Henderson segir meðferð United á sér „glæpsamlega“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. ágúst 2022 23:15 Dean Henderson er ósáttur við meðferðina sem hann fékk hjá United. James Gill - Danehouse/Getty Images Markvörðurinn Dean Henderson fer ekki fögrum orðum um félag sitt, Manchester United. Hann gekk til liðs við nýliða Nottingham Forest á láni fyrr í sumar og segir meðferð United á sér glæpsamlega. Fyrir seinasta tímabil fékk Henderson þær fréttir að hann yrði aðalmarkvörður United. Hann fékk þó nánast engan spiltíma eftir að hafa misst af EM vegna meiðsla, ásamt því að greinast með kórónuveiruna í upphafi tímabils. Hann segist hafa verið algjörlega brjálaður yfir því að hafa ekki fengið meiri spiltíma og að hann hafi ekki rætt við nýráðinn stjóra United, Erik ten Hag eftir komu hans til liðsins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hafa þetta líklega verið erfiðustu tólf mánuðir ferilsins,“ sagði Henderson. „Þetta var pirrandi af því að ég hafnaði svo mörgum góðum lánssamningum síðasta sumar af þessari ástæðu, en þeir vildu ekki leyfa mér að fara.“ Dean Henderson has criticised Manchester United for not following through on their promise to make him their “number one goalkeeper” for the 2021-22 season, adding: “To sit there and waste 12 months is criminal really, at my age. I was fuming.”#MUFC pic.twitter.com/I2xajAn1H8— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 2, 2022 Henderson varð aðalmarkvörður United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær seinni hluta tímabilsins 2020/2021. Hann var þó ekki valinn í byrjunarliðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villareal. Eftir að hafa misst af fyrstu leikjum seinasta tímabils vegna kórónuveirusmitsins fékk Henderson svo aðeins þrjá byrjunarliðsleiki allt seinasta tímabil undir stjórn Solskjær og síðar bráðabirgðastjórans Ralf Rangnick. „Samtalið sem ég átti eftir EM var alltaf þannig að ég væri að koma aftur hingað til að vera númer eitt. Ég fékk Covid og kom til baka þannig ég hefði enn átt að vera númer eitt, en það fylgdi enginn þessu samtali eftir.“ „Það að sitja þarna í 12 mánuði á mínum aldri er í raun glæpsamlegt. Ég var brjálaður. Ég sagði yfirmönnunum að ég þyrfti að vera að spila fótbolta og bað þá um að leyfa mér að fara. Ég var næstum farinn áður en þjálfarinn [Erik ten Hag] gekk inn um dyrnar. Ég hef ekki talað við hann síðan hann kom,“ sagði Henderson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Joshua kjálkabraut Paul Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Fyrir seinasta tímabil fékk Henderson þær fréttir að hann yrði aðalmarkvörður United. Hann fékk þó nánast engan spiltíma eftir að hafa misst af EM vegna meiðsla, ásamt því að greinast með kórónuveiruna í upphafi tímabils. Hann segist hafa verið algjörlega brjálaður yfir því að hafa ekki fengið meiri spiltíma og að hann hafi ekki rætt við nýráðinn stjóra United, Erik ten Hag eftir komu hans til liðsins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hafa þetta líklega verið erfiðustu tólf mánuðir ferilsins,“ sagði Henderson. „Þetta var pirrandi af því að ég hafnaði svo mörgum góðum lánssamningum síðasta sumar af þessari ástæðu, en þeir vildu ekki leyfa mér að fara.“ Dean Henderson has criticised Manchester United for not following through on their promise to make him their “number one goalkeeper” for the 2021-22 season, adding: “To sit there and waste 12 months is criminal really, at my age. I was fuming.”#MUFC pic.twitter.com/I2xajAn1H8— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 2, 2022 Henderson varð aðalmarkvörður United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær seinni hluta tímabilsins 2020/2021. Hann var þó ekki valinn í byrjunarliðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villareal. Eftir að hafa misst af fyrstu leikjum seinasta tímabils vegna kórónuveirusmitsins fékk Henderson svo aðeins þrjá byrjunarliðsleiki allt seinasta tímabil undir stjórn Solskjær og síðar bráðabirgðastjórans Ralf Rangnick. „Samtalið sem ég átti eftir EM var alltaf þannig að ég væri að koma aftur hingað til að vera númer eitt. Ég fékk Covid og kom til baka þannig ég hefði enn átt að vera númer eitt, en það fylgdi enginn þessu samtali eftir.“ „Það að sitja þarna í 12 mánuði á mínum aldri er í raun glæpsamlegt. Ég var brjálaður. Ég sagði yfirmönnunum að ég þyrfti að vera að spila fótbolta og bað þá um að leyfa mér að fara. Ég var næstum farinn áður en þjálfarinn [Erik ten Hag] gekk inn um dyrnar. Ég hef ekki talað við hann síðan hann kom,“ sagði Henderson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Joshua kjálkabraut Paul Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira