Niðurstaðan liggur fyrir og Einar gefur veðrinu um versló falleinkunn Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2022 09:00 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni og Bliku. Vísir Veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina hefur verið nokkuð á reiki síðustu daga og kom fram í gær að tvær helstu langtímaveðurspárnar hafi sýnt gjörólíka spá fyrir helgina. Þannig gerði önnur þeirra ráð fyrir því að lægð myndi ganga yfir landið með tilheyrandi áhrifum en hin ekki. Nú þegar það styttast fer í þessa stærstu ferðahelgi ársins er loks komin skýrari mynd á veðrið og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurvaktinni, segir ferðaglaða landsmenn hafa dregið stutta stráið. „Það má eiginlega segja að lykilorðið fyrir veðrið á landinu um helgina sé að það verði svalt, og sumir myndu jafnvel segja kalt miðað við að það sé hásumar. Sunnanlands er ekki útlit fyrir að það verði nema 10 til 13 stiga hiti að deginum og mjög víða er hitinn að fara alveg niður í 5 stig nóttunni,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Næturhitinn verði þó eitthvað hærri í Vestmannaeyjum og við suðurströndina. Sums staðar þurrt um helgina Varðandi vætuna þá segir Einar útlit fyrir ágætis veður á morgun föstudag þegar það verður að mestu leyti þurrt nema suðaustan- og austanlands þar sem það rignir eitthvað. Á sama tíma sé lægð á ferðinni fyrir austan landið á leið norður sem sækir aðeins í sig veðrið og með henni fylgir væta á Norðurlandi, sérstaklega í útsveitum. „Hún mun eiginlega pusa vatni yfir íbúa og gesti á Norðurlandi og sérstaklega þarna út með, eiginlega alla helgina. Það er þó miklu minni væta til dæmis á Akureyri og inn til landsins en samt sem áður rekja í loftinu.“ Hins vegar er ekki spáð úrkomu á Suðurlandi um helgina og geta Þjóðhátíðargestir því mögulega sleppt því að pakka niður sjógöllunum. Einar segir að það verði bjart verður í Vestmannaeyjum um helgina, sólríkt og hiti 9 til 10 stig en vindurinn verði kannski mesta vandamálið. „Það verður blástur alla helgina úr norðvestri,“ bætir hann við og á þá við um 8 til 10 metra á sekúndu úr norðvesturvindátt þar sem ekkert skjól er að hafa. Fær falleinkunn Hægt er að skoða veðurspár fyrir einstaka tjaldstæði á veðurvefnum Blika.is og að sögn Einars koma tjaldstæðin á Suður- og Suðausturlandi best út um helgina. Bendir hann þar til að mynda á Gaddastaðaflatir, Skógafoss, Hellishóla og fleiri á þeim slóðum. Þar er spáð þurru veðri ásamt sól og eru gestir jafnframt í sæmilegu skjóli fyrir gjólunni. „Þar nær hitinn kannski 12 til 15 stigum að deginum og hugsið ykkur það er það besta sem við bjóðum upp á um þessa helgi,“ segir Einar. Á nóttunni og morgnanna geti hitinn þó farið niður í 5 stig. Svona frá 0 og upp í 10 hvernig verður veðrið almennt um helgina? „Ég held að það verði bara 2 til 3 svo ég sé alveg heiðarlegur. Maður hefur oft séð það betra og sérstaklega hlýrra,“ segir veðurfræðingurinn. Hlusta má á viðtalið við Einar í heild sinni í spilaranum. Veður Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Sjá meira
Nú þegar það styttast fer í þessa stærstu ferðahelgi ársins er loks komin skýrari mynd á veðrið og Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurvaktinni, segir ferðaglaða landsmenn hafa dregið stutta stráið. „Það má eiginlega segja að lykilorðið fyrir veðrið á landinu um helgina sé að það verði svalt, og sumir myndu jafnvel segja kalt miðað við að það sé hásumar. Sunnanlands er ekki útlit fyrir að það verði nema 10 til 13 stiga hiti að deginum og mjög víða er hitinn að fara alveg niður í 5 stig nóttunni,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Næturhitinn verði þó eitthvað hærri í Vestmannaeyjum og við suðurströndina. Sums staðar þurrt um helgina Varðandi vætuna þá segir Einar útlit fyrir ágætis veður á morgun föstudag þegar það verður að mestu leyti þurrt nema suðaustan- og austanlands þar sem það rignir eitthvað. Á sama tíma sé lægð á ferðinni fyrir austan landið á leið norður sem sækir aðeins í sig veðrið og með henni fylgir væta á Norðurlandi, sérstaklega í útsveitum. „Hún mun eiginlega pusa vatni yfir íbúa og gesti á Norðurlandi og sérstaklega þarna út með, eiginlega alla helgina. Það er þó miklu minni væta til dæmis á Akureyri og inn til landsins en samt sem áður rekja í loftinu.“ Hins vegar er ekki spáð úrkomu á Suðurlandi um helgina og geta Þjóðhátíðargestir því mögulega sleppt því að pakka niður sjógöllunum. Einar segir að það verði bjart verður í Vestmannaeyjum um helgina, sólríkt og hiti 9 til 10 stig en vindurinn verði kannski mesta vandamálið. „Það verður blástur alla helgina úr norðvestri,“ bætir hann við og á þá við um 8 til 10 metra á sekúndu úr norðvesturvindátt þar sem ekkert skjól er að hafa. Fær falleinkunn Hægt er að skoða veðurspár fyrir einstaka tjaldstæði á veðurvefnum Blika.is og að sögn Einars koma tjaldstæðin á Suður- og Suðausturlandi best út um helgina. Bendir hann þar til að mynda á Gaddastaðaflatir, Skógafoss, Hellishóla og fleiri á þeim slóðum. Þar er spáð þurru veðri ásamt sól og eru gestir jafnframt í sæmilegu skjóli fyrir gjólunni. „Þar nær hitinn kannski 12 til 15 stigum að deginum og hugsið ykkur það er það besta sem við bjóðum upp á um þessa helgi,“ segir Einar. Á nóttunni og morgnanna geti hitinn þó farið niður í 5 stig. Svona frá 0 og upp í 10 hvernig verður veðrið almennt um helgina? „Ég held að það verði bara 2 til 3 svo ég sé alveg heiðarlegur. Maður hefur oft séð það betra og sérstaklega hlýrra,“ segir veðurfræðingurinn. Hlusta má á viðtalið við Einar í heild sinni í spilaranum.
Veður Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Sjá meira