„Líst eiginlega alltof vel á þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 10:00 Arnar Gunnlaugsson vill sjá hugað Víkingslið gegn Lech Poznan í kvöld. vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir að sínir menn verði að vera hugrakkir í leikjunum gegn Lech Poznan, sérstaklega í viðureign liðanna í kvöld. Þrátt fyrir mikið álag undanfarnar vikur segir hann þreytu ekki þjá Víkinga. „Mér líst eiginlega alltof vel á þetta. Þetta er hrikalega spennandi fyrir okkur. Við höfum stigið upp í Evrópuleikjunum í sumar og vaxið sem lið. Þetta verður erfitt verkefni og við erum klárlega lítilmagninn í þessu einvígi,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í gær. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og tapað báðum leikjum sínum í pólsku úrvalsdeildinni. Liðið kemur því haltrandi til leiks, líkt og Malmö þegar sænsku meistararnir mættu Víkingi í síðasta mánuði. Mögulega hittum við á þá á réttum tíma „Það eru líkindi milli Lech Poznan og Malmö. Þetta eru bæði mjög stór lið sem hafa átt í erfiðleikum í sínum deildum. Og þegar þú átt í erfiðleikum hefur það áhrif á sjálfstraustið, sama hvort þú ert miðlungsgaur eða stórkostlegur í fótbolta. Þeir hafa ekki byrjað tímabilið vel og mögulega hittum við þá á réttum tíma. Það er góður taktur í okkur og ég held við getum gert þeim skráveifu.“ Arnar leggur áherslu á að Víkingar þori að spila sinn fótbolta í leikjunum tveimur sem framundan eru. Hugsa um allar 180 mínúturnar „Klárlega. Þetta eru allavega 180 mínútur og þú mátt ekki hugsa bara um leikinn á morgun [í dag] og vonast eftir einhverju. Þú verður að hugsa fyrir allar 180 mínúturnar, hvernig ætlarðu að eiga möguleika að slá þá út sem er markmiðið,“ sagði Arnar. „Ég held mögulega að leiðin gæti verið að spila af fullum krafti á morgun [í dag] og reyna að vinna, eða allavega fara með góð úrslit til Póllands því ef við erum ekki barnalegir þarftu mögulega að verjast meira þá.“ Leikurinn í kvöld er sjöundi Evrópuleikur Víkings í sumar. Auk þess standa Víkingar í ströngu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa því að halda nokkrum boltum á lofti í einu en Arnari dettur ekki í hug að kvarta yfir álagi. Þreyta, smeyta „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem detta út og þeir eru bara mjög óheppnir. En ég hef aldrei kvartað yfir meiðslum í minni stjóratíð. Það þýðir voða lítið að tala um að þú sért með stóran og góðan hóp og fara svo að skæla við fyrstu meiðsli. Það kemur bara maður í manns stað og þeir verða mögulega enn hungraðri til að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim fullkomlega,“ sagði Arnar. „Þreyta, smeyta. Á þessu getustigi, þegar þú er kominn svona langt, á adrenalínið og tilhlökkunin að fara með þig nokkuð langt.“ Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
„Mér líst eiginlega alltof vel á þetta. Þetta er hrikalega spennandi fyrir okkur. Við höfum stigið upp í Evrópuleikjunum í sumar og vaxið sem lið. Þetta verður erfitt verkefni og við erum klárlega lítilmagninn í þessu einvígi,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í gær. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur ekki byrjað þetta tímabil vel og tapað báðum leikjum sínum í pólsku úrvalsdeildinni. Liðið kemur því haltrandi til leiks, líkt og Malmö þegar sænsku meistararnir mættu Víkingi í síðasta mánuði. Mögulega hittum við á þá á réttum tíma „Það eru líkindi milli Lech Poznan og Malmö. Þetta eru bæði mjög stór lið sem hafa átt í erfiðleikum í sínum deildum. Og þegar þú átt í erfiðleikum hefur það áhrif á sjálfstraustið, sama hvort þú ert miðlungsgaur eða stórkostlegur í fótbolta. Þeir hafa ekki byrjað tímabilið vel og mögulega hittum við þá á réttum tíma. Það er góður taktur í okkur og ég held við getum gert þeim skráveifu.“ Arnar leggur áherslu á að Víkingar þori að spila sinn fótbolta í leikjunum tveimur sem framundan eru. Hugsa um allar 180 mínúturnar „Klárlega. Þetta eru allavega 180 mínútur og þú mátt ekki hugsa bara um leikinn á morgun [í dag] og vonast eftir einhverju. Þú verður að hugsa fyrir allar 180 mínúturnar, hvernig ætlarðu að eiga möguleika að slá þá út sem er markmiðið,“ sagði Arnar. „Ég held mögulega að leiðin gæti verið að spila af fullum krafti á morgun [í dag] og reyna að vinna, eða allavega fara með góð úrslit til Póllands því ef við erum ekki barnalegir þarftu mögulega að verjast meira þá.“ Leikurinn í kvöld er sjöundi Evrópuleikur Víkings í sumar. Auk þess standa Víkingar í ströngu í Bestu deildinni og Mjólkurbikarnum. Íslands- og bikarmeistararnir þurfa því að halda nokkrum boltum á lofti í einu en Arnari dettur ekki í hug að kvarta yfir álagi. Þreyta, smeyta „Auðvitað eru alltaf einhverjir sem detta út og þeir eru bara mjög óheppnir. En ég hef aldrei kvartað yfir meiðslum í minni stjóratíð. Það þýðir voða lítið að tala um að þú sért með stóran og góðan hóp og fara svo að skæla við fyrstu meiðsli. Það kemur bara maður í manns stað og þeir verða mögulega enn hungraðri til að sýna sig og sanna. Við erum með góðan hóp og ég treysti þeim fullkomlega,“ sagði Arnar. „Þreyta, smeyta. Á þessu getustigi, þegar þú er kominn svona langt, á adrenalínið og tilhlökkunin að fara með þig nokkuð langt.“ Leikur Víkings og Lech Poznan hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Sjá meira
„Elskaði að spila á móti Lech Poznan“ Pablo Punyed á góðar minningar frá leikjum gegn Lech Poznan en hann var í liði Stjörnunnar sem sló pólska stórliðið út í forkeppni Evrópudeildarinnar 2014. 3. ágúst 2022 17:00