Sjáðu markið: Þrumufleygur Stanway leyfir Englandi að dreyma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 09:01 Georgia Stanway lætur vaða og tryggði Englandi með því sæti í undanúrslitum EM. EPA-EFE/Vince Mignott Georgia Stanway reyndist hetja Englands er liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta með 2-1 sigri á Spáni í framlengdum leik. Mark Stanway var einkar glæsilegt. Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik þar sem ekkert skildi liðin að þá komst Spánn yfir snemma í síðari hálfleik þökk sé marki Esther Gonzalez Rodriguez. Undirbúningur Athenea del Castillo var hreint út sagt frábær og afgreiðslan engu síðri. Var þetta fyrsta markið sem England fær á sig á mótinu. Spánverjar eru komnir yfir! Þögn slær á enska áhorfendur. England fær hér á sig sitt fyrsta mark á mótinu. Eru þær spænsku á leið í undanúrslit? pic.twitter.com/wdHqBTAAhd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Ekki löngu síðar virtist sem Spánn væri að tvöfalda forystuna þegar fyrirgjöf frá hægri virtist vera að fljúga í hornið fjær en Mary Earps bjargaði meistaralega og hélt enska liðinu inn í leiknum. Þar skall hurð nærri hælum! Spennan er að magnast með hverri sekúndu pic.twitter.com/dx0wtcy29X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Það stefndi í 1-0 sigur gestanna þegar Manchester-tvíeykið Ella Toone og Alessia Russo, sem báðar höfðu komið inn af bekknum, létu til sín taka. Russo vann boltann af harðfylgi inn í vítateig Spánverja. Hún skallaði boltann á Toone sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra. England jafnar! Virkilega löng sókn endar með marki frá Ellu Toone. Allt tryllist á vellinum. Þessar lokamínútur verða rosalegar! pic.twitter.com/DNgpcW2Li2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan var enn 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar reyndist enska liðið sterkara en þegar sex mínútur voru liðnar af framlengingunni steig Stanway upp. Hún rak boltann frá miðju og upp að vítateig Spánar þar sem hún lét vaða og boltinn söng í netinu. England er komið yfir! Georgia Stanway gerir þetta upp á eigin spýtur. Alvöru lýsing hjá Gunna Birgis pic.twitter.com/EPGZpKkGN2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. England er komið í undanúrslit og til alls líklegt. Það ætlaði allt um koll að keyra í Brighton í kvöld er lokaflautið gall! Munu Englendingar fara alla leið? pic.twitter.com/fCpNFDikC5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
Eftir hnífjafnan fyrri hálfleik þar sem ekkert skildi liðin að þá komst Spánn yfir snemma í síðari hálfleik þökk sé marki Esther Gonzalez Rodriguez. Undirbúningur Athenea del Castillo var hreint út sagt frábær og afgreiðslan engu síðri. Var þetta fyrsta markið sem England fær á sig á mótinu. Spánverjar eru komnir yfir! Þögn slær á enska áhorfendur. England fær hér á sig sitt fyrsta mark á mótinu. Eru þær spænsku á leið í undanúrslit? pic.twitter.com/wdHqBTAAhd— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Ekki löngu síðar virtist sem Spánn væri að tvöfalda forystuna þegar fyrirgjöf frá hægri virtist vera að fljúga í hornið fjær en Mary Earps bjargaði meistaralega og hélt enska liðinu inn í leiknum. Þar skall hurð nærri hælum! Spennan er að magnast með hverri sekúndu pic.twitter.com/dx0wtcy29X— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Það stefndi í 1-0 sigur gestanna þegar Manchester-tvíeykið Ella Toone og Alessia Russo, sem báðar höfðu komið inn af bekknum, létu til sín taka. Russo vann boltann af harðfylgi inn í vítateig Spánverja. Hún skallaði boltann á Toone sem gat ekki annað en skorað af stuttu færi og allt ætlaði um koll að keyra. England jafnar! Virkilega löng sókn endar með marki frá Ellu Toone. Allt tryllist á vellinum. Þessar lokamínútur verða rosalegar! pic.twitter.com/DNgpcW2Li2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan var enn 1-1 er flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar reyndist enska liðið sterkara en þegar sex mínútur voru liðnar af framlengingunni steig Stanway upp. Hún rak boltann frá miðju og upp að vítateig Spánar þar sem hún lét vaða og boltinn söng í netinu. England er komið yfir! Georgia Stanway gerir þetta upp á eigin spýtur. Alvöru lýsing hjá Gunna Birgis pic.twitter.com/EPGZpKkGN2— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022 Staðan orðin 2-1 og reyndust það lokatölur leiksins. England er komið í undanúrslit og til alls líklegt. Það ætlaði allt um koll að keyra í Brighton í kvöld er lokaflautið gall! Munu Englendingar fara alla leið? pic.twitter.com/fCpNFDikC5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 20, 2022
Fótbolti EM 2022 í Englandi Tengdar fréttir Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Fleiri fréttir Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Sjá meira
Englendingar í undanúrslit eftir framlengingu Gestgjafar Englands eru komnar áfram í undanúrslit Evrópumótsins í fótbolta eftir sigur gegn Spánverjum eftir framlengdan leik, 2-1. 20. júlí 2022 21:45