Skýringin á þessu er einfaldlega sú að eftir sumarfrí upplifir mjög margt starfsfólk þunglyndi. Sem á ensku er kallað „post vacation blues“„post vacation depression,“ eða „post vacation syndrome.“
Í vinnu eru dæmigerð einkenni hjá starfsfólki sem upplifir þunglyndi eftir sumarfrí skortur á einbeitingu, eirðarleysi, að finnast erfitt að sitja kyrr, óskilgreind ónota- eða óþægindatilfinning eða að fólk verður pirrað í skapi.
Sumir ná sér í gang á nokkrum dögum.
Aðrir fara að kvíða fyrir að mæta til vinnu nokkrum dögum áður en sumarfríi lýkur.
Þannig að auðvitað er þetta alls konar eins og svo margt annað.
Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað okkur að milda áhrifin eða að yfirstíga þetta tímabil fyrr en ella.
#1. Að komast aftur í rútínu
Því fyrr sem við náum rútínunni okkar aftur í jafnvægi, því fyrr tekst okkur að yfirstíga þunglyndið eða leiðan sem við erum að upplifa fyrstu vinnudagana.
Að koma svefninum í rútínu er lykilatriði en eins litlir hlutir eins og að koma reglu á mataræðið (sem oft fer aðeins úr skorðum í sumarfríum) og drekka nóg af vatni.
#2: Að ætla sér mikið of hratt er ekki málið
Að klára sumarfríið, vakna eldsnemma og búast við að við verðum algjörlega söm til vinnu strax á fyrsta degi, er ekki málið,
Því það að hrista þunglyndið af sér eða láta eins og það sé ekki til staðar, er alls ekki rétta leiðin til að yfirstíga það.
Betra er að leyfa þessari líðan að koma fram og gefa sjálfum sér svigrúm til að vinna úr því. Þess vegna getur verið gott að skipuleggja verkefnaskil, fundi, yfirvinnu og fleira á þann hátt að það fari ekki algjörlega allt á fullt, strax og við mætum aftur til vinnu.
#3: Mildunaraðgerðir
Þeir sem eru enn í fríi, geta líka spornað við þunglyndinu með því að undirbúa sig undir sumarfrís-lokin áður en fríinu lýkur.
Til dæmis með því að byrja að aðlagast daglega lífinu okkar aftur í smá skömmtum. Eitt ráð gæti verið að stilla klukkuna á morgnana, þótt við séum ekkert endilega að vakna eldsnemma. Eða kíkja aftur í ræktina einu sinni til tvisvar áður en fríinu lýkur, ef ræktin er hluti af daglegu rútínunni okkar.
Að koma máltíðum á rétt ról er líka gott ráð.
#4. Að dreifa frídögunum
Enn einn ráðið er að dreifa sumarfrísdögunum og eiga eitthvað af þeim inni til að nota á haustin eða veturna.
Því það að vita af fríi framundan getur spornað við því að við séum að upplifa þetta þunglyndi, leiða eða depurð.
#5. Jákvætt hugarfar
Loks er það jákvæðnin. Hún kemur okkur svo ótrúlega langt og hjálpar í einu og öllu. Að stilla okkur fyrirfram inn á jákvætt hugarfar, þótt það kalli á smá átak, er því þess virði.
Því betur sem okkur tekst til, því betur mun okkur líða.
Það sem getur hjálpað er til dæmis að láta okkur hlakka til að hitta vinnufélagana okkar eða að hlakka til þegar skólarnir byrja á ný og notalega rútína heimilisins og fjölskyldu er komin í fastar skorður á ný.