Boðnar mörg hundruð þúsund krónur fyrir lengsta skegg á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2022 22:20 Skeggið mælt á Guðmundi Júlíusi Þórðarsyni. Arnar Halldórsson Við höldum að hann eigi lengsta skegg á Íslandi, húsasmiðurinn fyrrverandi sem býr í Gaulverjabænum við ósa Þjórsár. Kristján Már Unnarsson tók sig til og mældi skeggið en það er svo langt að það er búið að bjóða eigandanum mörg hundruð þúsund krónur fyrir það. Í fréttum Stöðvar 2 hittum við hjónin Guðmund Júlíus Þórðarson og Hrefnu Sóleyju Kjartansdóttur en þau búa á Arabæjarhjáleigu í Flóa. Fullyrt er að Guðmundur hafi lengsta skegg á Íslandi. „Hann vefur þessu um hálsinn og fær svo svima,“ segir eiginkonan Hrefna Sóley og virðist ekki hrifin af þessu langa skeggi bóndans. „Æ, mér leiðist það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst það bara ljótt,“ útskýrir hún og allir skella upp úr. Þessu ráði hann þó alveg sjálfur. „Eitt af því fáa sem maður ræður sjálfur,“ segir Guðmundur glettinn. Eiginkonan Hrefna Sóley Kjartansdóttir segir að Guðmundur fái svima þegar hann vefji skegginu um hálsinn.Arnar Halldórsson Hann segist hafa safnað skegginu í 22 ár en þessi fyrrum húsasmiður starfaði lengi sem gæslumaður á Sogni í Ölfusi. Og þegar hann dregur skeggið upp úr skyrtunni verðum við rasandi hissa. Og enn meira þegar við sjáum að hann er búinn að vefja því í vöndul um hálsinn. -Hvað nær það langt niður? „Alveg niður á jörð, held ég.“ -Ertu búinn að mæla lengdina á því? „Nei, nú þyrfti að mæla það.“ Við drögum fram málbandið. Meðan Guðmundur heldur í annan endann reynum við að strekkja sem mest á skegginu, þó án þess að meiða hann, til að fá sem nákvæmasta mælingu. Niðurstaðan er að skeggið sé að minnsta kosti 180 sentímetrar á lengd, kannski örlítið lengra en það. Þegar við héldum skeggendanum við málbandið sýndi mæling okkar að skeggið er að minnsta kosti 180 sentímetra langt.Arnar Halldórsson Hann segist þó ekkert vera farinn að spá í að raka það af. -Þú býður það ekki bara hæstbjóðanda að kaupa það af þér? „Ja, það er nú eiginlega boðið í það, jú.“ -Ertu búinn að fá boð? „Já.“ -Og hvað er það hátt? „330 þúsund. Og hann hækkar það ef einhver býður betur. Þá verður hækkað,“ segir Guðmundur Júlíus. „Ókei, ég býð 350 þúsund,“ segir þá Telma Tómasson fréttaþulur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Flóahreppur Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 hittum við hjónin Guðmund Júlíus Þórðarson og Hrefnu Sóleyju Kjartansdóttur en þau búa á Arabæjarhjáleigu í Flóa. Fullyrt er að Guðmundur hafi lengsta skegg á Íslandi. „Hann vefur þessu um hálsinn og fær svo svima,“ segir eiginkonan Hrefna Sóley og virðist ekki hrifin af þessu langa skeggi bóndans. „Æ, mér leiðist það,“ segir hún og hlær. „Mér finnst það bara ljótt,“ útskýrir hún og allir skella upp úr. Þessu ráði hann þó alveg sjálfur. „Eitt af því fáa sem maður ræður sjálfur,“ segir Guðmundur glettinn. Eiginkonan Hrefna Sóley Kjartansdóttir segir að Guðmundur fái svima þegar hann vefji skegginu um hálsinn.Arnar Halldórsson Hann segist hafa safnað skegginu í 22 ár en þessi fyrrum húsasmiður starfaði lengi sem gæslumaður á Sogni í Ölfusi. Og þegar hann dregur skeggið upp úr skyrtunni verðum við rasandi hissa. Og enn meira þegar við sjáum að hann er búinn að vefja því í vöndul um hálsinn. -Hvað nær það langt niður? „Alveg niður á jörð, held ég.“ -Ertu búinn að mæla lengdina á því? „Nei, nú þyrfti að mæla það.“ Við drögum fram málbandið. Meðan Guðmundur heldur í annan endann reynum við að strekkja sem mest á skegginu, þó án þess að meiða hann, til að fá sem nákvæmasta mælingu. Niðurstaðan er að skeggið sé að minnsta kosti 180 sentímetrar á lengd, kannski örlítið lengra en það. Þegar við héldum skeggendanum við málbandið sýndi mæling okkar að skeggið er að minnsta kosti 180 sentímetra langt.Arnar Halldórsson Hann segist þó ekkert vera farinn að spá í að raka það af. -Þú býður það ekki bara hæstbjóðanda að kaupa það af þér? „Ja, það er nú eiginlega boðið í það, jú.“ -Ertu búinn að fá boð? „Já.“ -Og hvað er það hátt? „330 þúsund. Og hann hækkar það ef einhver býður betur. Þá verður hækkað,“ segir Guðmundur Júlíus. „Ókei, ég býð 350 þúsund,“ segir þá Telma Tómasson fréttaþulur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Flóahreppur Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira