Samtökin '78 rekin á yfirdráttarláni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 21:00 Daníel er framkvæmdastjóri samtakanna. egill aðalsteinsson Samtökin 78 eru rekin með yfirdráttarláni, en samtökin hafa vaxið um sjö hundruð prósent á síðustu sex árum með tilheyrandi þjónustuþörf. Rekstrarvandinn hefur meðal annars í för með sér að biðtími í ráðgjöf hjá samtökunum er allt að sex vikur. Algengt er að Ísland beri sig saman við nágrannaríkin þegar kemur að réttindabaráttu. Samtökin 78 eiga systurfélög á Norðurlöndunum og þegar fjármögnun félaganna er borin saman er eitt félag sem sker sig úr: Samtökin 78 sem fá 15 milljónir á ári á meðan systursamtök í Noregi fá 349 milljónir. Samtökin '78 fá 15 milljónir á ári. Það dugar ekki til að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.vísir „Þegar ég ræði við kollega mína í systursamtökum á Norðurlöndunum þá í rauninni trúa þeir ekki hvernig við lifum þetta af. Einhvern veginn hefur þetta gengið en þetta er mjög þungt,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Mikil þjónustuþörf Hann segir að Samtökin skorti fjármagn, ekki síst vegna þess að þau hafi bætt gríðarlega við sig í þjónustu en þau veita meðal annars ráðgjöf til hinsegin fólks, og aðstandenda, skóla og fyrirtækja auk fræðslu ásamt því að sinna daglegum störfum hagsmunasamtaka. „Og það er þannig að þegar félagasamtök hafa vaxið sex til sjö hundruð prósent á síðustu fimm til sex árum og fjárframlög til okkar frá ríkinu hafa ekki nema tvöfaldað sig á sama tíma þá þarf ekki stærðfræðing til að sjá að jafnan gengur ekki upp.“ Fjárskorturinn hefur meðal annars þær afleiðingar að nú er fjögurra til sex vikna bið í ráðgjöf hjá samtökunum. „Einhvern vegin verðum við að mæta þessu. Eins og staðan er núna þá erum við hjá góðum viðskiptabanka sem hefur veitt okkur yfirdrátt og erum að reka okkur á yfirdráttarláni eins og staðan er í dag. Svo erum við búin að efla verkefni sem heitir Regnbogavinir. Það er hægt að fara inn á síðuna til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. En með allt þetta rekstrarfé þá þurfum við tryggari stoðir til að tryggja grunnreksturinn til þess að þessi félagasamtök geti starfað eins og við eigum að starfa.“ Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira
Algengt er að Ísland beri sig saman við nágrannaríkin þegar kemur að réttindabaráttu. Samtökin 78 eiga systurfélög á Norðurlöndunum og þegar fjármögnun félaganna er borin saman er eitt félag sem sker sig úr: Samtökin 78 sem fá 15 milljónir á ári á meðan systursamtök í Noregi fá 349 milljónir. Samtökin '78 fá 15 milljónir á ári. Það dugar ekki til að sögn framkvæmdastjóra samtakanna.vísir „Þegar ég ræði við kollega mína í systursamtökum á Norðurlöndunum þá í rauninni trúa þeir ekki hvernig við lifum þetta af. Einhvern veginn hefur þetta gengið en þetta er mjög þungt,“ sagði Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Mikil þjónustuþörf Hann segir að Samtökin skorti fjármagn, ekki síst vegna þess að þau hafi bætt gríðarlega við sig í þjónustu en þau veita meðal annars ráðgjöf til hinsegin fólks, og aðstandenda, skóla og fyrirtækja auk fræðslu ásamt því að sinna daglegum störfum hagsmunasamtaka. „Og það er þannig að þegar félagasamtök hafa vaxið sex til sjö hundruð prósent á síðustu fimm til sex árum og fjárframlög til okkar frá ríkinu hafa ekki nema tvöfaldað sig á sama tíma þá þarf ekki stærðfræðing til að sjá að jafnan gengur ekki upp.“ Fjárskorturinn hefur meðal annars þær afleiðingar að nú er fjögurra til sex vikna bið í ráðgjöf hjá samtökunum. „Einhvern vegin verðum við að mæta þessu. Eins og staðan er núna þá erum við hjá góðum viðskiptabanka sem hefur veitt okkur yfirdrátt og erum að reka okkur á yfirdráttarláni eins og staðan er í dag. Svo erum við búin að efla verkefni sem heitir Regnbogavinir. Það er hægt að fara inn á síðuna til að gerast mánaðarlegur styrktaraðili. En með allt þetta rekstrarfé þá þurfum við tryggari stoðir til að tryggja grunnreksturinn til þess að þessi félagasamtök geti starfað eins og við eigum að starfa.“
Hinsegin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagasamtök Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Sjá meira