Synjað um líknardauða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. júlí 2022 14:32 Eugen Sabau á meðan hann starfaði enn hjá Securitas. Guardia Civil Dómari hefur synjað manni sem lamaðist í skotbardaga við lögregluna, um líknardráp á Spáni, eftir að hann hafði áður fengið leyfi til þess að deyja. Maðurinn lamaðist í byssubardaga við lögreglu eftir að hafa reynt að drepa fyrrverandi samstarfsmenn sína. Ósáttur við uppsögn Þann 14. desember í fyrra, hélt Eugen Sabau til höfuðstöðva Securitas í Tarragona í Katalóníu. Honum hafði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður, hann var ósáttur við það og ætlaði að láta stjórnendur fyrirtækisins finna til tevatnsins. Hann dró upp skammbyssu og riffil og skaut á fyrrverandi samstarfsmenn sína. Þrír særðust í skotárásinni. Hann lagði síðan á flótta, lögreglan veitti honum eftirför, hann særði einn lögreglumann áður en hann var felldur og handtekinn. Lamaðist í skotbardaga við lögreglu Sabau, sem er 46 ára, er ákærður fyrir morðtilraunir, tilræði við stjórnvöld og ólöglegan vopnaburð. Hann særðist hins vegar illa í eftirför lögreglunnar, hann er lamaður frá mitti, einfættur og hann segist finna fyrir miklum verkjum í handleggjum og hafi enga tilfinningu í búknum. Sabau hefur verið á sjúkrahúsi frá því hann var handtekinn og hefur sótt um að fá að deyja líknardauða. Lög sem heimila líknardauða voru samþykkt í spænska þinginu fyrir sléttum fjórum mánuðum, þann 24. mars. Lögregla vill að maðurinn svari til saka Lögreglan hefur andmælt því harðlega og vill að Sabau komi fyrir dóm og svari til saka fyrir gjörðir sínar. Í byrjun þessa mánaðar komst dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert í hinum nýsamþykktu lögum heimili dómskerfinu að koma í veg fyrir líknardauða, séu réttar forsendur fyrir hendi, og því stóð til að enda líf Sabau á fimmtudag í næstu viku, þann 28. júlí. Nú hefur annar dómari hins vegar ákveðið að stöðva allt líknardrápsferlið á meðan beðið er úrskurðar áfrýjunardómstóls sem hefur til meðferðar kröfu lögreglunnar um að Eugen Sabau verði dæmdur fyrir glæp sinn áður en hann fær að deyja. Hér er hægt að sjá myndband af skotárásinni í höfuðstöðvum Securitas í Tarragona. Spánn Erlend sakamál Dánaraðstoð Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Ósáttur við uppsögn Þann 14. desember í fyrra, hélt Eugen Sabau til höfuðstöðva Securitas í Tarragona í Katalóníu. Honum hafði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður, hann var ósáttur við það og ætlaði að láta stjórnendur fyrirtækisins finna til tevatnsins. Hann dró upp skammbyssu og riffil og skaut á fyrrverandi samstarfsmenn sína. Þrír særðust í skotárásinni. Hann lagði síðan á flótta, lögreglan veitti honum eftirför, hann særði einn lögreglumann áður en hann var felldur og handtekinn. Lamaðist í skotbardaga við lögreglu Sabau, sem er 46 ára, er ákærður fyrir morðtilraunir, tilræði við stjórnvöld og ólöglegan vopnaburð. Hann særðist hins vegar illa í eftirför lögreglunnar, hann er lamaður frá mitti, einfættur og hann segist finna fyrir miklum verkjum í handleggjum og hafi enga tilfinningu í búknum. Sabau hefur verið á sjúkrahúsi frá því hann var handtekinn og hefur sótt um að fá að deyja líknardauða. Lög sem heimila líknardauða voru samþykkt í spænska þinginu fyrir sléttum fjórum mánuðum, þann 24. mars. Lögregla vill að maðurinn svari til saka Lögreglan hefur andmælt því harðlega og vill að Sabau komi fyrir dóm og svari til saka fyrir gjörðir sínar. Í byrjun þessa mánaðar komst dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert í hinum nýsamþykktu lögum heimili dómskerfinu að koma í veg fyrir líknardauða, séu réttar forsendur fyrir hendi, og því stóð til að enda líf Sabau á fimmtudag í næstu viku, þann 28. júlí. Nú hefur annar dómari hins vegar ákveðið að stöðva allt líknardrápsferlið á meðan beðið er úrskurðar áfrýjunardómstóls sem hefur til meðferðar kröfu lögreglunnar um að Eugen Sabau verði dæmdur fyrir glæp sinn áður en hann fær að deyja. Hér er hægt að sjá myndband af skotárásinni í höfuðstöðvum Securitas í Tarragona.
Spánn Erlend sakamál Dánaraðstoð Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira