Fótbolti

Tap í frumraun Andra Lucasar í Svíþjóð

Atli Arason skrifar
Andri Lucas í landsleik gegn Þýskalandi
Andri Lucas í landsleik gegn Þýskalandi Vísir/Hulda Margrét

Andri Lucas Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð í kvöld í 0-2 tapi Norrköping á heimavelli gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Ari Freyr Skúlason og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Norköpping en þetta var einnig fyrsti leikur Arnórs eftir endurkomu hans til liðsins.

Arnór Sigurðsson lék með Norrköping á árunum 2017-2018 við góðan orðstír áður en hann var keyptur til CSKA Moskvu. Arnóri tókst þó ekki, frekar en Andra eða Ara, að koma í veg fyrir tveggja marga tap gegn Gautaborg í kvöld.

Andri Lucas, sem kom frá Real Madrid til Norrköping fyrir helgi, var kynntur til leiks á 60. mínútu þegar hann kom inn af varamannabekknum en Ari Freyr lauk leik eftir 67. mínútur þegar honum var skipt af velli. Arnór spilaði allar 90 mínúturnar í leiknum.

Simon Thern og Kevin Yakob skoruðu sitt hvort markið fyrir Gautaborg við enda hvors hálfleiks.

Eftir tapið er Norrköping með 16 stig í 11. sæti deildarinnar, sex stigum frá fallsæti á meðan Gautaborg tókst með sigrinum að lyfta sér upp í 7. sæti deildarinnar með 24 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×