Veður

Vega­gerðin varar við snjó­komu og stormi

Árni Sæberg skrifar
Snjókomu er spáð á hálendinu um helgina. Þessi mynd er reyndar úr Geldingadal og tengist fréttinni því ekki beint.
Snjókomu er spáð á hálendinu um helgina. Þessi mynd er reyndar úr Geldingadal og tengist fréttinni því ekki beint. Vísir/Vilhelm

Vegagerðin biðlar til vegfarenda að sýna aðgát um helgina vegna veðurs. Snjókomu er spáð á hálendinu og stormi Norðaustanlands.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar segir að í nótt muni snjóa á hálendinu norðan Vatnajökuls. Á sunnudag verði Norðvestan-stormur með hviðum á Norðausturlandi, frá Tjörnesi austur á Hérað en spurning með Austfirði.

Þá verði hætt við krapa og snjó á Möðrudalsöræfum á sunnudag og aðfaranótt mánudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×