Manchester United ætlar ekki að selja Martial þrátt fyrir áhuga frá Ítalíu Atli Arason skrifar 25. júlí 2022 23:31 Anthony Martial skorar eitt af mörkum sínum á undirbúningstímabilinu. Getty Images Það er ekki langt um liðið síðan Manchester United reyndi að gera allt til að losa Anthony Martial af launaskrá sinni en í dag er staðan önnur þar sem franski framherjinn virðist vera að ganga í gegnum endurnýjaða lífdaga hjá félaginu. Ítalska félagið Juventus er í leit af sóknarmanni eftir að Alvaro Morata fór aftur til Atletico Madrid eftir að hafa verið á láni hjá Juventus. Liðið missti einnig Paulo Dybala á frjálsri sölu til Roma fyrr í sumar. Martial er einn af þeim leikmönnum sem Juventus vill að leiði sóknarlínu sína á næsta leiktímabili en Manchester United hefur engan áhuga á því að selja frakkan samkvæmt fréttum breska miðilsins Mirror. Framtíð þessa 26 ára gamla sóknarmanns í Manchester virtist vera lokið þegar hann var sendur á láni til Sevilla í upphafi þessa árs eftir að hafa lent upp á kant við bráðabirgðastjóra liðsins, Ralf Rangnick. Rangnick hefur hins vegar yfirgefið Manchester United og nú virðist allt stefna í að Martial muni leiða sóknarlínu félagsins á næstu leiktíð, sérstaklega í ljósi þess að framtíð Cristiano Ronaldo er í lausu lofti. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var opin fyrir því að hleypa Martial í burtu frá félaginu fyrr í sumar en eftir óvissuna með Ronaldo og flotta byrjun Frakkans á undirbúningstímabilinu þar sem hann hefur skorað 3 mörk í 4 leikjum, þá vill Ten Hag halda Martial hjá Manchester United. Fyrsti leikur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni er gegn Brighton þann 7. ágúst. Enski boltinn Tengdar fréttir Martial segir Ralf ljúga Lífið virðist ekki leika við Manchester United þessa dagana. Liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Anthony Martial, franski framherji liðsins, ásakað þjálfara þess um lygar. 16. janúar 2022 10:31 Martial vill fara frá United en engin tilboð hafa borist Anthony Martial hefur óskað eftir sölu frá Manchester United. Enn hafa engin tilboð borist í franska framherjann. 27. desember 2021 11:01 Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. 19. júlí 2022 17:26 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Ítalska félagið Juventus er í leit af sóknarmanni eftir að Alvaro Morata fór aftur til Atletico Madrid eftir að hafa verið á láni hjá Juventus. Liðið missti einnig Paulo Dybala á frjálsri sölu til Roma fyrr í sumar. Martial er einn af þeim leikmönnum sem Juventus vill að leiði sóknarlínu sína á næsta leiktímabili en Manchester United hefur engan áhuga á því að selja frakkan samkvæmt fréttum breska miðilsins Mirror. Framtíð þessa 26 ára gamla sóknarmanns í Manchester virtist vera lokið þegar hann var sendur á láni til Sevilla í upphafi þessa árs eftir að hafa lent upp á kant við bráðabirgðastjóra liðsins, Ralf Rangnick. Rangnick hefur hins vegar yfirgefið Manchester United og nú virðist allt stefna í að Martial muni leiða sóknarlínu félagsins á næstu leiktíð, sérstaklega í ljósi þess að framtíð Cristiano Ronaldo er í lausu lofti. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, var opin fyrir því að hleypa Martial í burtu frá félaginu fyrr í sumar en eftir óvissuna með Ronaldo og flotta byrjun Frakkans á undirbúningstímabilinu þar sem hann hefur skorað 3 mörk í 4 leikjum, þá vill Ten Hag halda Martial hjá Manchester United. Fyrsti leikur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni er gegn Brighton þann 7. ágúst.
Enski boltinn Tengdar fréttir Martial segir Ralf ljúga Lífið virðist ekki leika við Manchester United þessa dagana. Liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Anthony Martial, franski framherji liðsins, ásakað þjálfara þess um lygar. 16. janúar 2022 10:31 Martial vill fara frá United en engin tilboð hafa borist Anthony Martial hefur óskað eftir sölu frá Manchester United. Enn hafa engin tilboð borist í franska framherjann. 27. desember 2021 11:01 Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. 19. júlí 2022 17:26 Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Martial segir Ralf ljúga Lífið virðist ekki leika við Manchester United þessa dagana. Liðið henti frá sér 2-0 forystu gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni og nú hefur Anthony Martial, franski framherji liðsins, ásakað þjálfara þess um lygar. 16. janúar 2022 10:31
Martial vill fara frá United en engin tilboð hafa borist Anthony Martial hefur óskað eftir sölu frá Manchester United. Enn hafa engin tilboð borist í franska framherjann. 27. desember 2021 11:01
Martial nýtur sín vel undir stjórn Erik ten Hag Manchester United hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu en liðið hafði í dag betur gegn Crystal Palace í æfingaleik liðanna sem spilaður var í Melbourne í Ástralíu. 19. júlí 2022 17:26