Segjast hafa fundið út hvað sé í vatninu á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 08:30 Þuríður Erla Helgadóttir með Unbroken RTR brúsann sinn. Instagram/@thurihelgadottir Oft hefur fólk í CrossFit heiminum velt því fyrir sér hvað sé eiginlega í vatninu á Íslandi því hvernig gæti svona lítil þjóð annars skilað frá sér öllu þessu frábæra heimsklassa fólki inn í CrossFit íþróttina. Nú segist fólkið á Morning Chalk Up hafa fundið svarið. 350 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi hefur eignast fjóra heimsmeistara í CrossFit og margoft átt fólk á verðlaunapalli. Það er því ekkert skrýtið við það að CrossFit sérfræðingar og annað áhugafólk um íþróttina leiti reyni að leita uppi skýringa á „fyrirbærinu“. Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppt á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár en oftar en ekki verið í skugganum af heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú er Þuríður Erla aftur á móti sú íslenska kona sem náði bestum árangri í undanúrslitunum og er því vonarstjarna Íslands í ár. Þuríður Erla varð í þriðja sæti á Strength in Depth undanúrslitamótinu í London og er því mætt á sína sjöundu heimsleika sem hefjast á morgun. Í viðtali við CrossFit vefinn Morning Chalk Up ræðir Þuríður Erla hvað hún og fleiri íslenskir CrossFit íþróttamenn setja í vatnið sitt. Þar kemur í ljós að það sé Unbroken tafla sem hjálpi við endurheimt. Unbroken taflan fær mjög góða dóma hjá íslenska CrossFit fólkinu en hún er gerð úr norskum laxi og er með sítrónubragði. Þuríður Erla segir frá því af hverju hún tekur Unbroken töfluna og hvernig það skilaði sér í hennar dæmi. Hún hafði verið að taka Unbroken í tvö ár en eftir góð ráð frá fólkinu á bak við Unbroken þá breytti hún því hvernig hún taki töflunnar. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) „Í maí breytti ég því hvernig ég tek inn Unbroken eftir að hafa fengið betri upplýsingar frá Unbroken teyminu. Ég byrjaði að taka eina á morgnana, tvær eða þrjá yfir daginn og svo eina áður en ég fór að sofa. Ég náði loksins þremur grænum endurheimtardögum í röð á Whoop appinu mínu,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir í viðtalinu. „Það var eina breytingin sem ég gerði. Næringin, teygjur og svefnvenjur voru stöðugar miðað við vikuna á undan. Ég finn fyrir minni eymslum og betri líðan,“ sagði Þuríður Erla. Það er einnig sagt frá því í greininni að fjöldi íþróttafólks á Íslandi neyti Unbroken töflunnar, ekki bara CrossFit fólk heldur einnig fólk í handbolta- og fótboltalandsliðinu sem og hjólreiðafólk og hlauparar. Aðalmarkmiðshópurinn er þó CrossFit fólk. CrossFit Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
350 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi hefur eignast fjóra heimsmeistara í CrossFit og margoft átt fólk á verðlaunapalli. Það er því ekkert skrýtið við það að CrossFit sérfræðingar og annað áhugafólk um íþróttina leiti reyni að leita uppi skýringa á „fyrirbærinu“. Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppt á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár en oftar en ekki verið í skugganum af heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú er Þuríður Erla aftur á móti sú íslenska kona sem náði bestum árangri í undanúrslitunum og er því vonarstjarna Íslands í ár. Þuríður Erla varð í þriðja sæti á Strength in Depth undanúrslitamótinu í London og er því mætt á sína sjöundu heimsleika sem hefjast á morgun. Í viðtali við CrossFit vefinn Morning Chalk Up ræðir Þuríður Erla hvað hún og fleiri íslenskir CrossFit íþróttamenn setja í vatnið sitt. Þar kemur í ljós að það sé Unbroken tafla sem hjálpi við endurheimt. Unbroken taflan fær mjög góða dóma hjá íslenska CrossFit fólkinu en hún er gerð úr norskum laxi og er með sítrónubragði. Þuríður Erla segir frá því af hverju hún tekur Unbroken töfluna og hvernig það skilaði sér í hennar dæmi. Hún hafði verið að taka Unbroken í tvö ár en eftir góð ráð frá fólkinu á bak við Unbroken þá breytti hún því hvernig hún taki töflunnar. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) „Í maí breytti ég því hvernig ég tek inn Unbroken eftir að hafa fengið betri upplýsingar frá Unbroken teyminu. Ég byrjaði að taka eina á morgnana, tvær eða þrjá yfir daginn og svo eina áður en ég fór að sofa. Ég náði loksins þremur grænum endurheimtardögum í röð á Whoop appinu mínu,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir í viðtalinu. „Það var eina breytingin sem ég gerði. Næringin, teygjur og svefnvenjur voru stöðugar miðað við vikuna á undan. Ég finn fyrir minni eymslum og betri líðan,“ sagði Þuríður Erla. Það er einnig sagt frá því í greininni að fjöldi íþróttafólks á Íslandi neyti Unbroken töflunnar, ekki bara CrossFit fólk heldur einnig fólk í handbolta- og fótboltalandsliðinu sem og hjólreiðafólk og hlauparar. Aðalmarkmiðshópurinn er þó CrossFit fólk.
CrossFit Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira