Hjólað og hlaupið á fyrsta degi heimsleikanna í CrossFit: Þetta vitum við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 12:00 CrossFit Reykjavík er með öflugt lið á mótinu en fyrirliði þess er Anníe Mist Þórisdóttir. Instagram/@crossfitgames Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun en Ísland á sem fyrr flotta fulltrúa í heimsmeistarakeppni CrossFit íþróttarinnar. Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka þátt í einstaklingskeppninni og lið CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur í fararbroddi keppir í liðakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir keppa síðan í unglingakeppninni. Eins og venjan er þá er ekki vitað hvernig margar greinarnar verða en CrossFit samtökin eru þó farin að gefa eitthvað upp um nokkrar greinar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú veit íþróttafólkið þannig hvernig fyrsti dagurinn verður en keppni hefst á morgun miðvikudag. Það verður síðan frí á fimmtudaginn sem er kannski eins gott enda mun reyna mikið fætur keppenda á degi eitt. Það verður mikið hjólað og hlaupið á degi eitt og þá er ljóst að sundið bíður keppenda á laugardaginn. Keppni föstudagsins mun meðal annars fara fram í miðri borginni því samtökin hafa fengið leyfi frá borgaryfirvöldum Madison að keppa um götur bæjarins. Fyrsta greinin verður hjólagrein en í viðbót munu keppendur gera þekktar CrossFit æfingar, fyrst að fara 75 sinnum með tær upp í slá og svo með því að hífa sig 75 sinnum upp í slá. Keppendur byrja á að fara með 75 sinnum með tær í slá, hjóla síðan átta kílómetra, hífa sig 75 sinnum upp í slá og enda síðan á að hjóla aðra átta kílómetra. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Önnur greinin er tvískipt, kölluð 2A og 2B. Á fyrstu tveimur mínútum eiga keppendur að hlaupa 400 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á næstu þremur mínútum eiga þeir að hlaupa 600 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á síðustu fjórum mínútum eiga keppendur síðan að hlaupa 800 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Karlarnir lyfta 136 kílóum en konurnar 90 kílóum. Í 2A fá keppendur stig eftir því hversu fljótir þeir að klára öll þrjú hlaupin til samans en í 2B fá keppendur stig eftir því hversu margar endurtekningar af axlarlyftum þeir ná. Hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem er þegar vitað um keppni heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan er nánari útskýring á fyrstu tveimur greinunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka þátt í einstaklingskeppninni og lið CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur í fararbroddi keppir í liðakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir keppa síðan í unglingakeppninni. Eins og venjan er þá er ekki vitað hvernig margar greinarnar verða en CrossFit samtökin eru þó farin að gefa eitthvað upp um nokkrar greinar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú veit íþróttafólkið þannig hvernig fyrsti dagurinn verður en keppni hefst á morgun miðvikudag. Það verður síðan frí á fimmtudaginn sem er kannski eins gott enda mun reyna mikið fætur keppenda á degi eitt. Það verður mikið hjólað og hlaupið á degi eitt og þá er ljóst að sundið bíður keppenda á laugardaginn. Keppni föstudagsins mun meðal annars fara fram í miðri borginni því samtökin hafa fengið leyfi frá borgaryfirvöldum Madison að keppa um götur bæjarins. Fyrsta greinin verður hjólagrein en í viðbót munu keppendur gera þekktar CrossFit æfingar, fyrst að fara 75 sinnum með tær upp í slá og svo með því að hífa sig 75 sinnum upp í slá. Keppendur byrja á að fara með 75 sinnum með tær í slá, hjóla síðan átta kílómetra, hífa sig 75 sinnum upp í slá og enda síðan á að hjóla aðra átta kílómetra. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Önnur greinin er tvískipt, kölluð 2A og 2B. Á fyrstu tveimur mínútum eiga keppendur að hlaupa 400 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á næstu þremur mínútum eiga þeir að hlaupa 600 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á síðustu fjórum mínútum eiga keppendur síðan að hlaupa 800 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Karlarnir lyfta 136 kílóum en konurnar 90 kílóum. Í 2A fá keppendur stig eftir því hversu fljótir þeir að klára öll þrjú hlaupin til samans en í 2B fá keppendur stig eftir því hversu margar endurtekningar af axlarlyftum þeir ná. Hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem er þegar vitað um keppni heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan er nánari útskýring á fyrstu tveimur greinunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjá meira