Neville velti því fyrir sér á twitter-síðu sinni í kvöld hvort Jules Kounde, sem er á leið til Barcelona, átti sig á því að hann fái líklegast ekki laun sín hjá félaginu greidd að fullu.
Does he know he doesn t get paid his full wages if they want rid of him?? https://t.co/M6iHfQSNyu
— Gary Neville (@GNev2) July 28, 2022
Vísar Neville þar til þess að margir af leikmönnum liðsins eigi inni ógreidd laun en félagið leitar nú leiða til þess að endursemja við leikmenn.
Kounde verður fimmti leikmaðurinn sem Barcelona fær til liðs við sig í félagaskiptaglugganum í sumar en áður höfðu Robert Lewandowski, Raphinha, Andreas Christensen og Franck Kessie bæst við leikmannahóp Xavi.
Neville lýsti þeirri skoðun sinni á twitter í gær að honum finnist að Frenkie de Jong og aðrir leikmenn sem eiga laun inni eigi að leita til alþjóðlegu leikmannasamtakanna, FIFPRO.
Þannig ætti Barcelona að vera skikkað til þess að greiða upp gamlar skuldir áður en stofnað er til nýrra til þess að kaupa nýja leikmenn.