Engin Sara en Snorri Barón er samt með níu skjólstæðinga á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 12:00 Snorri Barón Jónsson með þeim Söru Sigmundsdóttur og Gabrielu Migala sem er líkleg til afreka á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur, er orðinn risastórt nafn í CrossFit heiminum enda með fjölda skjólstæðinga sem eru í fremstu röð í greininni. Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en Björgvin Karl komst þangað með sannfærandi frammistöðu á undanúrslitamóti sínu. Snorri segir frá því á Instagram síðu sinni að hann sé á leiðinni til Madison í Wisconsin fylki þar sem heimsleikarnir hefjast í næstu viku. Þar kemur líka fram að alls munu níu skjólstæðingar hans vera að keppa þarna. View this post on Instagram A post shared by S n o r r i B a r o n (@snorribaron) „Ég hef ekki verið í Madison síðan 2019 vegna alls konar klikkaðra hluta sem gerðust í heiminum svo ég hlakka mikið til að komast loksins aftur á heimsleikanna,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Fyrirtækið mitt hefur vaxið talsvert mikið síðan þá og ég býst ekki við rólegum eða afslappandi tíma því ég er í umboði fyrir níu íþróttamenn sem eru að keppa á leikunum,“ skrifaði Snorri. Björgvin Karl er annar tveggja íslenskra skjólstæðinga Snorra því þótt að Sara hafi ekki komist alla leið þá gerði Sólveig Sigurðardóttir það í fyrsta sinn. Þetta gætu orðið stórir heimsleikar fyrir Rússann Roman Khrennikov sem vann sitt undanúrslitamót í Asíu. Hann er skjólstæðingur Snorra eins og Ástralinn Ricky Garard sem varð í öðru sæti í undanúrslitamóti Eyjaálfu. Það er líka hin sautján ára gamla kanadíska stelpa Emma Lawson sem þykir líkleg til stórræða í allra næstu framtíð en hún vann CrossFit Atlas Games undanúrslitamótið. Annar öflugur skjólstæðingur Snorra en Pólverjinn Gabriela Migala sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár. Hún náði þriðja sætinu á Lowlands undanúrslitamótinu þar sem Sara Sigmundsdóttir varð sjötta og rétt missti af farseðlinum. Finninn Henrik Haapalainen er líka hjá Snorra en hann varð annar á Strength in Depth undanúrslitamótinu sem er frábær árangur. CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Sjá meira
Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár en Björgvin Karl komst þangað með sannfærandi frammistöðu á undanúrslitamóti sínu. Snorri segir frá því á Instagram síðu sinni að hann sé á leiðinni til Madison í Wisconsin fylki þar sem heimsleikarnir hefjast í næstu viku. Þar kemur líka fram að alls munu níu skjólstæðingar hans vera að keppa þarna. View this post on Instagram A post shared by S n o r r i B a r o n (@snorribaron) „Ég hef ekki verið í Madison síðan 2019 vegna alls konar klikkaðra hluta sem gerðust í heiminum svo ég hlakka mikið til að komast loksins aftur á heimsleikanna,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson. „Fyrirtækið mitt hefur vaxið talsvert mikið síðan þá og ég býst ekki við rólegum eða afslappandi tíma því ég er í umboði fyrir níu íþróttamenn sem eru að keppa á leikunum,“ skrifaði Snorri. Björgvin Karl er annar tveggja íslenskra skjólstæðinga Snorra því þótt að Sara hafi ekki komist alla leið þá gerði Sólveig Sigurðardóttir það í fyrsta sinn. Þetta gætu orðið stórir heimsleikar fyrir Rússann Roman Khrennikov sem vann sitt undanúrslitamót í Asíu. Hann er skjólstæðingur Snorra eins og Ástralinn Ricky Garard sem varð í öðru sæti í undanúrslitamóti Eyjaálfu. Það er líka hin sautján ára gamla kanadíska stelpa Emma Lawson sem þykir líkleg til stórræða í allra næstu framtíð en hún vann CrossFit Atlas Games undanúrslitamótið. Annar öflugur skjólstæðingur Snorra en Pólverjinn Gabriela Migala sem hefur verið á hraðri uppleið síðustu ár. Hún náði þriðja sætinu á Lowlands undanúrslitamótinu þar sem Sara Sigmundsdóttir varð sjötta og rétt missti af farseðlinum. Finninn Henrik Haapalainen er líka hjá Snorra en hann varð annar á Strength in Depth undanúrslitamótinu sem er frábær árangur.
CrossFit Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Sjá meira