100 laxa dagur í Ytri Rangá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 30. júlí 2022 09:13 Ytri Rangá er komin á fullt skrið og göngur í ána eru með allra besta móti en það sást greinilega á veiðitölum í gær. Það hafa verið 50-60 laxa dagar nokkuð reglulega og þétt í þessum mánuði en úrhelli og erfitt veður í þessari viku dró aðeins úr veiðitölum. Loksins þegar það viðrar vel við Ytri Rangá sést hvað það er mikið af laxi í ánni því það komu yfir 100 laxar á land í gær. Veiðistaðir eins og Klöpp, 17a, Nýja Gunnugil og Djúpós bara svo einhverjir séu nefndir eru, eins og veiðimenn gjarnan taka til orða, pakkaðir af laxi! Hann er samt ekki að ganga upp Ægissíðu af miklum krafti þó svo að það sé nóg að ganga en veiðistaðirnir fyirr neðan fossinn eru eins og menn þekkja á góðu ári í þessari mögnuðu á. Lax getur verið að ganga í Ytri Rangá alveg fram í október og stundum lengur. Það er að sjá að göngur séu líklega að ná hámarki en það þýðir samt að að getur haldist þannig í nokkra daga eða vikur. Það er veisla framundan í ánni, það er nokkuð ljóst. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði
Það hafa verið 50-60 laxa dagar nokkuð reglulega og þétt í þessum mánuði en úrhelli og erfitt veður í þessari viku dró aðeins úr veiðitölum. Loksins þegar það viðrar vel við Ytri Rangá sést hvað það er mikið af laxi í ánni því það komu yfir 100 laxar á land í gær. Veiðistaðir eins og Klöpp, 17a, Nýja Gunnugil og Djúpós bara svo einhverjir séu nefndir eru, eins og veiðimenn gjarnan taka til orða, pakkaðir af laxi! Hann er samt ekki að ganga upp Ægissíðu af miklum krafti þó svo að það sé nóg að ganga en veiðistaðirnir fyirr neðan fossinn eru eins og menn þekkja á góðu ári í þessari mögnuðu á. Lax getur verið að ganga í Ytri Rangá alveg fram í október og stundum lengur. Það er að sjá að göngur séu líklega að ná hámarki en það þýðir samt að að getur haldist þannig í nokkra daga eða vikur. Það er veisla framundan í ánni, það er nokkuð ljóst.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Erfið skilyrði í ánum fyrir austan Veiði Fyrsti 20 punda laxinn í sumar Veiði Veiðimenn langþreyttir á veðrinu Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 17 laxar fyrsta daginn við Urriðafoss Veiði Þegar takan dettur niður Veiði Makrílinn mættur við bryggjur landsins Veiði Skortur á veiðisiðferði við Þingvallavatn Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði