Sýndi gríðarlegan karakter og vann á lokaholunni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2022 15:30 Henderson fagnaði sigri í dag eftir frábæra spilamennsku síðustu daga. Stuart Franklin/Getty Images Hin kanadíska Brooke Henderson fagnaði í dag sigri á Evian-risamótinu í golfi á LPGA-mótaröðinni. Spennan var mikil á lokahringnum. Henderson átti sögulega byrjun á mótinu þar sem hún fór fyrstu tvo hringina á 64 höggum, sjö undir pari vallar, en enginn kvenkylfingur hefur gert slíkt áður. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina en munurinn var tvö högg fyrir lokahringinn í dag. Eftir frábæra spilamennsku fram að deginum í dag fataðist Henderson lítillega flugið. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu ellefu holunum og var þá á þremur höggum yfir pari á hringnum. Aðrir kylfingar voru þá komnir yfir hana í heildartöflunni en sú kanadíska steig rækilega upp á lokakaflanum. FOR THE WIN @BrookeHenderson is a two-time major champion! pic.twitter.com/G2RAI2RMKs— LPGA (@LPGA) July 24, 2022 Hún fékk þrjá fugla á síðustu fimm holunum, þar á meðal einn á átjándu og síðustu braut vallar, til að tryggja sér sigurinn á mótinu. Henderson fór hringinn á pari og lauk keppni á sama skori og hún hóf daginn á, 17 undir pari. Sophia Schubert frá Bandaríkjunum var önnur á 16 undir en fimm kylfingar voru á 15 undir pari. Sigur Henderson er hennar tólfti á LPGA-mótaröðinni og þá er þetta annað risamótið sem hún vinnur á eftir PGA meistaramótinu árið 2016. Showing major love to all aspects of her game with her TP5x, @BrookeHenderson dominated from tee-to-green all week long to win her second major title at The Amundi Evian Championship! She hit 76% of fairways and 81% of greens. #TP5x #LoveIt pic.twitter.com/Rl0RqJgrI5— TaylorMade Canada (@TaylorMadeCA) July 24, 2022 Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Henderson átti sögulega byrjun á mótinu þar sem hún fór fyrstu tvo hringina á 64 höggum, sjö undir pari vallar, en enginn kvenkylfingur hefur gert slíkt áður. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina en munurinn var tvö högg fyrir lokahringinn í dag. Eftir frábæra spilamennsku fram að deginum í dag fataðist Henderson lítillega flugið. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu ellefu holunum og var þá á þremur höggum yfir pari á hringnum. Aðrir kylfingar voru þá komnir yfir hana í heildartöflunni en sú kanadíska steig rækilega upp á lokakaflanum. FOR THE WIN @BrookeHenderson is a two-time major champion! pic.twitter.com/G2RAI2RMKs— LPGA (@LPGA) July 24, 2022 Hún fékk þrjá fugla á síðustu fimm holunum, þar á meðal einn á átjándu og síðustu braut vallar, til að tryggja sér sigurinn á mótinu. Henderson fór hringinn á pari og lauk keppni á sama skori og hún hóf daginn á, 17 undir pari. Sophia Schubert frá Bandaríkjunum var önnur á 16 undir en fimm kylfingar voru á 15 undir pari. Sigur Henderson er hennar tólfti á LPGA-mótaröðinni og þá er þetta annað risamótið sem hún vinnur á eftir PGA meistaramótinu árið 2016. Showing major love to all aspects of her game with her TP5x, @BrookeHenderson dominated from tee-to-green all week long to win her second major title at The Amundi Evian Championship! She hit 76% of fairways and 81% of greens. #TP5x #LoveIt pic.twitter.com/Rl0RqJgrI5— TaylorMade Canada (@TaylorMadeCA) July 24, 2022
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira