Ólga vegna nýrrar tónlistar Beyoncé Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. ágúst 2022 14:30 F.h. Kelis, Beyoncé og Monica Lewinsky. Getty Beyoncé gaf út plötuna „Renaissance“ nú á dögunum en ekki hafa allir verið sáttir við lög plötunnar. Beyonce hefur neyðst til þess að breyta tveimur lögum á nýju plötunni og hefur Monica Lewinsky nú blandað sér í málið. Söngkonan Kelis sakaði Beyoncé um að hafa notað bút úr lagi sínu, „Milkshake“ án hennar leyfis í laginu „Energy“ á nýju plötunni. Kelis var ekki par sátt og gekk svo langt að kalla verknaðinn þjófnað. Kelis tjáði sig um málið á Instagramreikningi sínum þar sem hún segir málið snúast um „almenna kurteisi“ og segir Beyoncé sýna henni vanvirðingu með þessu. @jarredjermaine This is the sample (interpolation) in Beyonce Energy off her album Renaissance that uses Kelis Milkshake produced by Pharrell Williams & Chad Hugo. It isn t from her song Get Along With You like the internet keeps saying #beyonce #energy #renaissance #kelis #milkshake #getalongwithyou #music #sample #samples #sampled ENERGY (feat. Beam) - Beyoncé Það var þó ekki aðeins lagið „Energy“ sem hlaut mikla gagnrýni heldur einnig lagið „Heated.“ Í laginu kemur orðið „spaz“ fyrir en orðið er sagt ala á fordómum gagnvart fólki með fatlanir og vera niðrandi. Beyoncé hefur lýst því yfir að hún muni fjarlægja orðið úr texta lagsins en þegar þessi frétt er skrifuð má enn heyra upprunalega textann á Spotify. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem notkun á orðinu er rædd en fyrr á árinu notaði söngkonan Lizzo orðið í lagi sínu „Grrrls.“ Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti söngkonan textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Á meðan ofangreindri umræðu hefur staðið ákvað Monica Lewinsky að tjá sig en hún spurði óbeint hvort það mætti nú ekki fjarlægja nafn hennar úr gömlu lagi Beyoncé, „Partition“ frá árinu 2014. Hún hefur áður tjáð sig um textabút lagsins. Hér að neðan má hlusta á lagið sem Monica á við, „Partition“ auk nýju plötu Beyoncé, „Renaissance“ í heild sinni. Bandaríkin Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Söngkonan Kelis sakaði Beyoncé um að hafa notað bút úr lagi sínu, „Milkshake“ án hennar leyfis í laginu „Energy“ á nýju plötunni. Kelis var ekki par sátt og gekk svo langt að kalla verknaðinn þjófnað. Kelis tjáði sig um málið á Instagramreikningi sínum þar sem hún segir málið snúast um „almenna kurteisi“ og segir Beyoncé sýna henni vanvirðingu með þessu. @jarredjermaine This is the sample (interpolation) in Beyonce Energy off her album Renaissance that uses Kelis Milkshake produced by Pharrell Williams & Chad Hugo. It isn t from her song Get Along With You like the internet keeps saying #beyonce #energy #renaissance #kelis #milkshake #getalongwithyou #music #sample #samples #sampled ENERGY (feat. Beam) - Beyoncé Það var þó ekki aðeins lagið „Energy“ sem hlaut mikla gagnrýni heldur einnig lagið „Heated.“ Í laginu kemur orðið „spaz“ fyrir en orðið er sagt ala á fordómum gagnvart fólki með fatlanir og vera niðrandi. Beyoncé hefur lýst því yfir að hún muni fjarlægja orðið úr texta lagsins en þegar þessi frétt er skrifuð má enn heyra upprunalega textann á Spotify. Þetta er ekki í fyrsta skipti á þessu ári sem notkun á orðinu er rædd en fyrr á árinu notaði söngkonan Lizzo orðið í lagi sínu „Grrrls.“ Eftir mikla gagnrýni frá aðdáendum sendi Lizzo frá sér afsökunarbeiðni og ítrekaði að hún vildi aldrei tala á niðrandi hátt til fólks þar sem hún hefði oft lent í því sjálf. Í kjölfar afsökunarbeiðninnar breytti söngkonan textanum og var henni hrósað fyrir að hlusta á aðdáendur sína. Á meðan ofangreindri umræðu hefur staðið ákvað Monica Lewinsky að tjá sig en hún spurði óbeint hvort það mætti nú ekki fjarlægja nafn hennar úr gömlu lagi Beyoncé, „Partition“ frá árinu 2014. Hún hefur áður tjáð sig um textabút lagsins. Hér að neðan má hlusta á lagið sem Monica á við, „Partition“ auk nýju plötu Beyoncé, „Renaissance“ í heild sinni.
Bandaríkin Tónlist Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira