Hver er „slátrarinn frá Amsterdam“ sem Man. United borgaði níu milljarða fyrir? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2022 09:31 Lisandro Martinez í búningi Manchester United eftir að gengið hafði verið frá samningnum og kaupunum frá Ajax. Getty/Manchester United Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, náði loksins í sinn mann í gær þegar United gekk frá kaupunum á Lisandro Martinez frá hollenska félaginu Ajax. Kaupin hafa legið lengi í loftinu en það var strax ljóst að þetta var leikmaður sem nýi stjórinn á Old Trafford lagði mikla áherslu að fá til félagsins. Þetta er í annað skiptið sem Ten Hag kaupir argentínska varnarmanninn en hann náði í hann til Ajax fyrir þremur árum síðan. An amazing feeling and a huge honour to join @ManUtd! I'll do my very best as a Red to achieve together what this great club deserves... can't wait to get started! #MUFC pic.twitter.com/YAe4vkOBjc— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) July 27, 2022 En hver er þessi 24 ára gamli miðvörður sem nýi stjóri Manchester United er svona hrifinn af? Martinez heldur áfram að spila undir stjórn Erik ten Hag og þekkir því leikstíl hollenska stjórans betur en flestir. Þeir hafa unnið tvo hollenska meistaratitla saman á síðustu þremur árum. Argentínumaðurinn spilaði þó ekki bara sem miðvörður undir stjórn Ten Hag því fyrstu tvö tímabilin var að hann að spila í báðum bakvarðarstöðunum og sem varnartengiliður inn á miðjunni. Á síðasta tímabilið spilaði hann þó eingöngu sem miðvörður Stuðningsmenn United ættu að hafa mjög gaman af því að lesa í tölfræði Martinez sem var glæsileg og mun betri en hjá öllum varnarmönnum liðsins á síðasta tímabili. Not a priority until Ten Hag arrival #MUFC backed manager's judgment in complex negotiations Short for a CB at 5ft 9in but defends aggressively Skilled at creating from deep@lauriewhitwell & @ArtdeRoche explain what Lisandro Martinez will bring to Manchester United.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 27, 2022 Hann er kannski bara 175 sentimetrar á hæð en það kom þó ekki í veg fyrir að hann vann fleiri skallaeinvígi á síðustu leiktíð en hinn 194 sentimetra hái Harry Maguire. Hann gaf fleiri sendingar, fleiri sendingar fram á völlinn, vann fleiri skallaeinvígi, komst inn í fleiri sendingar og vann oftar boltann en allir United varnarmennirnir en auk þess vann hann fleiri tæklingar og kláraði fleiri einleiki en miðverðir United liðsins. Gælunafnið „Slátrarinn frá Amsterdam“ er hugsað á jákvæðan hátt en ekki fyrir grófan leik. Hann slátrar mönnum í loftinu en gerir það löglega. Hann fékk þannig aðeins sex gul spjöld í 36 leikjum á síðasta tímabili en til samanburðar þá fékk Luke Shaw ellefu gul og Maguire níu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég er kallaður carnicero (slátrarinn) af Amsterdam. Við Argentínumenn gerum allt af ástríðu og þegar ég fer inn á völlinn þá berst ég fyrir öllum boltum. Ef ég þarf að stíga yfir lík þá mun ég gera það. Ég vil vinna öll 50-50 samstuð því ég veit að ég er þar að berjast fyrir alla meðlimi fjölskyldu minna og fyrir vini mína. Það er tilfinningin sem ég hef,“ sagði Lisandro Martinez í nýlegu viðtali. Þrátt fyrir hörkuna og grimmdina þá keppast menn líka við að hrósa Martinez fyrir yfirvegun á boltanum, útsjónarsemi og góðar sendingar. Hann er úrræðagóður og það hentar leikstíl Erik ten Hag vel. Það verður hins vegar næg samkeppni fyrir hann því hjá Manchester United eru nú sex miðverðir eða þeir Harry Maguire, Raphael Varane, Victor Lindelof, Eric Bailly og Phil Jones. Feel the fire. @LisandrMartinez is ready to bring the heat to United.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2022 Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira
Kaupin hafa legið lengi í loftinu en það var strax ljóst að þetta var leikmaður sem nýi stjórinn á Old Trafford lagði mikla áherslu að fá til félagsins. Þetta er í annað skiptið sem Ten Hag kaupir argentínska varnarmanninn en hann náði í hann til Ajax fyrir þremur árum síðan. An amazing feeling and a huge honour to join @ManUtd! I'll do my very best as a Red to achieve together what this great club deserves... can't wait to get started! #MUFC pic.twitter.com/YAe4vkOBjc— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) July 27, 2022 En hver er þessi 24 ára gamli miðvörður sem nýi stjóri Manchester United er svona hrifinn af? Martinez heldur áfram að spila undir stjórn Erik ten Hag og þekkir því leikstíl hollenska stjórans betur en flestir. Þeir hafa unnið tvo hollenska meistaratitla saman á síðustu þremur árum. Argentínumaðurinn spilaði þó ekki bara sem miðvörður undir stjórn Ten Hag því fyrstu tvö tímabilin var að hann að spila í báðum bakvarðarstöðunum og sem varnartengiliður inn á miðjunni. Á síðasta tímabilið spilaði hann þó eingöngu sem miðvörður Stuðningsmenn United ættu að hafa mjög gaman af því að lesa í tölfræði Martinez sem var glæsileg og mun betri en hjá öllum varnarmönnum liðsins á síðasta tímabili. Not a priority until Ten Hag arrival #MUFC backed manager's judgment in complex negotiations Short for a CB at 5ft 9in but defends aggressively Skilled at creating from deep@lauriewhitwell & @ArtdeRoche explain what Lisandro Martinez will bring to Manchester United.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 27, 2022 Hann er kannski bara 175 sentimetrar á hæð en það kom þó ekki í veg fyrir að hann vann fleiri skallaeinvígi á síðustu leiktíð en hinn 194 sentimetra hái Harry Maguire. Hann gaf fleiri sendingar, fleiri sendingar fram á völlinn, vann fleiri skallaeinvígi, komst inn í fleiri sendingar og vann oftar boltann en allir United varnarmennirnir en auk þess vann hann fleiri tæklingar og kláraði fleiri einleiki en miðverðir United liðsins. Gælunafnið „Slátrarinn frá Amsterdam“ er hugsað á jákvæðan hátt en ekki fyrir grófan leik. Hann slátrar mönnum í loftinu en gerir það löglega. Hann fékk þannig aðeins sex gul spjöld í 36 leikjum á síðasta tímabili en til samanburðar þá fékk Luke Shaw ellefu gul og Maguire níu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Ég er kallaður carnicero (slátrarinn) af Amsterdam. Við Argentínumenn gerum allt af ástríðu og þegar ég fer inn á völlinn þá berst ég fyrir öllum boltum. Ef ég þarf að stíga yfir lík þá mun ég gera það. Ég vil vinna öll 50-50 samstuð því ég veit að ég er þar að berjast fyrir alla meðlimi fjölskyldu minna og fyrir vini mína. Það er tilfinningin sem ég hef,“ sagði Lisandro Martinez í nýlegu viðtali. Þrátt fyrir hörkuna og grimmdina þá keppast menn líka við að hrósa Martinez fyrir yfirvegun á boltanum, útsjónarsemi og góðar sendingar. Hann er úrræðagóður og það hentar leikstíl Erik ten Hag vel. Það verður hins vegar næg samkeppni fyrir hann því hjá Manchester United eru nú sex miðverðir eða þeir Harry Maguire, Raphael Varane, Victor Lindelof, Eric Bailly og Phil Jones. Feel the fire. @LisandrMartinez is ready to bring the heat to United.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) July 27, 2022
Enski boltinn Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjá meira