Framherji Halifax yfirgefur liðið til að taka þátt í Love Island Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2022 17:30 Jamie Allen tekur sér pásu frá knattspyrnuiðkun til að finna ástina. Instagramjamie_allen12 Jamie Allen, framherji Halifax Town sem leikur í fimmtu efstu deild Englands, hefur yfirgefið liðið á miðju undirbúningstímabili til að taka þátt í raunveruleikaþáttunum vinsælu, Love Island. Líklega eru fáir, ef einhverjir, Íslendingar sem þekkja til knattspyrnumannsinns Jamie Allen hjá Halifax Town. Hins vegar hafa þættirnir Love Island notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár og því ekki ólíklegt að nafn hans verði á vörum einhverra næstu daga. Halifax sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kemur fram að Allen hafi litið á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig. „Jamie Allen hefur ákveðið að taka þátt í Love Island 2022. Hann gerði okkur það ljóst að þetta tækifæri væri mjög mikilvægt fyrir hann. Málið verður tekið aftur fyrir þegar hann kemur til baka,“ sagði í yfirlýsingunni. Jamie Allen has decided to join the cast of ❤️ Island 2022, making his intentions clear that the opportunity is very important to him.The matter will be reviewed on his return.— FC Halifax Town (@FCHTOnline) July 20, 2022 Allen er sem áður segir framherji hjá Halifax Town. Hann hóf feril sinn hjá Fleetwood sem er líklega þekktasta liðið sem hann hefur leikið fyrir, en Fleetwood leikur nú í ensku C-deildinni. Allen lék 24 leiki á seinasta tímabili og skoraði eitt mark. Þá á hann einnig að baki sjö landsleiki fyrir landslið Montserrat. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Montserrat brekst yfirráðasvæði í Karíbahafinu. Montserrat hefur ekki gert góða hluti á knattspyrnusviðinu síðan eyjan hóf að halda úti landsliði. Liðið var stofnað árið 1973 og fram til ársins 2018 vann Montserrat aðeins tvo leiki, báða gegn nágrönnum þeirra í Anguilla. Liðið hefur þó orðið samkeppnishæfara á seinustu árum, en Montserrat vann tvo leiki og gerði tvö jafntefli í forkeppni HM 2022 og lenti í öðru sæti í sinum riðli. Þá má einnig benda á þá skemmtilegu staðreynd að Montserrat lék líklega sinn frægasta landsleik árið 2002. Montserrat sat þá í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og mætti Bútan, sem sat í næst neðsta sæti listans. Leikurinn fór fram þann 30. júní, sama dag og úrslitaleikur HM, og var kallaður „Hinn úrslitaleikurinn“ (e.The Other Final). Bútan vann leikinn 4-0. Fótbolti Bíó og sjónvarp Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Líklega eru fáir, ef einhverjir, Íslendingar sem þekkja til knattspyrnumannsinns Jamie Allen hjá Halifax Town. Hins vegar hafa þættirnir Love Island notið mikilla vinsælda hér á landi undanfarin ár og því ekki ólíklegt að nafn hans verði á vörum einhverra næstu daga. Halifax sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem kemur fram að Allen hafi litið á þetta sem stórt tækifæri fyrir sig. „Jamie Allen hefur ákveðið að taka þátt í Love Island 2022. Hann gerði okkur það ljóst að þetta tækifæri væri mjög mikilvægt fyrir hann. Málið verður tekið aftur fyrir þegar hann kemur til baka,“ sagði í yfirlýsingunni. Jamie Allen has decided to join the cast of ❤️ Island 2022, making his intentions clear that the opportunity is very important to him.The matter will be reviewed on his return.— FC Halifax Town (@FCHTOnline) July 20, 2022 Allen er sem áður segir framherji hjá Halifax Town. Hann hóf feril sinn hjá Fleetwood sem er líklega þekktasta liðið sem hann hefur leikið fyrir, en Fleetwood leikur nú í ensku C-deildinni. Allen lék 24 leiki á seinasta tímabili og skoraði eitt mark. Þá á hann einnig að baki sjö landsleiki fyrir landslið Montserrat. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Montserrat brekst yfirráðasvæði í Karíbahafinu. Montserrat hefur ekki gert góða hluti á knattspyrnusviðinu síðan eyjan hóf að halda úti landsliði. Liðið var stofnað árið 1973 og fram til ársins 2018 vann Montserrat aðeins tvo leiki, báða gegn nágrönnum þeirra í Anguilla. Liðið hefur þó orðið samkeppnishæfara á seinustu árum, en Montserrat vann tvo leiki og gerði tvö jafntefli í forkeppni HM 2022 og lenti í öðru sæti í sinum riðli. Þá má einnig benda á þá skemmtilegu staðreynd að Montserrat lék líklega sinn frægasta landsleik árið 2002. Montserrat sat þá í neðsta sæti styrkleikalista FIFA og mætti Bútan, sem sat í næst neðsta sæti listans. Leikurinn fór fram þann 30. júní, sama dag og úrslitaleikur HM, og var kallaður „Hinn úrslitaleikurinn“ (e.The Other Final). Bútan vann leikinn 4-0.
Fótbolti Bíó og sjónvarp Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira