Fólkið hans Snorra Baróns gerði góða hluti fyrir framan þinghúsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 16:18 Ricky Garard er að koma til baka eftir tveggja ára bann vegna ólöglegrar lyfjanotkunar. Instagram/@rickygarard Þriðji keppnisdagur er hafinn á heimsleikunum í CrossFit og fyrsta grein dagsins reyndi vel á keppendur. Björgvin Karl Guðmundsson lagaði aðeins stöðu sína. Byrjað var að velta þungum böggum, þá voru hlaupnir 5,6 kílómetrar, keppendur báru síðan þunga sandpoka í báðum höndum tvö hundruð metra áður en þau báru Húsafellshellupokann tvö hundruð metra og upp allar tröppurnar að Þinghúsinu í Madison. Skjólstæðingar Snorra Baróns Jónssonar voru í stuði í þessari grein. Hans menn voru tveir efstir hjá körlunum, þeir Ricky Garard og Roman Khrennikov, og Gabriela Migala vann síðan hjá stelpunum. Með sigri sínum bætti Garard við forystu sína í karlaflokki en stóru fréttirnar eru þær að Tia-Clair Toomey komst á toppinn hjá konunum eftir að hafa náð þriðja sætinu í þessari grein. Toomey var komin alla leið niður í áttunda sæti eftir fyrsta dag en er nú kominn á toppinn þar sem hún hefur verið fimm ár í röð. Greinin reyndi mikið á sem sást kannski best á hinni bandarísku Haley Adams. Adams var í forystunni allan tímann eða þar til kom að því að bera Húsafellshellupokann upp tröppurnar. Þar missti hún fjórar fram úr sér og hafði varla orku eftir til að klára. Mallory O'Brien, sem var efst, endaði níunda í þessari krefjandi grein og Emma Lawson, sú sem var í öðru sæti, endaði ellefta í þessari sjöttu grein heimsleikanna í ár. Toomey er nú með 500 stig eða tveimur meira en O'Brien. Björgvin Karl Guðmundsson varð í áttunda sæti en hann kom í mark rúmum tveimur mínútum á eftir Ricky Garard. Hann byrjaði daginn í þrettánda sæti en er nú kominn upp í áttunda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð í 22. sæti sem er hennar besti árangur í grein á leikunum til þessa og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sæti. Þuríður Erla dettur niður um fjögur sæti á stigalistanum vegna þessa en hún var tíunda eftir gærdaginn. Hún er nú í fjórtánda sæti. Sólveig er í 36. sæti. CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Byrjað var að velta þungum böggum, þá voru hlaupnir 5,6 kílómetrar, keppendur báru síðan þunga sandpoka í báðum höndum tvö hundruð metra áður en þau báru Húsafellshellupokann tvö hundruð metra og upp allar tröppurnar að Þinghúsinu í Madison. Skjólstæðingar Snorra Baróns Jónssonar voru í stuði í þessari grein. Hans menn voru tveir efstir hjá körlunum, þeir Ricky Garard og Roman Khrennikov, og Gabriela Migala vann síðan hjá stelpunum. Með sigri sínum bætti Garard við forystu sína í karlaflokki en stóru fréttirnar eru þær að Tia-Clair Toomey komst á toppinn hjá konunum eftir að hafa náð þriðja sætinu í þessari grein. Toomey var komin alla leið niður í áttunda sæti eftir fyrsta dag en er nú kominn á toppinn þar sem hún hefur verið fimm ár í röð. Greinin reyndi mikið á sem sást kannski best á hinni bandarísku Haley Adams. Adams var í forystunni allan tímann eða þar til kom að því að bera Húsafellshellupokann upp tröppurnar. Þar missti hún fjórar fram úr sér og hafði varla orku eftir til að klára. Mallory O'Brien, sem var efst, endaði níunda í þessari krefjandi grein og Emma Lawson, sú sem var í öðru sæti, endaði ellefta í þessari sjöttu grein heimsleikanna í ár. Toomey er nú með 500 stig eða tveimur meira en O'Brien. Björgvin Karl Guðmundsson varð í áttunda sæti en hann kom í mark rúmum tveimur mínútum á eftir Ricky Garard. Hann byrjaði daginn í þrettánda sæti en er nú kominn upp í áttunda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð í 22. sæti sem er hennar besti árangur í grein á leikunum til þessa og Þuríður Erla Helgadóttir varð í 25. sæti. Þuríður Erla dettur niður um fjögur sæti á stigalistanum vegna þessa en hún var tíunda eftir gærdaginn. Hún er nú í fjórtánda sæti. Sólveig er í 36. sæti.
CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira