Skattsvikamál Shakiru fyrir dóm á Spáni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2022 16:30 Saksóknarar á Spáni höfðu lítinn áhuga á sáttaboði Shakiru. Getty Kólumbísku poppstjörnunni Shakiru hefur mistekist að ná dómsátt með spænskum saksóknurum og mun mál hennar vegna meintra skattsvika því fara fyrir dómstóla. Shakira mun þar halda fram sakleysi sínu. „Shakira og hennar teymi telja að vegið sé að hennar réttindum í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. „Hún hefur ávallt sýnt óaðfinnanlega framkomu, bæði sem manneskja og skattgreiðandi, sem og vilja til að leysa hvers kyns vandamál frá upphafi, jafnvel fyrir ásakanir um skattsvik.“ Shakira er langfarsælasta söngkona Suður-Ameríku og einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma. Hefur hún selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sínum sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Ágirnd vex með eyri hverjum og skattsvik Shakiru eru nú talin hlaupa á milljörðum. Nánar tiltekið telja Spænsk skattayfirvöld að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði liðlega tveggja milljarða íslenskra króna. Shakira hefur haldið því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum árum en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Saksóknarar á Spáni hafa nú hafnað sáttaboði söngkonunnar og telja sig hafa næg sönnunargögn til þess að dæma megi um það óyggjandi hætti að Shakira hafi komið mörgum milljörðum evra undan skatti. Þess ber að geta að fyrrverandi eiginmaður hennar og knattspyrnumaðurinn Gerard Pique er einnig sakaður um skattsvik á svipuðu tímabili. Spánn Skattar og tollar Kólumbía Hollywood Tengdar fréttir Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. 19. júní 2022 14:31 Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. 29. júlí 2022 12:02 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
„Shakira og hennar teymi telja að vegið sé að hennar réttindum í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu frá Shakiru. „Hún hefur ávallt sýnt óaðfinnanlega framkomu, bæði sem manneskja og skattgreiðandi, sem og vilja til að leysa hvers kyns vandamál frá upphafi, jafnvel fyrir ásakanir um skattsvik.“ Shakira er langfarsælasta söngkona Suður-Ameríku og einn söluhæsti tónlistarmaður allra tíma. Hefur hún selt meira en 80 milljónir platna á rúmlega 30 ára ferli sínum sem hófst þegar hún var aðeins 13 ára. Ágirnd vex með eyri hverjum og skattsvik Shakiru eru nú talin hlaupa á milljörðum. Nánar tiltekið telja Spænsk skattayfirvöld að Shakira hafi svikið 14 og hálfa milljón evra undan skatti á árunum 2012 til 2014. Það er andvirði liðlega tveggja milljarða íslenskra króna. Shakira hefur haldið því fram að hún hafi verið með lögheimili á Bahamas-eyjum á þessum árum en lúsiðnir starfsmenn skattaeftirlitsins hafa kortlagt ferðir hennar og gjörðir og sýnt fram á að hún bjó í rauninni í Barcelona, en ekki á Bahamas-eyjum. Saksóknarar á Spáni hafa nú hafnað sáttaboði söngkonunnar og telja sig hafa næg sönnunargögn til þess að dæma megi um það óyggjandi hætti að Shakira hafi komið mörgum milljörðum evra undan skatti. Þess ber að geta að fyrrverandi eiginmaður hennar og knattspyrnumaðurinn Gerard Pique er einnig sakaður um skattsvik á svipuðu tímabili.
Spánn Skattar og tollar Kólumbía Hollywood Tengdar fréttir Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. 19. júní 2022 14:31 Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. 29. júlí 2022 12:02 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Shakira sökuð um stórfelld skattsvik Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér. 19. júní 2022 14:31
Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti. 29. júlí 2022 12:02