Júlíveiðin tekur kipp Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2022 09:38 Nýjar veiðitölur eru komnar í hús Mynd: Nils Folmer Nýjar tölur úr laxveiðiánum voru birtar í gær og það sést greinilega að seinni partur júlí er að skila góðri veiði í mörgum ánum. Rangárnar standa þar algjörlega upp úr en Ytri Rangá er á fljúgandi siglingu þessa dagana og sama má segja um Eystri Rangá. Ytri er komin með 1.182 laxa og veiðitölurnar gætu alveg verið hærri því það er mikið af laxi í ánni. Veiðistaðir eins og Stallmýrarfljót, 17a, Klöpp, Nýa Gunnugilsbreiða og Djúpós eru vel setnir og það er mikið af laxi að ganga. Sem dæmi var ein stöng með 14 laxa á þremur tímum á svæði 3 í frekar erfiðum skilyrðum. Eystri Rangá er komin í góðan gír með 855 laxa eftir góða veiði í liðinni viku en hún kemst samt ekki upp fyrir Þverá - Kjarrá en þar hafa veiðst 865 laxar. Norðurá er komin í 805 laxa og Urriðafoss vermir svo fimmta sætið með 762 laxa. Næstu ár á eftir eru líka í góðum málum en Langá er komin í 525 laxa, haffjarðará í 497 laxa og Elliðaárnar með 457 laxa. Vonbrigðin verða líklega helst við að sjá tölurnar í Miðfjarðará en þar eru veiðitölur langt undir væntingum en aðeins hafa veiðst452 laxar í þessari á sem hefur í gegnum tíðina oftar en ekki verið í röð þeirra aflahæstu. Blanda er svo aðeins með 302 laxa og hún á líklega ekki eftir að bæta miklu við. Hrútafjarðará hefur aðeins 36 laxa bókaða sem er ansi lítið á þessum árstíma. Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði
Rangárnar standa þar algjörlega upp úr en Ytri Rangá er á fljúgandi siglingu þessa dagana og sama má segja um Eystri Rangá. Ytri er komin með 1.182 laxa og veiðitölurnar gætu alveg verið hærri því það er mikið af laxi í ánni. Veiðistaðir eins og Stallmýrarfljót, 17a, Klöpp, Nýa Gunnugilsbreiða og Djúpós eru vel setnir og það er mikið af laxi að ganga. Sem dæmi var ein stöng með 14 laxa á þremur tímum á svæði 3 í frekar erfiðum skilyrðum. Eystri Rangá er komin í góðan gír með 855 laxa eftir góða veiði í liðinni viku en hún kemst samt ekki upp fyrir Þverá - Kjarrá en þar hafa veiðst 865 laxar. Norðurá er komin í 805 laxa og Urriðafoss vermir svo fimmta sætið með 762 laxa. Næstu ár á eftir eru líka í góðum málum en Langá er komin í 525 laxa, haffjarðará í 497 laxa og Elliðaárnar með 457 laxa. Vonbrigðin verða líklega helst við að sjá tölurnar í Miðfjarðará en þar eru veiðitölur langt undir væntingum en aðeins hafa veiðst452 laxar í þessari á sem hefur í gegnum tíðina oftar en ekki verið í röð þeirra aflahæstu. Blanda er svo aðeins með 302 laxa og hún á líklega ekki eftir að bæta miklu við. Hrútafjarðará hefur aðeins 36 laxa bókaða sem er ansi lítið á þessum árstíma.
Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Veiði er hafin í Elliðavatni Veiði Veður gerir veiðimönnum erfitt um vik Veiði Mikill subbuskapur við sum vötnin Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Bleikja langleiðina upp að Kárahnjúkum Veiði