Fótbolti

Klopp býst ekki við að bæta við leikmönnum í hóp sinn

Hjörvar Ólafsson skrifar
Jürgen Klopp er búinn að loka leikmannahóp sínum.
Jürgen Klopp er búinn að loka leikmannahóp sínum. Vísir/Getty

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst ekki ætla að bæta við leikmönnum í hóp liðsins fyrir komandi keppnistímabil nema leikmenn hans verði fyrir langtíma meiðslum.  

Liverpool hefur verið nokkuð á leikmannamarkaðnum í sumar en Darwin Nunez kom frá Benfica í stað Sadio Mané sem gekk til liðs við Bayern München. 

Þá hafa hinir ungu og efnilegu leikmenn Calvin Ramsay og Fabio Carvalho bæst við hópinn sen Ramsay er skoskur hægri bakvörður og Carvalho portúgalskur framherji. 

Takumi Minamino, Divock Origi, Marko Grujic, Neco Williams, Ben Davies, Loris Karius og Sheyi Ojo hafa hins vegar róið á önnur mið. 

„Við höfum ekki áform um að fá til okkar leikmenn nema við verðum fyrir einhverjum langtíma skakkaföllum," sagði Klopp um stöðu mála.

Liverpool-liðið er þessa stundina statt í Austurríki við æfingar en liðið leikur æfingaleik við Salzburg á miðvikudaginn í næstu viku. 

Eftir slétta viku mætir Liverpool svo Manchester City í Samfélagsskildinum.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×