Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2022 22:01 Joan Laporta, forseti Barcelona og Xavi Hernández er sá síðarnefndi var tilkynntur sem nýr þjálfari Barcelona á síðasta ári. Pedro Salado/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. Kaupandinn er fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti nýverið tíu prósent af framtíðar sjónvarpstekjum Börsunga. Fjárfestingafélagið á því nú 25 prósent af því sem mun koma í kassann í gegnum slíkar tekjur á komandi árum. Fyrr í júlímánuði greindi Vísir frá því að Sixth Street hefði keypt tíu prósent af sjónvarpsrétti Barcelona næstu 25 árin. Alls borgaði félagið 270 milljónir evra fyrir réttinn en hann var um tíma í hættu þar sem Barcelona hafði þegar fengið lán hjá bandaríska bankanum Goldman Sachs. Barcelona fékk 595 milljónir evra að láni frá bankanum á síðasta ári með veði í sjónvarpsrétti félagsins og því getur félagið ekki selt sjónvarpsréttinn án samráðs við bankann. Samningur Barcelona við Sixth Street gerir það að verkum að spænska félagið getur eytt 267 milljónum á þessari leiktíð. Það hefur nú þegar fest kaup á Robert Lewandowski, Raphinha og Pablo Torre fyrir samtals 93 milljónir evra. Þá gengu þeir Andreas Christensen og Franck Kessié í raðir félagsins á frjálsri sölu. Barcelona sell further 15% of LaLiga TV rights to Sixth Street https://t.co/5TB9FiGZDs pic.twitter.com/6W8080djwU— Reuters (@Reuters) July 22, 2022 Ekki nóg með það heldur eru Börsungar á höttunum á eftir Jules Koundé hjá Sevilla, César Azpilicueta og Marcos Alonso hjá Chelsea ásamt Bernardo Silva hjá Manchester City. Þó Barcelona hafi nú smá pening milli handanna þá nema skuldir félagsins vel yfir milljarð evra og þá á hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong enn inni þónokkrar milljónir evra í ógreidd laun. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Kaupandinn er fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti nýverið tíu prósent af framtíðar sjónvarpstekjum Börsunga. Fjárfestingafélagið á því nú 25 prósent af því sem mun koma í kassann í gegnum slíkar tekjur á komandi árum. Fyrr í júlímánuði greindi Vísir frá því að Sixth Street hefði keypt tíu prósent af sjónvarpsrétti Barcelona næstu 25 árin. Alls borgaði félagið 270 milljónir evra fyrir réttinn en hann var um tíma í hættu þar sem Barcelona hafði þegar fengið lán hjá bandaríska bankanum Goldman Sachs. Barcelona fékk 595 milljónir evra að láni frá bankanum á síðasta ári með veði í sjónvarpsrétti félagsins og því getur félagið ekki selt sjónvarpsréttinn án samráðs við bankann. Samningur Barcelona við Sixth Street gerir það að verkum að spænska félagið getur eytt 267 milljónum á þessari leiktíð. Það hefur nú þegar fest kaup á Robert Lewandowski, Raphinha og Pablo Torre fyrir samtals 93 milljónir evra. Þá gengu þeir Andreas Christensen og Franck Kessié í raðir félagsins á frjálsri sölu. Barcelona sell further 15% of LaLiga TV rights to Sixth Street https://t.co/5TB9FiGZDs pic.twitter.com/6W8080djwU— Reuters (@Reuters) July 22, 2022 Ekki nóg með það heldur eru Börsungar á höttunum á eftir Jules Koundé hjá Sevilla, César Azpilicueta og Marcos Alonso hjá Chelsea ásamt Bernardo Silva hjá Manchester City. Þó Barcelona hafi nú smá pening milli handanna þá nema skuldir félagsins vel yfir milljarð evra og þá á hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong enn inni þónokkrar milljónir evra í ógreidd laun.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira