Samtökin '78 rekin á yfirdráttarláni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 21:00 Daníel er framkvæmdastjóri samtakanna. egill aðalsteinsson Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur. Algengt er að Ísland beri sig saman við nágrannaríkin þegar kemur að réttindabaráttu. Samtökin 78 eiga systurfélög á Norðurlöndunum og þegar fjármögnun félaganna er borin saman er eitt félag sem sker sig úr: Samtökin 78 sem fá 15 milljónir á ári á meðan systursamtök í Noregi fá 349 milljónir. Samtökin '78 fá 15 milljónir á ári. Það dugar ekki til að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.vísir „Þegar ég ræði við kollega mína í systursamtökum á Norðurlöndunum þá í rauninni trúa þeir ekki hvernig við lifum þetta af. Einhvern veginn hefur þetta gengið en þetta er mjög þungt,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Mikil þjónustuþörf Hann segir að Samtökin skorti fjármagn, ekki síst vegna þess að þau hafi bætt gríðarlega við sig í þjónustu en þau veita meðal annars ráðgjöf til hinsegin fólks, og aðstandenda, skóla og fyrirtækja auk fræðslu ásamt því að sinna daglegum störfum hagsmunasamtaka. „Og það er þannig að þegar félagasamtök hafa vaxið sex til sjö hundruð prósent á síðustu fimm til sex árum og fjárframlög til okkar frá ríkinu hafa ekki nema tvöfaldað sig á sama tíma þá þarf ekki stærðfræðing til að sjá að jafnan gengur ekki upp.“ Fjárskorturinn hefur meðal annars þær afleiðingar að nú er fjögurra til sex vikna bið í ráðgjöf hjá samtökunum. „Einhvern vegin verðum við að mæta þessu. Eins og staðan er núna þá erum við hjá góðum viðskiptabanka sem hefur veitt okkur yfirdrátt og erum að reka okkur á yfirdráttarláni eins og staðan er í dag. Svo erum við búin að efla verkefni sem heitir Regnbogavinir. Það er hægt að fara inn á síðuna til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. En með allt þetta rekstrarfé þá þurfum við tryggari stoðir til að tryggja grunnreksturinn til þess að þessi félagasamtök geti starfað eins og við eigum að starfa.“ Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira
Algengt er að Ísland beri sig saman við nágrannaríkin þegar kemur að réttindabaráttu. Samtökin 78 eiga systurfélög á Norðurlöndunum og þegar fjármögnun félaganna er borin saman er eitt félag sem sker sig úr: Samtökin 78 sem fá 15 milljónir á ári á meðan systursamtök í Noregi fá 349 milljónir. Samtökin '78 fá 15 milljónir á ári. Það dugar ekki til að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.vísir „Þegar ég ræði við kollega mína í systursamtökum á Norðurlöndunum þá í rauninni trúa þeir ekki hvernig við lifum þetta af. Einhvern veginn hefur þetta gengið en þetta er mjög þungt,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Mikil þjónustuþörf Hann segir að Samtökin skorti fjármagn, ekki síst vegna þess að þau hafi bætt gríðarlega við sig í þjónustu en þau veita meðal annars ráðgjöf til hinsegin fólks, og aðstandenda, skóla og fyrirtækja auk fræðslu ásamt því að sinna daglegum störfum hagsmunasamtaka. „Og það er þannig að þegar félagasamtök hafa vaxið sex til sjö hundruð prósent á síðustu fimm til sex árum og fjárframlög til okkar frá ríkinu hafa ekki nema tvöfaldað sig á sama tíma þá þarf ekki stærðfræðing til að sjá að jafnan gengur ekki upp.“ Fjárskorturinn hefur meðal annars þær afleiðingar að nú er fjögurra til sex vikna bið í ráðgjöf hjá samtökunum. „Einhvern vegin verðum við að mæta þessu. Eins og staðan er núna þá erum við hjá góðum viðskiptabanka sem hefur veitt okkur yfirdrátt og erum að reka okkur á yfirdráttarláni eins og staðan er í dag. Svo erum við búin að efla verkefni sem heitir Regnbogavinir. Það er hægt að fara inn á síðuna til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. En með allt þetta rekstrarfé þá þurfum við tryggari stoðir til að tryggja grunnreksturinn til þess að þessi félagasamtök geti starfað eins og við eigum að starfa.“
Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Sjá meira