Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 6. ágúst 2022 15:15 Mark Goddard/GettyImages 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Fyrir rúmlega ári var Roxönu Ruiz nauðgað inni á hennar eigin heimili. Ofbeldismaðurinn hótaði að drepa hana á meðan hann braut á henni. Hún varði sig og náði að slíta sig lausa. Hún greip skyrtu á hlaupunum og þegar maðurinn náði henni áður en hún komst út úr íbúðinni, tókst henni að kyrkja manninn með skyrtunni. Saksóknari telur að hún hafi varið sig með því að beita óhóflegu ofbeldi og hefur ákært hana fyrir manndráp af gáleysi. Svikin um öll grundvallarréttindi Þegar Roxana var handtekin voru engin sýni tekin af henni og henni var heldur ekki leyft að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni móður sína. Hún sat í fangelsi í 9 mánuði, en þá tókst kvenréttindahópum í Mexíkó af fá hana lausa gegn tryggingu. Hún mátti dúsa í fangaklefa sem var 4x4 metrar, sem hún deildi með 7 öðrum konum og í 9 mánuði svaf hún á hörðu steingólfi með teppi yfir sér. Elsa Arista, talskona eins hópsins segir í samtali við El País að mexíkóskt samfélag sé í grunninn samfélag sem byggi og þrífist á karlrembu. Sé konu nauðgað þá eigi hún að gjöra svo vel og láta það yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust. Þess vegna vilji ákæruvaldið refsa Roxönu fyrir að hafa varið sig. Konur í Mexíkó eru beittar gríðarlegu ofbeldi Mexíkóskar konur líða undir óhemju miklu ofbeldi af hendi karla. Á árinu 2020 var að meðaltali 46 konum nauðgað daglega og 11 konur myrtar á degi hverjum. Það þýðir að kona er myrt að meðaltali á 2ja klukkustunda fresti í Mexíkó. Í 90% tilfella sleppur misindismaðurinn við refsingu. Móðir Roxönu segir að ef hún hefði ekki varið sig gegn nauðgara sínum, þá hefði hún einfaldlega bæst við þann stóra hóp kvenna í Mexíkó sem finnast látnar eftir að hafa verið nauðgað. Á milli steins og sleggju Réttarhöldin yfir Roxönu hefjast eftir rúmar 3 vikur, þann 1. september. Roxana segir í samtali við El País að hún sé hrædd, enda líður henni eins og hún sé á milli steins og sleggju. Verði hún fundið sek, á hún yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi. Verði hún sýknuð, óttast hún að fjölskylda nauðgarans muni reyna að vinna sér mein. Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Fyrir rúmlega ári var Roxönu Ruiz nauðgað inni á hennar eigin heimili. Ofbeldismaðurinn hótaði að drepa hana á meðan hann braut á henni. Hún varði sig og náði að slíta sig lausa. Hún greip skyrtu á hlaupunum og þegar maðurinn náði henni áður en hún komst út úr íbúðinni, tókst henni að kyrkja manninn með skyrtunni. Saksóknari telur að hún hafi varið sig með því að beita óhóflegu ofbeldi og hefur ákært hana fyrir manndráp af gáleysi. Svikin um öll grundvallarréttindi Þegar Roxana var handtekin voru engin sýni tekin af henni og henni var heldur ekki leyft að hafa samband við nokkurn mann, ekki einu sinni móður sína. Hún sat í fangelsi í 9 mánuði, en þá tókst kvenréttindahópum í Mexíkó af fá hana lausa gegn tryggingu. Hún mátti dúsa í fangaklefa sem var 4x4 metrar, sem hún deildi með 7 öðrum konum og í 9 mánuði svaf hún á hörðu steingólfi með teppi yfir sér. Elsa Arista, talskona eins hópsins segir í samtali við El País að mexíkóskt samfélag sé í grunninn samfélag sem byggi og þrífist á karlrembu. Sé konu nauðgað þá eigi hún að gjöra svo vel og láta það yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust. Þess vegna vilji ákæruvaldið refsa Roxönu fyrir að hafa varið sig. Konur í Mexíkó eru beittar gríðarlegu ofbeldi Mexíkóskar konur líða undir óhemju miklu ofbeldi af hendi karla. Á árinu 2020 var að meðaltali 46 konum nauðgað daglega og 11 konur myrtar á degi hverjum. Það þýðir að kona er myrt að meðaltali á 2ja klukkustunda fresti í Mexíkó. Í 90% tilfella sleppur misindismaðurinn við refsingu. Móðir Roxönu segir að ef hún hefði ekki varið sig gegn nauðgara sínum, þá hefði hún einfaldlega bæst við þann stóra hóp kvenna í Mexíkó sem finnast látnar eftir að hafa verið nauðgað. Á milli steins og sleggju Réttarhöldin yfir Roxönu hefjast eftir rúmar 3 vikur, þann 1. september. Roxana segir í samtali við El País að hún sé hrædd, enda líður henni eins og hún sé á milli steins og sleggju. Verði hún fundið sek, á hún yfir höfði sér allt að 7 ára fangelsi. Verði hún sýknuð, óttast hún að fjölskylda nauðgarans muni reyna að vinna sér mein.
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira