Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan | Jafnt á Hlíðarenda í fyrsta leik eftir landsleikjahlé Andri Már Eggertsson skrifar 28. júlí 2022 21:59 Valskonur fagna hér jöfnuarmarki sínu í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Besta deild-kvenna fór aftur á stað eftir að hlé var gert á deildinni vegna þátttöku Íslands á EM. Stjarnan heimsótti topplið Vals. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og voru keimlík. Valur var með yfirhöndina í síðari hálfleik og hótaði öðru marki en sóknir Valskvenna enduðu oftar en ekki með skoti framhjá markinu svo leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill. Það gerðist lítið sem ekkert á fyrstu tuttugu mínútunum. Seinasti leikur liðanna var um miðjan júní svo það var ekki óeðlilegt að liðin myndu þurfa tíma til að aðlagast eftir landsleikjapásuna löngu. Sandra Sigurðardóttir var mætt í markið hjá Val eftir EMVísir/Hulda Margrét Það færðist meira líf í leikinn um miðjan fyrri hálfleik. Arna Sif brenndi af dauðafæri þegar boltinn datt fyrir framan hana eftir hornspyrnu þar sem hún var afar nálægt markinu en skot Örnu fór í varnarmann og lengst yfir markið. Á 29. mínútu átti Gyða Kristín Gunnarsdóttir góðan sprett á vinstri kantinum og renndi boltanum inn í teig þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir renndi sér á eftir boltanum og náði að pota boltanum í netið. Framherja mark af bestu gerð. Það var hart barist á Origo-vellinum í kvöldVísir/Hulda Margrét Þegar fyrri hálfleikur var að líða undir lok jafnaði Cyera Makenzie Hintzen með nánast alveg eins marki og Katrín hafði skorað úr fyrr í leiknum. Ída Marín Hermannsdóttir fór upp hægri kantinn renndi boltanum fyrir markið þar mætti Cyera og tæklaði boltann inn. Cyera Makenzie Hintzen skoraði eina mark Vals í kvöldVísir/Hulda Margrét Eftir afar rólega byrjun var staðan 1-1 í hálfleik. Á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks fékk Valur tvö góð færi til að komast yfir. Þórdís Hrönn var komin ein á móti markmanni vinstra megin í teignum en í stað þess að skjóta gaf hún á Ásdísi Karen sem var í töluvert verri stöðu. Næst lagði Cyera Makenzie Hintzen boltann út á Þórdísi Hrönn sem tók skot í fyrsta sem endaði framhjá. Valur hélt áfram að þjarma að marki Stjörnunnar. Sólveig Larsen og Bryndís Anna komu inn á og létu til sín taka í sóknarleik Vals. Skot heimakvenna voru hins vegar ekki mikið að rata á markið. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmark þegar lítið var eftir af leiknum en inn vildi boltinn ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Stjörnustúlkur í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Þó bæði mörkin hafi komið í fyrri hálfleik áttu liðin sinn hálfleik. Stjarnan var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fékk færi til að skora meira en eitt mark. Í síðari hálfleik ógnaði Valur meira og voru heimakonur klaufar að skora ekki úr þeim færum sem þær fengu. Hverjar stóðu upp úr? Gyða Kristín Gunnarsdóttir var ógnandi á kantinum sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hún lagði upp eina mark Stjörnunnar. Cyera Makenzie Hintzen var hættulegust í sóknarleik Vals. Cyera skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik og var einnig dugleg í að skapa færi fyrir liðsfélaga sína. Hvað gekk illa? Valur fór ansi illa með mörg dauðafæri og geta heimakonur verið svekktar með að hafa ekki farið betur með marktækifærin. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn eftir viku mætast Valur og Þór/KA á Origo-vellinum klukkan 17:30. Stjarnan fer á Meistaravelli og mætir KR klukkan 19:15. Pétur: Mættum í seinni hálfleik eftir sex vikna pásu Pétur Pétursson á hliðarlínunni gegn Stjörnunni í kvöldVísir/Hulda Margrét Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var svekktur hvernig hans lið spilaði í fyrri hálfleik en ánægður með síðari hálfleikinn. „Mér fannst frammistaðan í fyrri hálfleik léleg en frammistaðan í seinni hálfleik var góð. Við vorum heppnar að vera með jafntefli í hálfleik en eins hefðum við átt að skora í síðari hálfleik.“ „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnum og vorum ekki mættar,“ sagði Pétur Pétursson eftir leik. Pétur var ánægður með síðari hálfleikinn og þá fór hann að kannast við liðið sitt sem hefur verið í sex vikna pásu. „Í seinni hálfleik mættum við loksins til leiks eftir sex vikna fjarveru,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild kvenna Valur Stjarnan
Besta deild-kvenna fór aftur á stað eftir að hlé var gert á deildinni vegna þátttöku Íslands á EM. Stjarnan heimsótti topplið Vals. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik og voru keimlík. Valur var með yfirhöndina í síðari hálfleik og hótaði öðru marki en sóknir Valskvenna enduðu oftar en ekki með skoti framhjá markinu svo leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Fyrri hálfleikur var afar tíðindalítill. Það gerðist lítið sem ekkert á fyrstu tuttugu mínútunum. Seinasti leikur liðanna var um miðjan júní svo það var ekki óeðlilegt að liðin myndu þurfa tíma til að aðlagast eftir landsleikjapásuna löngu. Sandra Sigurðardóttir var mætt í markið hjá Val eftir EMVísir/Hulda Margrét Það færðist meira líf í leikinn um miðjan fyrri hálfleik. Arna Sif brenndi af dauðafæri þegar boltinn datt fyrir framan hana eftir hornspyrnu þar sem hún var afar nálægt markinu en skot Örnu fór í varnarmann og lengst yfir markið. Á 29. mínútu átti Gyða Kristín Gunnarsdóttir góðan sprett á vinstri kantinum og renndi boltanum inn í teig þar sem Katrín Ásbjörnsdóttir renndi sér á eftir boltanum og náði að pota boltanum í netið. Framherja mark af bestu gerð. Það var hart barist á Origo-vellinum í kvöldVísir/Hulda Margrét Þegar fyrri hálfleikur var að líða undir lok jafnaði Cyera Makenzie Hintzen með nánast alveg eins marki og Katrín hafði skorað úr fyrr í leiknum. Ída Marín Hermannsdóttir fór upp hægri kantinn renndi boltanum fyrir markið þar mætti Cyera og tæklaði boltann inn. Cyera Makenzie Hintzen skoraði eina mark Vals í kvöldVísir/Hulda Margrét Eftir afar rólega byrjun var staðan 1-1 í hálfleik. Á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks fékk Valur tvö góð færi til að komast yfir. Þórdís Hrönn var komin ein á móti markmanni vinstra megin í teignum en í stað þess að skjóta gaf hún á Ásdísi Karen sem var í töluvert verri stöðu. Næst lagði Cyera Makenzie Hintzen boltann út á Þórdísi Hrönn sem tók skot í fyrsta sem endaði framhjá. Valur hélt áfram að þjarma að marki Stjörnunnar. Sólveig Larsen og Bryndís Anna komu inn á og létu til sín taka í sóknarleik Vals. Skot heimakvenna voru hins vegar ekki mikið að rata á markið. Bæði lið fengu færi til að skora sigurmark þegar lítið var eftir af leiknum en inn vildi boltinn ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Stjörnustúlkur í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Þó bæði mörkin hafi komið í fyrri hálfleik áttu liðin sinn hálfleik. Stjarnan var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fékk færi til að skora meira en eitt mark. Í síðari hálfleik ógnaði Valur meira og voru heimakonur klaufar að skora ekki úr þeim færum sem þær fengu. Hverjar stóðu upp úr? Gyða Kristín Gunnarsdóttir var ógnandi á kantinum sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem hún lagði upp eina mark Stjörnunnar. Cyera Makenzie Hintzen var hættulegust í sóknarleik Vals. Cyera skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik og var einnig dugleg í að skapa færi fyrir liðsfélaga sína. Hvað gekk illa? Valur fór ansi illa með mörg dauðafæri og geta heimakonur verið svekktar með að hafa ekki farið betur með marktækifærin. Hvað gerist næst? Fimmtudaginn eftir viku mætast Valur og Þór/KA á Origo-vellinum klukkan 17:30. Stjarnan fer á Meistaravelli og mætir KR klukkan 19:15. Pétur: Mættum í seinni hálfleik eftir sex vikna pásu Pétur Pétursson á hliðarlínunni gegn Stjörnunni í kvöldVísir/Hulda Margrét Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var svekktur hvernig hans lið spilaði í fyrri hálfleik en ánægður með síðari hálfleikinn. „Mér fannst frammistaðan í fyrri hálfleik léleg en frammistaðan í seinni hálfleik var góð. Við vorum heppnar að vera með jafntefli í hálfleik en eins hefðum við átt að skora í síðari hálfleik.“ „Í fyrri hálfleik vorum við allt of langt frá mönnum og vorum ekki mættar,“ sagði Pétur Pétursson eftir leik. Pétur var ánægður með síðari hálfleikinn og þá fór hann að kannast við liðið sitt sem hefur verið í sex vikna pásu. „Í seinni hálfleik mættum við loksins til leiks eftir sex vikna fjarveru,“ sagði Pétur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti