinina, svo sú staða breytist lítið. Þuríður Erla Helgadóttir var fjórtánda fyrir greinina en var átjánda í mark á 15 mínútum og 37,42 sekúndum. Sólveig Sigurðardóttir náði ekki að klára áður en tíminn rann út og er í 36. sæti af 40 keppendum. CrossFit Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira
Önnur grein dagsins bar heitið Upp og yfir (e. Up and Over) en í henni fólust þrjár umferðir af margvíslegum æfingum. Þar á meðal voru tólf upphífingar að mjöðm (e. muscle up), 25 stökk yfir kassa, 30 GHD magaæfingar, auk frekari lyftinga og stökkva. Hinn bandaríski Saxon Panchik var með algjöra yfirburði í greininni en hann kom í mark á tímanum tólf mínútum og 40 sekúndum. Landi hans Justin Medeiros var annar á 13 mínútum og níu sekúndum. Björgvin Karl var fyrst skráður fimmti í greininni en því var breytt í sjötta sæti, þar sem tími Noah Ohlsen var upprunalega rangt skráður. Björgvin Karl kom í mark á 13 mínútum og 39,71 sekúndu. Hann er áttundi í heildarkeppninni fyrir lokagrein dagsins. Björgvin er með 446 stig, þremur á undan Ohlsen og Lazar Dukic frá Serbíu. Panchik, sem vann greinina, er með 458 stig í sjötta sæti en Patrick Vellner frá Kanada er sjöundi 455 stig. Það er því ekki langt upp í næstu menn fyrir ofan Björgvin Karl. Ricky Garard frá Ástralíu var þriðji í greininni en hann er langefstur með 655 stig. Næstur er Justin Medeiros frá Bandaríkjunum með 568 stig. Toomey áfram efst - Þuríður fjórtánda Hin ástralska Tia Toomey var með mikla yfirburði í kvennaflokki en hún kláraði greinina á 11:58,92, mínútu á undan Mallory O'Brien frá Bandaríkjunum sem var á 12:58,91. Aðeins tveimur stigum munar á þeim á toppnum í heildarkeppninni. Þá varð Emma Lawson frá Kanada þriðja, Haley Adams frá Bandaríkjunum fjórða og landa hennar Kristi O'Connell varð fimmta, en þær voru allar í sama sæti í heildarkeppninni fyrir greinina, svo sú staða breytist lítið. Þuríður Erla Helgadóttir var fjórtánda fyrir greinina en var átjánda í mark á 15 mínútum og 37,42 sekúndum. Sólveig Sigurðardóttir náði ekki að klára áður en tíminn rann út og er í 36. sæti af 40 keppendum.
CrossFit Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Sjá meira