„Þá rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 14:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson vill fyrst og fremst að sínir menn sýni hugrekki og þor í kvöld. Stöð 2 „Það getur enginn beðið eftir þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í aðdraganda stórleiksins við Istanbúl Basaksehir í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Þó að Mesut Özil verði ekki á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld þá eru í liði gestanna gríðarlega góðir leikmenn. Óskar nefndi sérstaklega Lucas Biglia, sem á tæplega 60 leiki með argentínska landsliðinu, og Stefano Okaka sem leikið hefur með ítalska landsliðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. Þó að andstæðingurinn sé afar sterkur þá vill Óskar ekki að sínir menn leggist í vörn í kvöld og hverfi þannig frá sínum hefðbundna, skemmtilega og orkumikla leik. „Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar fyrir einvígið við Istanbúl Basaksehir Frammistaðan mikilvægari en að vinna „Það er alveg ljóst að leikmenn Istanbúl eru góðir í fótbolta og vilja heldur vera með boltann en án hans. Við þurfum því að passa okkur á að halda í hann. Aðallega finnst mér þetta snúast um að við séum trúir sjálfum okkur – verðum ekki litlir í okkur og hræddir og látum stærð viðburðarins eða styrkleika andstæðingana slá okkur út af laginu. Heldur frekar að þetta verði til þess að valdefla eða styrkja okkur, svo við verðum besta útgáfan af sjálfum okkur. Mér finnst frammistaðan mikilvægari en hvort við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Að ef við töpum þá föllum við á eigin sverð en verðum ekki eftirlíking af einhverjum öðrum,“ sagði Óskar eftir blaðamannafund í gær. Þurfa að þora að senda sendingar sem gætu misheppnast „Við ætlum að mæta þeim hátt og pressa þá grimmt. Við vitum auðvitað að ef við verðum einu skrefi of seinir þá mjög líklega rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu. Við verðum að þora að stíga upp á þá, og þegar við erum með boltann verðum við að þora að halda í hann. Þora að senda sendingar sem gætu mögulega misheppnast. Það er eina leiðin til að opna þá. Við þurfum að vera fljótir að hugsa, fljótir að gera hlutina, og gera þá hratt og vel. Við eigum möguleika en þeir liggja að stærstum hluta í því að við eigum okkar allra, allra, allra besta leik,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir hefst klukkan 18.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Þó að Mesut Özil verði ekki á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld þá eru í liði gestanna gríðarlega góðir leikmenn. Óskar nefndi sérstaklega Lucas Biglia, sem á tæplega 60 leiki með argentínska landsliðinu, og Stefano Okaka sem leikið hefur með ítalska landsliðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. Þó að andstæðingurinn sé afar sterkur þá vill Óskar ekki að sínir menn leggist í vörn í kvöld og hverfi þannig frá sínum hefðbundna, skemmtilega og orkumikla leik. „Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar fyrir einvígið við Istanbúl Basaksehir Frammistaðan mikilvægari en að vinna „Það er alveg ljóst að leikmenn Istanbúl eru góðir í fótbolta og vilja heldur vera með boltann en án hans. Við þurfum því að passa okkur á að halda í hann. Aðallega finnst mér þetta snúast um að við séum trúir sjálfum okkur – verðum ekki litlir í okkur og hræddir og látum stærð viðburðarins eða styrkleika andstæðingana slá okkur út af laginu. Heldur frekar að þetta verði til þess að valdefla eða styrkja okkur, svo við verðum besta útgáfan af sjálfum okkur. Mér finnst frammistaðan mikilvægari en hvort við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Að ef við töpum þá föllum við á eigin sverð en verðum ekki eftirlíking af einhverjum öðrum,“ sagði Óskar eftir blaðamannafund í gær. Þurfa að þora að senda sendingar sem gætu misheppnast „Við ætlum að mæta þeim hátt og pressa þá grimmt. Við vitum auðvitað að ef við verðum einu skrefi of seinir þá mjög líklega rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu. Við verðum að þora að stíga upp á þá, og þegar við erum með boltann verðum við að þora að halda í hann. Þora að senda sendingar sem gætu mögulega misheppnast. Það er eina leiðin til að opna þá. Við þurfum að vera fljótir að hugsa, fljótir að gera hlutina, og gera þá hratt og vel. Við eigum möguleika en þeir liggja að stærstum hluta í því að við eigum okkar allra, allra, allra besta leik,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir hefst klukkan 18.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti